Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 16
SMÁBÁTAÚTGERÐ
Grásleppuveiðarn-
ar f djúpum dal
Yfir nýhafinm' grásLeppuvertíð hvílir sá
skuggi aó veró á hrognum er með allra
Lægsta móti og meira en heLmingi Lægra
en var fyrir 3-4 árum. Örn PáLsson,
framkvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda, segist reikna meó að
nokkur ár kunni að Líóa áður en grá-
sleppuútgerð nær sér að fuLLu úr þeim
dal sem hún er nú í.
„GrásLeppuveiðarnar eru í mjög
erfiðri stöóu þessa stundina," segir Örn.
„Veró á grásLeppunni er núna 34 þúsund
fyrir tunnuna en fór árið 1996 upp í 80
þúsund, þannig að munurinn er mikiLL.
VandamáL okkar er það að Kanadamenn
hefur s.L. tvö ár ekki tekist að haLda
verðinu uppi í takt við aðrar þjóðir.
Þegar framLeiðendur geta gengið aó
ódýru og mikLu hráefni í Kanada, eins
og þar var fáanLegt á s.L. ári, þá er þetta
afLeiðingin fyrir okkur og aórar grásLep-
puþjóðir. Meðan þetta ástand varir
eigum við í vök aó verjast."
Ijósm. Jóhann Ó. Halldórsson
Handfæraveiðarnar
verður að styrkja
„Handfæraveiðarnar eru komnar í
hættuLega þrönga stöðu og þær verður
að styrkja," segir Örn PáLsson, fram-
kvæmdastjóri LS.
„Sóknardagabátar geta aðeins róið í
23 daga og það eina sem hefur bjargað
er hið góða fiskirí síðustu tvö árin.
Dragi úr fiskiríinu þá er augLjóst að dag-
arnir eru aLLtof fáir og þá verður aó
bregðast við, svo útgerð þessara báta
verði raunhæf. Þá er ég ekki í vafa um
að þann vanda sem grásLeppuveiðimenn
eru óhjákvæmiLega í, ásamt mörgum
kvótaLitLum aflamarksbátum, megi Leysa
með því að heimila þeim frjáLsar hand-
færaveióar einhvern hLuta ársins."
Núverandi fiskveiðistjórnun krókabáta framlengd
um eitt ár:
Vonumst eftir bættum
hlut smábátanna
- segir Örn Pálsson, framvæmdastjóri LS
Fyrir Alþingi liggur þessa stundina
frumvarp þess efnis að fresta um eitt ár
breytingum sem gera átti á stjórn fisk-
veiða krókabáta, en breytingarnar áttu að
taka gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs.
Landssamband smábátaeigenda hefur
verið fylgjandi frestuninni og er ljóst að
hún er ekki síst gerð vegna þess að nú
stendur yfir heildarendurskoðun á stjórn
fiskveiða. Orn Pálsson, framkvæmda-
stjóri LS, segir þetta vissulega ekki annað
en gálgafrest en hann vonar að út úr áð-
urnefndri heildarendurskoðun laga um
stjórn fiskveiða komi breytingar sem
verði hagsælli smábátamönnum en þær
sem gera átti á komandi hausti.
„Það er ómögulegt að segja hvort við
munum ná betri lendingu ltaustið 2001.
Slíkt er undir endurskoðunarnefndinni
komið og hvernig Alþingi tekur á
tillögum nefndarinnar. Við munum að
sjálfsögðu leggja okkur fram um að koma
þeim sjónarmiðum inn hjá nefndinni sem
eru þess eðlis að smábátamenn komi sem
best út úr endurskoðuninni," segir Örn.
Frestunin þýðir að núgildandi veiði-
kerfi krókabáta mun halda áfram á næsta
Örn PáLsson.
fiskveiðiári í stað
þess að dögum
hefði fækkað hjá
sóknardagabát-
um og þorskafla-
hámarksbátar og
sóknardagabátar
með aflaþak yrðu
kvótasettir. „Eg
get vart hugsað
þá hugsun til
enda ef af slíku yrði þar sem veiðiheim-
ildir eru ónógar fyrir þann fjölda sem í
kerfinu er,“ segir Örn.
Enginn vafi er á að frestun á gildistöku
laganna er fagnaðarefni fyrir smábátaeig-
endur, enda ljóst að margir hefðu farið
mjög illa út úr þeim. Við teljum að fyr-
irhuguð kvótasetning aukategundanna
hjá krókabátunum sé mikil mistök vegna
þess að þessar tegundir eru að mestu
teknar á línu, sem bæði er atvinnuskap-
andi veiðiskapur og vistvænn. Síðan
kemur úrvalshráefni af línunni þannig að
aðgerðir sem spilla fyrir línuveiðunum
eru að okkar mati óskynsamlegar," segir
Örn.
[ENGSÆLL
femgsæll
Ijósm. Jóhann 6. Halldórsson