Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 21
SMÁBÁTAÚTGERÐ Saman Á Vestfjarðamiðum. Sigutjón Friðriksson EA er happafleyta og á honum hafa þau Friðrik og Ólöf fiskað vel. Og reyndar er talsvert gefandi að vera á sjó í ijóma- blíðu eins og þeirri sem var þegar þessi mynd var tekin. á sjónum - rætt við hjónin Ólöfu Guðmundsdóttur og Friðrik Siguijónsson á Akureyri sem stunda sjómennskuna saman „í hvert sinn sem við tökum bátinn í land á haustin fer ég að hlakka til næsta sumars," segir Ólöf Guðmundsdóttir á Akur- eyri. í mörg sumur hafa hún og eiginmaður hennar, Friðrik Sig- urjónsson, stundað saman sjó- inn á smábát sem er í þeirra eigu og fyrir þeim er sjó- mennskan þvx sem næst lífið sjálft. Bæði eru þau uppalin við sjávarsíðuna; Friðrik á Akureyri og Olöf á Siglufirði og ..ég held að sjómennskan sé eitthvað sem búi í okkur,“ segir Ólöf. Mörg undanfarin sumur hafa þau gert út frá Tálknafirði og eru þar frá því snemma á vorin og fram á haust. Voru þau að gera bát sinn sjókláran fyrir sum- arið þegar Ægir ræddi við þau á dögun- um - full tilhlökkunar. Til að hafa af þessu lífsviðurværi „Eg kynntist sjómennskunni strax sem ungur strákur og fyrsta róðurinn fór ég með pabba sem átti trillu, hér út á Poll- inn líklega sex ára gamall. Svo vatt þetta uppá sig og minn sjómannsferil hóf ég þrettán ára gamall. Strax og skóla lauk um vorið fóru ég og félagi minn niður í UA og réðum okkur þar á einn togara fé- lagsins upp á hálfan hlut hvor. Höfðum meira að segja ekki fyrir því að sækja prófskírteinin okkar í skólanum. Félagi minn varð strax illa sjóveikur í þessari ferð og kom litlu í verk, en ég harkaði af mér og var með körlunum við að salta fiskinn niðri í lestinni. Var hafður í pont- inu við að vaska fiskinn. Ég hélt áfram á sjónum og fór brátt að fá 3/4 hlut fyrir túrinn og á endanum var ég kominn í heilan hlut,“ segir Friðrik, sem hefur meistararéttindi í þremur iðngreinum; þunga- vörurekka Trygg gæði - Gott verð! Hilluplan fyrir lausar vörur og bitar fyrir vörubretti. Qj n be^ Einfalt í uppsetningu Skrúfufrítt. Smellt saman í allar áttir . /s - www.isold.is Isold ehf. Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 5673609 ■ i s o I d @ i s o I d

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.