Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2000, Page 22

Ægir - 01.04.2000, Page 22
L ■■■ SMABATAUTGERÐ stálsmíði, plötu- og ketilsmíði og bifvéla- virkjun. Hann starfaði í sautján á sem járniðnaðarmaður í Slippstöðinni á Akur- eyri en fór alltaf þegar færi gafst á sjóinn. Friðrik eignaðist árið 1976 sinn fyrsta bát og hét hann Suðri og var 1,23 tonn. Allir bátar sem hann og Ólöf hafa eignast síðar hafa heitað Sigurjón Friðriksson, eftir föður hans. „Við áttum þennan fyrsta bát til ársins 1980, en fengum okk- ur þá annan stærri, enda var þá hugsun mín að fara að stunda sjómennskuna af einhverri alvöru með það að augnamiði að hafa af henni eitthvað lífsviðurværi. Fór ég þá að gera út á sumrin frá Siglufirði, úr Grímsey og austan frá Þórshöfn. Núver- andi bát okkar, sem er 6 tonn að stærð, fórum við gera út árið 1992. Við keypt- um hann um það bil tveimur árum áður, ókláraðan, en ég varði miklum tíma í að setja í hann vél og standsetja allan í land- legum og frítúrum sem ég átti - en á þessum tíma var ég á Samherjatogara." Tálknafjörður er heiLLandi staður „Mig langaði alltaf á sjóinn með Friðrik, sérstaklega eftir að við vorum orðin ein - þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu. Eins og Friðrik heillaðist ég strax af sjón- um sem stelpa heima á Siglufirði þegar pabbi var að róa með okkur á bátnum sín- um út á fjörð til að vitja um rauðmaga- netin sín,“ segir Ólöf, em fyrir um ára- tug fór að að stunda sjónn. Friðrik var þó tregur til að taka þennan „háseta", en lengi hefur Ólöf þjáðst af vefjagigt og er reyndar ófær til vinnu af þessum sökum. En viti menn; hún hefur verið stórum betri af veikindum sínum þegar hún er á sjónum og er það mat lækna að þetta komi meðal annars til af því að á sjónum reyni á aðra vöðva en alla jafna gerir, þó taka beri fram að hún gengur ekki í öll störf um borð. Friðrik lætur einkar vel af samvistum þeirra í útgerðinni, „háset- inn“ sé fiskinn og séður sjómaður .og Hjónin Ólöf og Friðrik á kajanum í Sandgerðisbót á Akureyri. „Mig langaði alltaf á sjóinn með Friðrik, sérstaklega eftir að við vorum orðin ein eftir." síðan batnaði mataræðið hjá mér alveg stórkostlega eftir að hún fór að vera með mér á bátnum. Áður fyrr var ég stundum að baksa við að sjóða mér saltkjöt í potti eða eitthvað viðlíka á einni eldarvélahellu sem ég hef í bátnum. Og tókst misjafn- lega upp við það. En matargerðarlistin bregst ekki hjá Ólöfu þó hellan sé bara ein, fjölbreytnin í matarræðinu er meiri og svo erum við reyndar búin að bæta við örbylgjuofni í bátinn fyrir fáum misser- um síðan." Þau hjón stunduðu sjóinn fyrst saman frá útgerðarstöðum á Norðurlandi. En vorið 1994 fóru þau að gera út frá Tálknafirði, en fjöldinn allur af smábáta- sjómönnum alls staðar af að landinu er í seinni tíð farinn að gera út yfir sumartxm- ann úr sjávarþorpunum vestra á hin afla- sælu Vestfjarðamið. I þessum hópi eru nokkur hjón sem standa saman í útgerð og á Tálknafirði eru að minnsta kosti fjórir smábátasjómenn sem stunda sjóinn yfir sumarið með dætrum sínum. „Eg man þegar við komum fyrst á Tálknafjörð þá leist okkur ekki meira en svo á staðinn og þegar við renndum fyrir eyraroddinn langaði okkur helst að snúa við. En álit okkar á staðnum breyttist fljótt. Það er frábært að vera þarna fyrir vestan, aðstað- an í höfninni er góð, þetta er fallegt byggðarlag þegar maður kynnist því og þorpsbúar frábært fólk.“ Drottinn vísar á veiðislöð Þau mið sem stffast er sótt á frá Tálkna- firði eru 15 til 17 sjómílur út af Blakkn- um eða Kópnum, eða eins til eins og hálfs tíma stím. „Þarna hefur verið góð veiði og í fyrrasumar fengum við í einum túr 3,7 tonna afla. I sex tíma var staðið við handfærin og við hreinlega gleymdum okkur, slík var veiðin. En þreytan sagði líka til sín á landstíminu," segir Ólöf. Þau hjón eru bæði starfandi í Hjálpræðis- hernum á Akureyri og segjast trúað fólk. Fara með sínar bænir kvölds og morgna og því sé ekki að leyna að herrann á himnum háum vísi þeim oft á góða veiðislóð. „Sem dæmi get ég nefnt að einhvern tímann vorum við stödd tíu mflur út af Blakknum í tregfiski og ákváðum að halda þaðan eitthvað dýpra út, þar sem vænta mátti að fisk væri að hafa. Eg setti á fullt stím og keyrði í eins og tíu mínút- ur - þegar var sagt við mig sem svo að fara á nákvæmlega sama stað aftur og ég hafði verið á. Eg tók beygju á fullri ferð og fór á nákvæmega sama punktinn aftur. Og þar reyndist líka vera nóg af fiski. Þegar við komum í land kom kunningi okkar niður á bryggju og sagði að svo mikið fiskuðum við að engu líkara væri en við værum í beinu sambandi við Drottinn um hvar fiskurinn væri. Sem er líka raunin."

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.