Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2000, Page 26

Ægir - 01.04.2000, Page 26
ÆGISVIÐTALIÐ Nýhættur smábátaútgerðinni eftir 66 ára sjómennsku: Var innprentað í æsku að fara vel með auðlindina - segir Dagbjartur Geir Guðmundsson Fáir geta státað af jafn löngum sjómannsferli hér á landi og Dagbjartur Geir Guð- mundsson sem hætti smábátaútgerð á síðasta ári, 82 ára að aldri. Dagbjartur hefur lengstum síns ferils róið á smærri bátum, fór að róa á eigin báti aðeins 16 ára gamall og kynntist strax á unglingsaldri óblíðum höndum veðurguðanna þegar hann barðist til lands á bát sínum í því óveðri þegar franska skútan Pourquoi Pas fórst undan Mýr- unum. Dagbjartur Geir Guómundsson hætti ekki S sjónum fyrr en hann var kominn á niræðisaldri, enda sjá- varloftið hrein heilsubót. Ijósm. Sverrir Jónasson Dagbjartur hefur kynnst nær öllum gerðum veiði- skapar hér við land og segist sjaldann hugsa til þess hve mikið magn fiskjar hann hafi fært að landi. Þeim mun meira segist hann velta vöngum yfir þeim kerf- um sem komin séu á í sjósókninni hér við land og hvernig þau komi misjafnlega við sjómenn. „Eg er fæddur á Eyrarbakka árið 1917 en um ferm- ingu flutti ég með foreldrum mínum til Keflavíkur, þar sem uppbygging var mikil á þeim árum. Eg byrj- aði mína sjómennsku 15 ára gamall og fór strax á ver- tíð en ekki leið á löngu þar til að tækifæri gafst til að fara í eigin útgerð. Þannig var að nýju hafnarmann- virkin í Keflavík höfðu leyst af hólmi stóru uppskip- unarbátana sem áður voru notaðir tii að skipa upp fiski. Eg keypti einn þeirra árið 1933 fyrir 150 krón- ur, sem þá var meira en mánaðarkaup, setti hann í slipp og lét stækka, auk þess að panta í hann díselvél frá Svíþjóð. Slíkar vélar höfðu ekki þekkst hér á landi en vélina keypti ég af Gísla J. Johnsen og samdi þannig við hann að vélina borgaði ég með nokkrum víxlum. Vélin átti að kosta meira en árslaun, eða um 1200 krónur og svo var umsamið að ég reyndi að borga víxlana á einu ári. Strax á þessu fyrsta sumri gekk mér mjög vel að fiska á dragnótina og pabbi sá um að taka út peningana út hjá frystihúsinu Jökli x Keflavík fyrir innlögninni. Um haustið var komið að greiðslu á fyrsta víxlinum og þá kom í ljós að ég hafði lagt inn fyrir hátt í 3000 krónur yfir sumarið. Pabbi sagði þá við mig að vafalaust kæmi það sér vel fyrir Gísla J. að ég greiddi vélina strax upp í topp. Ég fór til Gísla og sagði honum að hingað væri ég kominn til að greiða inn á vélina og bað hann að lofa mér að sjá vi'xlana. Gísli sótti þá inn í skáp en rak í rogastans þegar ég lagði 1200 krónur á borðið og hann spurði hvað hefði eiginlega komið fyrir mig. „Þetta getur enginn maður gert,“ sagði Gi'sli undrandi en ég sagði sem var að fiskiríið hafi verið gott um sumarið, vélin hafi reynst vel og tekjurnar verið nægar til að ég gæti gert upp við hann skuldina. „Ef þig vanhagar einhvern tímann um eitthvað þá skaltu tala við mig, drengur minn, í stað þess að vesenast eitthvað í bönkum," sagði þá Gísli um leið og hann tók við peningunum og upp frá þessu urðum við Gísli aldavinir. Svona hófst mitt fyrsta sumar í eigin útgerð en það segi ég satt að þetta var eitt af bestu aflasumrum mínum á ferlinum," segir Dagbjartur Geir. Hef kynnst öllu nema túnfiskveiðum Fyrstu árin gerði Dagbjartur út á dragnót á sumrin og ýsulínu á haustin en á veturna fór báturinn upp og Dagbjartur fór á vertíð á stærri bátunum. Fyrir seinna stríð tók Dagbjartur síðan höndum saman við fleiri framsýna menn á Suðurnesjum og ráðist var í smíði og útgerð Keflvíkings, sem var þá stærsti bát- urinn á Suðurnesjum. Sá bátur var gerður út öll stríðsárin og aflaðist vel á hann en eftir strfðið var ■ 26

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.