Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Síða 33

Ægir - 01.04.2000, Síða 33
ÞJÓNUSTAH Veiðarfæraverslunin Dfmon: Línuveiðarnar greinilega í sókn - segir Einar Sævarsson „Við leggjum mikið upp úr þjón- ustu við bátaflotann og netaverk- stæði. Þjónustan snýst um sölu á veiðarfærum og beitu, netum, lín- um og búnaði sem útgerð tengist. Við finnum að línan er í sókn í bátaflotanum og erum þessa dag- ana að setja á markað nýja beitn- ingavél og línuuppstokkara frá Noregi," segir Einar Sævarsson hjá veiðarfæraversluninni Dímon við Reykjavíkurhöfn. Dfmon er ein af þekktari veið- arfæraverslunum landsins og eru höfuðstöðvarnar við Reykjavíkur- höfn en því til viðbótar rekur verslunin lager á tveimur stöðum á Vestfjörðum og fylgir þar við- skiptavinum sínum eftir. Einar segir að þróun hafi átt sér stað í netum á undanförnum árum í þá átt að gera þau léttari og sterkari en mesta breytingin virðist vera í línuveiðunum. „A undanförnum árum höfum við fundið aukinn áhuga á bátaflotanum á línuveið- um og sú þróun er í sama takti og í nágrannalöndunum. Kosturinn við línuveiðarnar hér á landi er sá að á línuna fæst eftirsóttur með- afli, t.d. ýsa, keila, langa og karfi. Með tilkomu sigurnaglalínunnar hefur sú breyting orðið á að línan heldur fiskinum betur en hefð- bundna línan gerði og það vegur strax upp þann kostnað sem er við línuveiðarnar miðað við önnur veiðarfæri. Auk þessa er líka merkjanlegt að menn líta á lxnuna sem umhverfisvænt veiðarfæri, sem skiptir sannarlega máli,“ seg- ir Einar. Nýr línubúnaður frá Noregi Dímon bíður nýja tegund af beitningavél og línuuppstokkara fyrir bátaflotann og er búnaðurinn fluttur inn frá Noregi. Samstæðan kostar þrjár til fjórar milljónir króna og henta vel fyrir smærri og stærri báta. Einar segir að vélar af þessari gerð hafi verið settar í báta hér og í mörgum nágrannaland- anna og hafi búnaðurinn reynst ágætlega. Til viðbótar við búnaðinn býð- ur Dímon einnig fjölbreytt úrval af beitu. „Við bjóðum t.d. smokk, makríl og síld en gervibeitan hef- ur einnig verið í þróun, þó svo að hefðbundna beitan sé ráðandi," segir Einar. Einar Sævarsson hjá Dímon segir línuveiðarnar í sókn „Menn títa á linuna sem umhverfisvænt veiðarfæri." Allt III hróhaueiða Sjálfvirk línukerfi og færavindur fyrir allar stæröir báta. Úrvals færakrókar á frábæru veröi VAKJ Ármúla 44 -108 Reykjavík Lónsbakka • 603 Akureyri Sími 568 0855 • Fax 568 6930 Sími461 1122 Fax 461 1125 vaki@vaki.is ■ www.vaki.is dng@dng.is ■ www.dng.is 3'

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.