Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Síða 34

Ægir - 01.04.2000, Síða 34
TRYGGINGAR Um tryggingamál smábáta Anna K. Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá Samábyrð íslands, skrifar Aðfaranótt 17. desember 1997 kviknaði í plastbát sem lá við flotbryggju i Rifshöfn. Eldurinn tæsti sig í tvo nálæga plastbáta og brunnu atlir þrír bátarnir til kaldra kola. Einnig skemmdust tveir aðrir bátar af völdum hita. Á síðustu árum hefur smábátaútgerð að heita má verið eini útgerðarflokkurinn sem ekki hefur verið bundinn aflamarki nema að hluta og hefur þetta leitt til mikillar fjölgunar í smábátaflotanum. Á mörgum minni útgerðarstöðum á landinu hafa smá- bátar aftur tekið við því hlutverki sem þeir höfðu í upphafi, þ.e. að vera undirstaða veiða og fiskvinnslu. Eftir að vélbátavæðing flotans hófst á fyrstu áratugum aldarinn- ar hnignaði smábátaútgerð og vægi hennar minnkaði sífellt. Lögtaka kvótakerfisins árið 1984 olli mestu um það að útgerð smábáta breyttist úr því að vera sumarút- gerð á opnu trilluhorni í það að vera heilsárs útgerð á hátæknivæddum fiskibát. Fjölgun smábátanna var mikil á fyrstu 10 árum kvótakerfisins þar sem frelsi til veiða var að mestu óheft. Með lögunum um kvóta- kerfið var í fyrstu ekki settur kvóti á báta undir 10 brl. en í byrjun 10. áratugarins var það mark flutt niður að 6 brl. þar sem flestir bátarnir undir þeirri stærð eru opnir. Jafnhliða þessari fjölgun bátanna hefur búnaður þeirra tekið stórstígum framförum og afkastageta við veiðar stóraukist, sem aftur hefur leitt til aukinnar áhættu vegna þess hversu bátarnir eru litlir. Allmarg- ir alskaðar hafa orðið á smábátum á síðustu 15 árum þar sem grunur leikur á að orsök tjóns hafi verið of- hleðsla. Um opna báta gilda nánast engar reglur varðandi vátryggingu þeirra á meðan skylduvátrygging er samkvæmt lögum á þilfarsbátum upp að 100 brl. Oft hefur þetta leitt til þess að opnir bátar hafa verið ótryggðir, en sem betur fer hefur þó ástandið batnað mikið á sfðustu árum. Þilfarsbátar og skip eru metin samkvæmt samræmdu vátryggingarmati sem mynd- ar grundvöll vátryggingarfjárhæðarinnar. Skilmálar sem hin ýmsu vátryggingarfélög eru að bjóða upp á fyrir opna báta eru mjög mismunandi. Helsta einkenni þeirra er þó að þeir eru mun tak- markaðri en skilmálar þilfarsbátanna og henta at- vinnufiskimönnum því oft illa. Iðgjöld smábáta eru mismunandi eftir því hvort um vátrygginguna gilda víðtækir skilmálar eða tak- markaðir. Þá hefur úthaldstími bátanna einnig áhrif vegna endurgreiðslu fyrir hafnlegu eða uppistöðu og sömuleiðis tjónareynsla. Eigendur opinna báta geta fengið þá metna í sam- ræmdu vátryggingarmatskerfi Samábyrgðarinnar og valið milli vátryggingaskilmála. Áhafnatryggingar Slysatíðni meðal sjómanna hér á landi er mikil miðað við aðrar starfsstéttir í landinu. Að meðaltali slasast um 8,5% sjómanna á fiskiskipum árlega. Öllum má vera ljóst mikilvægi þess að vera vel tryggður, ekki síst smábátaeigendum sem fiska sjálf- 34

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.