Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 35

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 35
ir á eigin bátum og hafa ekki aðrar tekjur en af útgerð bátsins. Engin skyldutrygging er á sjómönnum smábáta (þar sem ekki er lögskráð á bátana) og enginn slysa- tryggingasamningur milli Landssambands smábáta- eigenda (L.S.) og tryggingafélaganna. Nauðsynlegt er að útgerðarmenn smábáta hugi vel að trygginga- málum sínum, sérstaklega þar sem áhafnatryggingar endurnýjast ekki sjálfkrafa frá ári til árs. Aðeins þarf eitt símtal eða tölvubréf til að trygging sé komin á. Flestir smábátaeigendur greiða iðgjöld sín í gegnum „greiðslumiðlunarkerfi“ L.S. Þær áhafnatryggingar sem sjómönnum/útgerðar- mönnum smábáta standa til boða hjá Samábyrgðinni eru eftirfarandi: Ábyrgðartrygging útgerðarmanns: A2) Utgerðarmaður getur tryggt sig gegn skaða- bótaábyrgð er á hann fellur eftir íslenskum réttarregl- um vegna slyss er rakið verður til vanbúnaðar, gáleys- is skipverja, bilunar skips, tækja þess o.fl. Slysatrygging sjómanna: Bl) Slysatrygging skv. lögum. Þessi trygging gildir í vinnutíma og til og frá vinnu. B2) Víðtæk slysatrygging. Þessi slysatrygging gildir jafnt í vinnutíma sem frítíma. (sólarhringstrygg- ing) Bætur úr slysatryggingu sjómanna (B1 og B2 ) eru: dánarbætur, bætur vegna varanlegs líkamstjóns og dagpeningar. El) Slysadagpeningatrygging. Þessa tryggingu er hægt að taka til viðbótar tryggingu B2. Greidd er ákveðin upphæð á viku valdi slys tímabundn- um missi starfsorku. Þessi trygging er fyrst og fremst ætluð eigendum smábáta sem fiska sjálfir á eigin bátum. Farangurstrygging: Cl) Tryggingin greiðir allt það tjón á eigum skip- verja er útgerðarmanni ber að greiða skv. reglu- gerð nr. 224/1999, efeldsvoði verður, skipsskaði eða annað sjótjón. Bæturnar skulu nema sann- virði eigna þeirra sem eyðilögðust, en þó innan hámarksákvæða reglugerðarinnar. Líftrygging: D2) Þessi trygging greiðir eingöngu sóttdauðabætur veikist skipverji á meðan hann er ráðinn í skip- rúm og veikindin leiða hann til dauða innan tveggja mánaða. Þessi trygging er í samræmi við kjarasamning fiskimanna/farmanna og útgerðar- aðila. Bætur greiðast ekki ef sjómaður deyr af völdum slyss og bætur greiðast úr slysatrygg- ingu sjómanna. Dánarbætur eru í dag kr. 2.033.685. Lágmarkstryggingar sem stór hluti smábátasjómanna tekur eru slysatrygging, B1 og líftrygging, D2. Ef ástæða er til, má benda á að í árslok er hægt að reikna úthald hvers báts og endurgreiða hluta af ið- gjaldinu, í samræmi við það. Ekki er um endur- greiðslu iðgjalds að ræða í slysatryggingu B2. Eins og áður sagði eru bætur úr slysatryggingu sjó- manna: 1) Dánarbætur, eingreiðsla. Samtals kr. 3.807.021 fyrir maka og börn. Mánaðarlegar bætur. Til maka f allt að 3 ár, en þó í 6 ár, ef maki er 45 ára eða eldri og bætur til barna að 18 ára aldri. Makabætur eru kr. 19.725 og barnabætur kr. 13.150 með hverju barni. 2) Örorkubætur. Hér er ákveðin upphæð fyrir hvert örorkustig og sem dæmi má nefna að 10% örorka er kr. 611.030, 50% örorka kr. 4.582.375 og 100% örorka kr. 13.747.050. 3) Dagpeningar eru kr. 851 fyrir einstakling og kr. 183 fyrir barn að 18 ára aldri. Allar þessar bótafjárhæðir eru m.v. tímabilið apríl - júní 2000. Starfsemi Samábyrgðarinnar hefur m.a. verið fólgin í því að endurtryggja fyrir bátaábyrgðarfélögin í land- inu og frumtryggja skip/báta og áhafnir þeirra. Þá hefur félagið í gegnum tíðina stutt mörg framfaramál varðandi öryggi og búnað flotans. Frá upphafi hefur vátrygging Samábyrgðarinnar og bátaábyrgðarfélaganna á smábátum verið sniðin að þörfum atvinnufiskimanna, þ.e. vátryggingarskil- málar opinna báta eru byggðir í meginatriðum á vá- tryggingarskilmálum skyldutryggðra fiskiskipa. Samábyrgð Islands er sérhæft skipatryggingafélag sem byggir á 90 ára langri reynslu og þekkingu og hefur haft það að leiðarljósi að þjóna hagsmunum ís- lenskra sjómanna og útgerða sem best. Upplýsingar um skilmála o.fl. er hægt að fá á skrif- stofu Samábyrgðarinnar og eins á heimasíðu félags- ins, http://www.samabyrgd.is. 35

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.