Ægir - 01.04.2000, Page 37
UMRÆÐAN
þrifa á öllum aldri. Um þetta eru
álitaefni og ágreiningsefni, sem
menn láta sig varða mismikið, og
ólíkir hagsmunir.
Að gæta auðlindar
Beitargróðurinn á afrétti er auð-
lind landsins. Til að varðveita
hann þarf að varast að reka svo
snemma á fjall, að gróðurfar
spillist af beit. Ætla má, ef of
snemma er rekið, að þess gæti fyrr
í vanþrifum búfjárins en í spilltu
gróðurfari. Það er í verkahring
stjórnar upprekstrarfélags að sjá
til þess að ekki sé rekið fyrr en
gott er fyrir gróðurinn.
Æti þorsksins af ýmsu tagi er
auðlindin, sem er sambærileg við
gróðurfarið, sem veitir beitarfénu
næringu. Næringarskilyrði þorsks-
ins má meta með því að athuga
næringarástand þorsksins á ýms-
um aldri; þau verða varla mæld
betur. Menn hafa ekki á valdi sínu
að tefja göngu þorsks á miðin,
þótt ætla megi, að þar sé litla
næringu að hafa fyrir hann, en
menn hafa á valdi sínu að halda
þorskstofninum á ýmsu aldurs-
skeiði innan þeirra marka, að
hann þrífist eðlilega. Viti borið
eftirlit í þágu þorskveiða felst í
því að fylgjast með þrifum
þorsksins og viti borin stjórn
þorskveiða felst í því að vinna að
því að nægileg næring verði til
góðra þrifa með þvf að beita þan-
nig veiðarfærum, að nægilega
mikið tortímist af ungviði, og
veiða nægilega mikið. Um þetta
eru álitaefni og ágreiningsefni,
sem menn láta sig varða mismik-
ið, og ólíkir hagsmunir.
Hemill á tímgun -
tortíming ungviðis
Stjórn upprekstrarfélags er ætlað
að hafa hemil á upprekstri, en það
er á ábyrgð fjáreigenda hvers um
sig að hafa hemil á tímgun fjár-
stofns síns. Æxlunin ein og sér
mundi valda meiri fjölgun en orð-
ið getur lífs auðið. Að hausti tek-
ur fjáreigandinn af skarið um það,
hversu margt fær að lifa, og þar
munar mest um ungviðið, sem fer
til slátrunar, og er undir opinberu
eftirliti um að setja ekki fleira á
en svarar til þess vetrarfóðurs, sem
hann á víst. I umhverfismálum er
iðulega talað um, að náttúran eigi
að njóta vafans um áhrif af um-
deildum aðgerðum. Við ásetning
búfjár fá gripirnir að njóta vafans;
ella væri hætta á, að þeir lentu í
næringarskorti. Aðeins brot fær
að lifa af því sem fæddist að vori.
Sjónarhornið við viti borna
stjórn þorskveiða er að aðeins er
lífvænlegt fyrir brot af þeim seið-
um, sem klekjast út. Þau farast
langflest einhvern veginn, meðal
annars af næringarskorti. Því
meira sem næringarskorturinn
ræður í því efni, því meira gætir
vannæringar hjá þeim sem ætlun-
in er að hafa hag af að veiða. Viti
borin stjórn þorskveiða miðast því
við að beita veiðarfærum þannig
að svo mikið farist af seiðum og
ungfiski að hungur og næringar-
skortur spilli ekki bráðinni, held-
ur fái það sem nær þroskaaldri, að
dafna frá ungum aldri til fúlls
þroska. Með því að grisja nægi-
lega nýtur þorskurinn vafans, svo
að það, sem lifir áfram, búi ekki
við næringarskort. Um þetta eru
álitaefni og ágreiningsefni, sem
menn láta sig varða mismikið, og
ólíkir hagsmunir, meðal annars
með tilliti til veiðarfæra, sem eru
misdrjúg við að tortíma ungviði
og því misáhrifamikil við að bæta
lífsskilyrði þess hluta árgangsins,
sem næring hafsins getur nægt.
Hægur vöxtur á fjalli
- hægur vöxtur í sjó
Ef þrif afréttarfjárins reynast óvið-
unandi, þegar kemur fram á sum-
ar, er ekki annað ráð en sækja
hluta af því og koma því til byg-
gða - féð verður gjarna fyrra til,
þegar gróður reynist þvf rýr og
leitar niður að afréttargirðingu.
Ef þrif þorsks reynast óviðun-
andi, ætti með sömu rökum að
fækka honum; það verður aðeins
gert með því að veiða hann. I
þessu eru álitaefni og kunna að
vera ólíkir hagsmunir.
Búfjárfellir
- hrun þorskstofns
Á fyrri öldum féll búfé oft í heil-
um héruðum. Því olli fóðurskort-
ur; menn settu fleira á vetur en
fóður var til handa, þegar harðn-
aði í ári. Nú eru í gildi lög, og
hafa verið lengi, sem skylda menn
til að eiga tryggt nægilegt fóður
og opinbert eftirlit með því að svo
sé.
í hafinu verður iðulega hrun í
fiskstofni. Því veldur ætisskortur.
Þegar vel árar, verða fiskar eðli-
lega margir og þrífast, en æti
skortir handa svo mörgum, þegar
tjósm. Þorgeir Baldursson
kólnar. Þá verður hrun af hung-
ursneyð. Maðurinn getur brugðist
við hungursneyð á landi með því
að sækja fæðu og fóður, en í haf-
inu er aðeins eitt ráð við hung-
ursneyð (hruni), að veiða meira.
Hér kann að koma til kasta þeirra,
sem ráða aðgerðum fiskveiði-
stjórnar.
Ofbeit og vanveiði
hliðstæður
Stjórn afréttarfélags þarf að fylgj-
ast með beitargróðri að sumrinu,
að hann spillist ekki af ofbeit. Ef
hætta er á ofbeit, þarf að fækka f
högum; það er ekki aðeins að
gróðurfar spillist við ofbeit heldur
skortir beitarpeninginn næringu.
I sjó er sambærilegt við ofbeit
að þorskinn skortir næringu. Ráð-
ið er líkt og á afrétti að fækka
þorskinum með því að veiða
meira eða haga veiðum svo, að
meira tortímist af seiðum og
yngra fiski, sem ekki er fengur í.
Ef menn óttast, að þorskurinn
gangi of nærri eigin næringarskil-
yrðum, er ráðið líka að fækka
þorskinum. Of mikið beitarálag
með þar af leiðandi rýrum vexti
lamba á afrétti og magur fiskur í
sjó eru því hliðstæð einkenni á
óhagkvæmri stjórn. Þorskur étur
rækju. Það bitnar því á rækju-
stofninum og rækjuafla, ef
þorskinn vantar næringu (er mag-
ur). Um þetta eru álitaefni og
ágreiningsefni, einkum að því er
sjóinn varðar og menn láta sig
varða mismikið.
37