Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
Magur fiskur geymdur
til betri tíma
- afréttarfé í svelti
að vori
Þorskur étur loðnu. Stærð loðnu-
stofnsins sveiflast verulega. Til er
það sjónarmið, þegar þorskur er
magur og lítið um loðnu, að veiða
ekki þorskinn þótt viðurkennt sé
að þorskstofninn sé of stór miðað
við næringarskilyrði. Það á að
verða til þess, þegar loðnustofninn
stækkar, að nóg verði til af þorski
til að nýta loðnuna sem best. Solt-
inn þorskur bíður reyndar ekki
eftir því að loðnan stækki, heldur
seður hungur sitt strax á henni og
því stækkar loðnustofninn ekki en
sjálfur nær þorskurinn ekki þeim
vexti, sem hann nær við næga og
stöðuga næringu. I þessu eru
álitaefni og kunna að vera ólíkir
hagsmunir.
Hliðstætt því að ætla sér að
geyma magran fisk í sjó til betri
tíma er að senda fé á afrétt að vori,
þótt gróður vanti, af því að menn
vænti þess, að á miðju sumri verði
nægur gróður. Hungraður þorsk-
ur étur loðnuna upp áður en
stofninn styrkist og soltið sauðfé
nagar landið niður í svörð og
gróðurfar spillist og gróðrinum
nýtist ekki af sumarhlýindunum,
en lömbin vantar stöðuga og
næga næringu og hljóta því ekki
eðlilegan vöxt. Um þetta eru ekki
álitaefni.
Takmörkun
heildarfallþunga
- takmörkun heildarafla
Enda þótt tíð sé góð fram eftir
hausti og gróður nægur og gripir
dafni því á afrétti, kemur ekki til
greina hér á landi að framlengja
beitartíma á haustin; tíðarfari er
ekki að treysta og haustverkum
þarf að sinna, áður en vetur geng-
ur f garð. Fráleitt þætti hins veg-
ar að miða beitartíma við að náð sé
fyrirfram ákveðnu samanlögðu
kjötmagni og fé sótt fyrr á fjall,
þegar vel árar, og stöðva þannig
nýtingu landsins, þegar best læt-
ur.
Stjórn þorskveiða hér á landi
hefur hins vegar verið þannig, að
heildarafli hefur verið takmarkað-
ur fyrirfram og ósveigjanlega með
tilliti til betri gangna þorsks en
gert var ráð fyrir við ákvörðun um
leyfilegan heildarafla, en ekki hirt
um ráð til að halda niðri fjölda í
hverjum árgangi með tilliti til
þrifa veiðistofnsins. Það er sam-
bærilegt við að ákveða leyfilegt
heildarkjötmagn af afrétti og
skipa mönnum að reka fé af fjalli,
þegar áætlað er, að það hafi náðst,
en gera engar ráðstafanir til að
tryggja þrif þess, sem á afrétti
gengur, með því að takmarka fjár-
fjöldann sem rekinn er á fjall.
Takmörkun upprekstrar
- takmörkun sjósóknar
Álag á afrétti er gjarna metið í
tölu fullorðins fjár. Bændur hafa
undanfarið hver fyrir sig fækkað
svo fé og hætt að reka, að ekki
hefur þótt ástæða fyrir stjórnir
upprekstrarfélaga að ákveða heild-
arfækkun, en ætla má, ef slíkri
fækkun ætti að jafna á fjáreigend-
ur, að viðmiðunin yrði fjöldi full-
orðins fjár. Líta má á hverja lambá
sem sóknareiningu á afrétti, en
slíka algilda sóknareiningu vantar
um sjósókn, eins fjölbreytileg og
hún er nú.
Fjölbreytileg álitaefni
og ólíkir hagsmunir
Þau álitaefni, sem sum tengjast
hagsmunum, sem hér hafa verið
rakin, eru þannig vaxin, að þeim
verður auðveldlega ráðið til lykta
í tiltölulega samstæðu félagi, eins
og sauðfjársveit er, enda eru hin
lífrænu álitaefni auðsærri þar en í
sjónum og um minni hagsmuni
að tefla en við sjósókn. Vandinn er
sá við stjórn á nýtingu sjávarins,
ef ekki á að einblína á leyfilegan
heildarafla, ákvörðun hans fyrir-
fram og skiptingu, heldur beina
athyglinni að hinum margþættu
ágreiningsefnum, að ágreinings-
efnin verða varla útkljáð með
þekktum aðferðum hagfræðinga
og stjórnmála. Það sýnist hins
vegar mega gera með sjóðvali,
sem ég hef m.a. kynnt í Sveitar-
stjórnarmálum árið 1996.
RAFGEYMASALAN
Dalshraun 17
Sími og fax 565 4060
LHUÐa
rafgeymaþjónusta
Zink húðaða,
Járn-sökkur fyrir
handfærabáta