Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2000, Side 41

Ægir - 01.04.2000, Side 41
FISKAR Litli flóki. Litli flóki Phrynorhombus norvegicus Litli flóki veiddist í rækjuvörpu Drafnar RE á 62-90 metra dýpi í Húnaflóa (65°34,6'N, 21°08,7'V) í september. Hann var 9 cm langur. Þetta er minnsta flatfisktegundin á Islandsmiðum - verður varla stærri en 12 cm fullvaxin - og ein þriggja sem snýr vinstri hlið upp. Ennisfiskur Platyberyx opalescens I marslok veiddist einn 28 cm langur í dragnót Rúnu RE norðan Eldeyjar. Annar, 23 cm langur, veiddist í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°32'N, 27°30'V) í'apríllok. Blákarpi Polyprion amerícanus Um 40 cm langur blákarpi veiddist á línu á 73 metra dýpi undan Lóndröngum á Snæfellsnesi í byrjun nóv- ember. Glyrna Howella sherborni I apríl veiddist 11 cm glyrna í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°30'N, 27°30'V). Ægisangi Searsia koefoedi Fjórir ægisangar komu í flotvörpu Snorra Sturluson- ar á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°30'N, 27°30'V) f apríl. Þeir voru 14-28 cm langir. I nóvember kom einn 13,5 cm langur í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 750 metra dýpi á Reykjanes- hrygg (62°28'N, 25°21'V). Ógreind angategund Fiskur af angategund, sem ekki hefur verið greindur, veiddist í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK á grálúðuslóð vestan Víkuráls í maí. Fiskurinn var 24 cm langur. Broddatanni Borostomias antarcticus í mars veiddist einn 16,6 cm langur broddatanni í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK á grá- lúðuslóð vestan Víkuráls. Brynstirtla Trachurus trachurus Ein veiddist í maí á 73 metra dýpi við Grímsey og önnur veiddist einnig við Grímsey á 22-24 metra dýpi í október. Hún var 40 cm löng og var veiðiskip- ið Þorleifur EA. Gleypir Chiasmodon niger Einn 12,5 cm langur veiddist í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK á grálúðuslóð vestan Víkuráls í mars. Stóri földungur Alepisaurus ferox Einn 132 cm langur földungur veiddist í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjanes- hrygg (6l°32'N, 27°30'V) seint í apríl. Rauðskinni Barbourísia rufa í maílok veiddist 32 cm rauðskinni á Reykjanes- hrygg. Veiðiskip var Klakkur SH. Þetta var sá þriðji á Islandsmiðum. Fyrsti fiskurinn af þessari tegund, 37 cm langur, veiddist f maí 1995 djúpt suðvestur af Reykjanesi, annar, 26 cm langur, veiddist í maí 1996 vestan Víkuráls. Auk þess veiddist einn 25 cm lang- ur í maí 1997 rétt utan 200 sjómílna markanna und- an Suðvesturlandi. Fagurserkur Beryx splendens Einn 33 cm langur kom í botnvörpu Sléttaness IS í Skerjadjúpi í maí. Klumbuskeggur. Klumbuskeggur Chirostomias pliopterus I byrjun júni veiddist 17 cm klumbuskeggur í botn- vörpu Þinganess SF á 256 metra dýpi í Hvalbakshalla (64°18'N, 12°33'V). Þetta mun vera annar klumbuskeggurinn sem veiðist á Islandsmiðum. Sá fyrsti veiddist á 505-570 metra dýpi suðvestur af Reykjanesi í september árið 1971. Drumbur Thalassobathia pelagica Um miðjan apríl veiddust þn'r á 622-659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°00'N, 28°00'V) í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE. Lengd þeirra var 27, 31 og 34,5 cm. Svartgóma Helicolenus dactylopterus Ein svartgóma veiddist í botnvörpu Sléttaness IS í Skerjadjúpi í maí. Hún var 20,5 cm.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.