Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 42
FISKAR Túnfiskur Thunnus thynnus Auk allra þeirra túnfiska sem japanskir túnfiskbátar veiddu innan íslensku lögsögunnar djúpt suður af landinu síðsumars og haustið 1999 þá veiddust þrír á meira hefðbundnum miðum og nær landi. Þeir veiddust í ágúst. Einn veiddist í flotvörpu undan Suðausturlandi (63°40TSI, 13°45'V til 63°50'N, 14°14'V) og var 275 cm langur. Veiðiskip var Hákon ÞH. Hina tvo veiddi Byr VE á túnfisklínu í Háfa- djúpi og voru þeir 140 og 186 kg á þyngd skv. Fiski- fréttum. Af íhaldssemi höldum við okkur við þetta gamla nafn, túnfiskur, þrátt fyrir það að annað nýtískulegra, lengra og óþjálla, „bláuggatúnfiskur" þyki fínna. Urrari Eutrígla gurnardus í marslok veiddust fimm urrarar í botnvörpu Snorra Sturlusonar RE á 183 metra dýpi suðvestur af Eldey (63°30'N, 24°05'V). Þeir voru 32, 36, 36, 37 og 37 cm á lengd. I byrjun júlí veiddist einn 32 cm langur á 40 metra dýpi út af Ólafsvík (64°57'N, 23°47'V). Veiðiskip var Hugborg SH. Ógreindur sogfiskur Um 23,5 cm langur ógreindur sogfiskur kom í rækjuvörpu rannsóknaskipsins Drafnar RE í ágúst norðvestan Kolbeinseyjar (ó^MOTNÍ, 19°4l'V). SvartdjöfuLL. Svartdjöfull Melanocetus johnsoni I mars veiddist einn 13 cm langur svartdjöfull í botn- vörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Þetta mun vera annar svartdjöfullinn sem veiðist á Islandsmiðum. Sá fyrsti veiddist í maí 1996 í flot- vörpu við 200 sjómílna mörkin djúpt suðvestur af landinu. Tuðra. Tuðra Himantolophus albinares í lok júní kom 20,5 cm löng tuðra í botnvörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 metra dýpi vestan við Reykja- neshrygg (Ó^^SNÍ, 26°38'V) Þetta mun vera fjórða tuðran við Island sx'ðan 1994 en þá veiddist sú fyrsta. Lúsífer Himantolophus groenlandicus Eins og undanfarin ár veiddust nokkrir lúsíferar árið 1999 en nú eru sex slíkir á skrá hjá Hafrannsókn- arstofnuninni. Einn lenti í flotvörpu Snorra Sturlusonar á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°30'N, 27°30'V) í lok apríl. Hann var 30 cm langur. Annar sem var 40 cm langur veiddist í humarvörpu Sigurgeirs Sigurðs- sonar IS í námunda við Vestmannaeyjar. I maí kom í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK einn 22 cm langur sem veiddist suður af Skaftárdjúpi (63°03'N, 17°50'V). I júlílok veiddist í botnvörpu Snorra Sturlusonar RE einn 22 cm lúsífer á 878 metra dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (64°4l TM, 27°53'V) og í nóvember fékk sami togari 17,5 cm lúsífer á 750 metra dýpi vestan við Reykjaneshrygg (ó^^^STSI, 28°25'V). Loks má geta 40 cm lúsífers sem fannst í frystigeymslu en allar upplýsingar um veiðistað, tíma og slíkt,vantar. Litli lúsífer Himantolophus mauli I júnílok veiddist einn 27,5 cm langur litli lúsífer í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 metra dýpi vestan við Reykjaneshrygg (62°55'N, 26°38'V). Þeim fjölgar hægt litlu lúsíferunum á Islandsmið- um. Þessi mun vera sá 11. eða 12. sem veiðist. Drekahyrna Chaenophryne draco Um miðjan apríl kom í flotvörpu Snorra Sturlusonar 14,5 cm drekahyrna á 659 metra dýpi á Reykjanes- hrygg (6l°00'N, 28°00'V). Slétthyrna Chaenophryne longiceps Ein 11,5 cm kom í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg í apríl. Öfrenja Cautophryne jordani I byrjun maí veiddist ein 13 cm ófrenja í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK á 549-787 metra dýpi suður af Surtsey.(63o01'N!,20°42'V). Aður höfðu fjórar veiðstf innan 200 sjómílna markanna;'su fyrsta f júní áfíð..l99ö oeein rétt utiyi ' Svarthyrna, Oneirodes eschrichta Um miðjan júní kom í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 714 metra dýpi í Grænlandshafi rétt við 200 sjómílna mörkin (62°26'N,..30226'V) 14,5 cm svart- hyrna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.