Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2000, Side 14

Ægir - 01.06.2000, Side 14
ÆGISVIÐTALIÐ Þurfum að beina sjónum að óbeinum áhrífum fiskveiða - segir Jóhann Sigutjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar Það gustaði heldur betur um Hafrannsóknastofnunina og þá sérstaklega forstjóra hennar, Jóhann Sigurjónsson, á dögunum þegar kynntar voru tillögur stofnunarinnar um veiðina á næsta fiskveiðiári. Stofnunin var sökuð um að hafa vanmetið þorskstofninn, að rannsóknir fiskifræðinga væru alls ekki nægilega nákvæmar, að Hafrannsóknastofnun væri alltof varfærin í stofnstærðarútreikningum sínum og tæki ekki mið af fiski- fræði sjómannsins. Jóhann segir að mörgum hafi komið á óvart að stofn- mat Hafrannsóknastofnunar hafi breyst jafn mikið og raun var á „og sumum fannst þetta óeðlilega mikil breydng. Tilfellið er hins vegar að við höfum alltaf lagt áherslu á að stofnstærðarmælingar okkar eru langt í frá einhlítar. I okkar gögnum höfum við gert ráð fyrir því að stofnstærðir geti sveiflast um 15% milli ára eða jafnvel meira, eins og nú gerðist þeg- ar breytingin var um 20%.“ „Vitaskuld verðum við sem vísindamenn að finna viðhlítandi skýringar á þessum mun og okkur finnst að einkanlega tvennt hafi gert útslagið. Svo virðist sem stærri fiskurinn sem við sáum í stofninum á síðasta ári hafi ekki skilað sér nægilega vel í stofnrannsóknunum núna. Ástæðan fyrir því kann að vera sú að okkur hafi ekki tekist nægilega vel að fylgjast með þróun veiðarfæra á síð- ustu misserum, einkum breytingum á möskvastærð og gerð neta. Þá er ég að tala um veiðarfæri sem velja fisk af ákveðinni stærð. Flotinn hefur þá verið að veiða hlutfallslega meira af stærri fiski og þar kann að hafa skapast skekkja sem við höfum ekki áttað okkur á. Það að minna sé af stærri fiski skilar sér mjög fljótt í þyngd aflans. „... sjómenn og útvegsmenn hér á Landi eru einfaldlega mun betur upp- Lýstir en kollegar þeirra víða erLendis. Þessir aðiLar gera sér grein fyrir mikiL- vægi þess að byggja fiskveiðistjórnun- ina á vísindaLegum grunni." Hitt sem kann að hafa valdið okkur erfiðleikum er það sem oft er kallað milljón dollara spurningin, það er að segja breytileiki í veiðanleika. Veiðanleikann er afar erfitt að áætla því óvissuþættirnir eru margir. Árin 1997 og 1998 var mikill afli á sóknareiningu með öllum veiðarfærum. Afli á sóknareiningu í tog- ararallinu er notaður til að áætla breytingar á stofn- stærðinni. Mikill afli á sóknareiningu er vísbending um að stofninn sé stór meðan lítill afli veit á lítinn stofn. En málið er flókið því margir ytri þættir skip- ta miklu máli í mati á veiðanleika stofns, þættir sem afar erfitt er að meta. Allir vita að fiskur gefur sig misjafnlega milli veiðisvæða og veiðitíma. Breytileiki í veiðanleika er augljós í línuveiði. Þegar mikið fram- boð fæðu er í hafinu þá gefur fiskurinn sig síður á lín- una og stofninn virðist lítill, og öfugt. Einnig getur hitafar skipt miklu máli, en við ákveðið hitastig get- ur fiskurinn þjappast saman og það getur gefið rang- ar hugmyndir um stofnstærð þegar veitt er með önn- ur veiðarfæri, t.d. troll." Breytingar á aflareglunni Á síðasta fiskveiðiári var heimilt að veiða 250 þúsund tonn af þorski og það aflamark var miðað við aflaregl- una sem stjórnvöld tóku upp árið 1995, þ.e. að leyfa árlega veiðar sem nema 25% af stofnstærð veiði- stofns, þ.e. 4ra ára þorsks og eldri. Miðað við stofn- mat Hafrannsóknastofnunar nú gerði aflareglan ráð fyrir því að á næsta fiskveiðiári yrðu einungis leyfðar veiðar á 203 þúsundum tonna. Jóhann segir að þessi

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.