Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 29
 umræðunnar Hafrannsóknarstofnun setti snemma í júnímánuói fram tillögur sinar um hámarksþorskafla næsta fiskveiðiárs, en þar var Lagt til að ekki verði veitt meira á næsta fiskveiðiári en 203 þúsund tonn af þorski. Akvöróun sjávarútvegsráðherra um miðjan mánuóinn var svo sú að veiói á þorski yrði 220 þúsund tonn. Ljóst er aö tiLLögur Hafró hafa vaLdió vaLda mörgum í sjávarút- vegi mikLum vonbrigðum, einkum þeim sem stutt hafa þá ströngu verndarstefnu sem fylgt hefur verið í síðustu árin - og er byggð á ráðgjöf Hafró. En hvernig ber að túLka stöðu fiski- rannsókna í Ljósi niðurstöðu Hafró? Stöndum við ef tiL vilL á tímamótum varðandi fiskveiðiráðgjöf og ákvörðun afLaheimilda? Ægir sLó á þráðinn tiL nokkurra manna sem hafa skoðanir þess- um máLum. 28 Jafnstöðuaflamark er umhugsunarvert - segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri BGB-Snæfells „Hafrannsóknarstofnun var að mínu mati að senda frá sér tillögur sem byggðar eru á þeirri bestu þekkingu sem stofnunin býr yfir. En þau miklu skekkjumörk sem eru í tillögum stofnunarinnar sýna okkur fyrst og fremst hve lítið við vitum um líf- ríkið í sjónum og því tel ég brýnt að auka allt rannsóknarstarf til mikilla muna. Auka þarf allar fjárveitingar til rannsókn- arstarfs á þessu sviði, en þær hafa verið nánast skammarlega litlar, þó vissulega sjáist batamerki eins og við sjáum best með hinu nýja hafrannsóknaskipi sem kom til landsins fyrir skemmstu," segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri BGB-Snæfells hf. Þórir segir að engu að síður sé það um- hugsunarvert hvort endurskoða þurfi ekki reikniaðferðir þær sem Hafró notar við mælingar á stofnstærð og fleira í ljósi þess hve þorskaflahámarkið hafi aukist lítið frá því skerðingin mikla kom árið 1991.“Eg tel hins vegar af og frá að sú umræða sem tillögur Hafró hafa skapað hafi neitt með það að gera að menn fari að breyta stjórnkerfi fiskveiða í landinu. Slíkt verður fráleitt til þess að bæta ástand fiskistofna við landið. Mikilvæg- ast er, eins og ég segi, að bæta þekking- una með því að efla rannsóknirnar." Það er mat Þóris Matthíassonar að sjáv- arútvegsráðherra hafi átt „...að taka út úr bankabókinni sem við höfum verið að safna í undanfarin 10 ár og halda óbreyt- tu aflamarki í þorski milli ára. Það eru til dæmis engin rök fyrir því að fara með aflahámarkið niður í 220-230 þúsund tonn, því skekkjumörkin sem er verið að vinna með eru svo mikil. Og menn skulu líka hafa það í huga að þorksstofninn hér við land hefur mikið verið að styrkjast á síðustu árum og það mun hann gera áfram þrátt fyrir að veitt sé úr stofninum 250 þúsund tonn, samkvæmt því sem Hafró segir. Hins vegar tel ég umhugs- unarvert að í fyllingu tímans verði komið upp jafnstöðuaflamarki sem þá myndi gilda til kannski til þriggja ára, eða ein- hvers slíks ákveðins tíma. Eg held að slík ráðstöfun myndi gefa Hafró ákveðið svig- rúm, en ekki síður sjávarútvegnum í landinu. Þetta myndi jafna sveiflur og menn gætu gert áætlanir vegna fjárfest- inga og annarra þátta lengra fram í tím- ann. Um leið gæfi þetta Hafró nýja möguleika til að vinna sína vinnu.“ Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri BGB-SnæfelLs. Marel hf. óskar Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar til hamingju með hið glæsilega hafrannsóknaskip, Árna Friðriksson RE 200 Um borð í Árna Friðrikssyni er fullkomin fiskflokkunar- og skráningarlína ásamt vogarkerfi frá Marel. Mare/ Marel hf. • Höfóabakki 9 • 110 Reykjavík Sínru: 563 8000 Fax: 563 8001 info('«marel.ÍB www.marel.com Æ ... I •-—H

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.