Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2000, Page 37

Ægir - 01.06.2000, Page 37
passim). Eitthvað höfðu ártölin skolast til í fyrstu útgáfunni, en núna myndu vandamálin taka að hrannast upp. Hvenær lærum við? Vöxtur, vöxtur, vöxtur Þegar ein baktería er sett í glas með gnótt næringarefna fjölgar hún sér fljótlega. Gerum ráð fyrir að hún fjölgi sér (tvöfaldist) á klukkutíma fresti. Að klukku- tíma liðnum eru bakteríurnar tvær, eftir tvo tíma 4, síðan 8, 16, 32 o.s.frv. Þetta er veldisvöxtur - tvöföldun á tímaeiningu. Veldisvöxtur er „áhyggjuhrá- efni“ heimsendaspámanna. I bókinni Handan takmarkanna sjá höfundar fram á að olíulindir þverri árið 2031 og gasið verði uppurið um 2050. Það er hugsan- lega hægt að slá óþægindunum örlítið á frest, en gasnotkun eykst um 3,5% á ári, þ.e. hún tvöfaldast á tuttugu árum (Meadows er al. 1992:74). Vegna þessa þarf á tutt- ugu ára fresti að finna nákvæm- lega jafn mikið gas og alls hefur verið notað áður. Sagt er: „Þetta er eðli veldisvaxtar." Jörðin er hnöttótt Jörðin er hnöttótt og þess vegna eru auðlindirnar takmarkaðar. Þetta er auðskilin röksemda- færsla. Það eyðist sem af er tekið. Ef við notum hráefni, verður minna eftir að ári liðnu og fyrr eða síðar ganga þau til þurrðar. Með hugtökunum veldisvöxtur og takmarkaðar auðlindir getum við búið til okkar eigin heims- endaspá. Veldisvöxtur þýðir að eftirspurnin eykst sífellt meir, framboðið ræðst hins vegar af auðlindum, sem eru takmarkaðar og geta ekki vaxið líkt og eftir- spurnin. Kjarni vandans Árið 1865 skrifaði Stanley Jevons, UMHVER FISMÁL sem þá var einn af fremstu vís- indamönnum Evrópu, bók um kolanotkun í Englandi. Hann taldi vandan felast í því að eftir- spurn eftir kolum óx veldisvexti. Brátt mundi „enskur iðnaður stöðvast" vegna orkuskorts. En það sem hann kom ekki auga á var að í kjölfar hækkandi verðs á kol- um jókst áhuginn á betri nýtingu kolanna, leitað var nýrra kola- náma, og jafnframt leiða til nýt- ingar annarra orkulinda eins og t.d. olíu (Simon 1996:164-5). Kreppa Jevons skall aldrei á. Svo er nýsköpun mannsins fýrir að þakka að hægt er að nýta hrá- efni betur, sem og nýjar upp- sprettur. Vitaskuld er jörðin hnöttótt og ekki óendanleg, en það er ekki kjarni málsins. Vand- inn er frekar hversu miklar nýtan- legar hráefnabirgðir eru til. Þær birgðir virðast takmarkaðar, en hækki verð hráefnis eykst jafn- framt áhugi á að finna fleiri nýt- PALFINGGR jSPsMal ÖRYGGI - AFL - ENDING Hágæða lahkvinna Danfoss kristur Ryðfríar lagnir Ryðfríir boltar > Ryðfrí tcngi f HágæðaJ sjókranar sem reynst hafa frábærlega ^ÚsÁnm/ SHMfamnséÁncMstoþtuM/ UÍ Áamin^fAJ/ meÁ nýjœ/ fiu^umnséÁnaAsÁifzící' sem/ útAúið/ ex/ 5 <zPalfjnyeA/ (zAénum/. StaA^sjélÁ/ sAt b mrm Atlas Borgartúni 24,105 Reykjavík Sími: 562 1155, Fax: 561 6894 Aðalvélar Bógskrúfur Lensiskiljur 3eitningavélar Skrúfubúnaður Skipakranar Ljósavélar Bílkranar Ræsiloftspressur Togvindur Vindustjórnkerfi Lensidælur Sjódælur Snigildælur Olíudælur Gírar Varahlutir Skipaviðgerðir Þjónusta Ráðgjöf

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.