Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2000, Side 30

Ægir - 01.06.2000, Side 30
EFST Á BAUGl Ástæðulaust að skerða þorskaflahámarkið - segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Eyjum Magnús Kristinsson útgerðarmaður hjá fyrirtækinu Bergur-Huginn ehf. í Vest- mannaeyjum segir að alla tíð hafi það ver- ið vilji útgerðarmanna að farið yrði eftir ráðgjöf vísindamanna Hafró. „Við höfum alltaf stutt þessa menn og rannsóknir þeirra, en nú finnst mér nóg komið. Eg held að ástæðulaust sé að skerða þorskaflahámarkið þó Hafró leggi til að við förum núna niður í 203 þúsund tonn. Við eigum að halda okkur við 250 þús- und tonninn og ég held að við gætum fullrar varúðar engu að síður. Eðlileg náttúruleg sveifla í stofninn upp á 10 til 20% er alltaf innbyggð í hann," segir Magnús. Það er einnig mat Magnúsar að mun meira sé af ýsu og ufsa við landið en fram kemur í mælingum. Hann segir að ekki hafi verið rétt staðið að rannsóknum á ýs- unni...og ufsinn er flokkustofn sem vís- indamenn þekkja ekki nægilega vel,“ segir Magnús. Hann segir að með því að fylgja ráðgjöf Hafró varðandi ýsu og ufsa verði þessar tvær tegundir meira og minna meðafli sem gæti einfaldlega þýtt að menn færi að henda slíkum fiski. „Undanfarin fiskveiðiár hefur ýsu og ufsaafli farið örlítið fram úr ráðgjöf og þar af leiðandi verður erfiðara að skerða þær tegundir nú.“ Hann segir þó að kjarni málsins sé sá að íslenska þjóðarbúið þoli ekki stórfellda skerðingu fiskistofna, eftir hina miklu skerðingu sem orðið hafi á allra síðustu árum. Því eigi að halda sig áfram við 250 þúsund tonna þorskafla, eða sem næst því róli. Sem kunnugt er spilaði sjávararútvegs- ráðherra út þeirri yfirlýsingu í ræðu sinni á sjómannadaginn að taka beri í auknum mæli tillit til fiskifræði sjómanna við ákvörðun um hámarksafla og annað slíkt. „Eg tel að alla tíð hafi verið tekið verulegt mið af sjónarmiðum sjómanna við ákvarðanatöku í þessum efnum, bæði af Magnús Kristinsson, útgerðarmaður. hálfu fiskifræðinga og eins stjórnmála- manna sem hafa auðvitað ákvarðanavald- ið.“ Skekkjumörkin geta hæglega verið 30% - segir Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins „Eftir að hafa farið að tillögum Hafró í 6- 7 ár að öllu leyti er ástæða til þess að taka nú ákvörðun um botnfiskafla ofan við þeirra tillögur og sjá þá hverju fram vind- ur næstu þrjú til fjögur ár. Skekkjumörk upp á 20% eða öllu heldur 30%, ef gert er ráð fyrir að vöxtur stofnsins sé jafn um 40 þúsund tonn á ári, hljóta að geta verið í báðar áttir. Það ætti líka að leyfa lönd- un á afla utan aflamarks til að koma í veg fyrir brottkast," segir Guðjón A. Krist- jánsson, skipstjóri og þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Hann segir að einu stofn- arnir sem ekki þoli aukna veiði séu karfa- stofnar. Uthafsrækju, steinbft og ufsa eigi að taka út úr kvótakerfinu og stofna flat- fisks eigi að veiða svæðaskipt en ekki í heildarkvótum. „Ef þorskstofninn hefði vaxið í sam- ræmi við stærð veiðistofns úr 1031 þús- und tonnum í janúar 1999 eins og Hafró taldi hann vera þá, ætti stærð veiðistofns nú í ársbyrjun 2000 að vera um 1070 þúsund tonn og hafa vaxið um 40 þúsund tonn ef góðærið í sjónum við landið er óbreytt milli ára, sem flest bendir til. Nú „Skekkjumörk hljóta að vera i báðar áttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.