Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2000, Síða 18

Ægir - 01.06.2000, Síða 18
þJÓNUSTA STG-ísvélar bjóða vélar til framleiðslu á gelís: Kælingin allt að tiu sinnum hraðarí en í hefðbundnum is - segir Snæbjörn Tryggvi Guðnason Snæbjörn Tryggvi Guðnason, framkvæmda- stjóri STG-ísvéla segir greinilegt að vaxandi áhugi sé í báta- og ísfisktogaraflotanum á vandaðri kælingu á afla, enda hafi reynslan sýnt að betri kæling hráefnis gefi betri afurðir. Hinir eðlisfræðilegu eiginleikar gelíss gefi hon- um forskot til kælingar, miðað við hefðbund- inn ís og þar af leiðandi sé mikill áhugi á mark- aðnum fyrir þessum lausnum. Meó Multi Ice er hægt að framleiða þykkan og þunnan gelis samtimis. Þessi kostur þykir henta víða þar sem fiskur er meðhöndlaður. „Gelísinn kælir upp undir 10 sinnum hraðar en hefðbundni ís- inn og hefur sýnt sig að gefa af- burða hráefni," segir Snæbjörn Tryggvi. SOFT ICE SYSTEMS MULTMCE Uppsetning á kælikerfi um borð í veiðiskipi. Kæling - ísun ICERMCHfNES I STGSölu-og umboðsskrilttola Fosthál* 27 110 Raykjavik Slmi 5876005 Fax 5076004 netlangl: stg@mmedia.ic Kæling á fiski í opnum könim í lcst I’cssi uppsctning á við FLO Ía-OEL ísvclar mcð tvcimurcða fleiri ísframlciðslu einingum (generatorum) Diela fyrir fsframleiðsluvatn „Ég byrjaði með fyrirtækið um áramótin en ákvað þá að nýta mér reynslu sem ég hafði byggt upp á undanförnu árum í sölu og þjón- ustu ísvéla og reyna fyrir mér í eigin rekstri. I kjölfarið tók ég að mér umboð fyrir ísvélar frá Suður- Afríku og hef undanfarna mánuði unnið að prófunum á þeim um borð í fiskiskipum hér heima og árangurinn er slíkur að ég fer óhræddur með þær á íslenskan markað. Enda eru í dag yfir 20 slíkar vélar í fiskiskipum við strendur Afríku og hafa verið síð- an 1987 og reynst mjög vel til kælingar á öllu hráefni um borð,“ segir Snæbjörn Snæbjörn starfaði áður hjá Brunnum hf. og hefur mikla reynslu af sölu á vélum til fram- leiðslu á vökva- eða gelís. Vélarn- ar sem STG-Isvélar bjóða eru að uppruna frá þekktu fyrirtæki í Cape Town í Suður-Afríku og nota þær sjó til að framleiða gelís- inn. Fyrsta vélin fór um borð í togarann Arnarborg og hefur að sögn Snæbjörns komið vel út á rækjuveiðunum á Flæmingja- grunni. Vélarnar bera heitið Flo Is-GEL, sem gefur nokkra hug- mynd um hvernig ís þær fram- leiða. „Vélin hefur þá kosti að geta framleitt þykkari ís og það gerir hana áhugaverða fyrir t.d. ísfisk- togarana. Vélarnar byggja á fram- leiðslu úr sjó eða saltblönduðu ferskvatni en ísinn hefur þá eigin- leika að þegar hann er kominn á sinn stað í fiskikari þá lekur í burtu mesta saltvatnið, ásamt blóðvatni úr fiskinum og þar af leiðandi er saltprósentan í þeim ís sem eftir situr ekki meiri en salt- prósentan í fiskinum sjálfum." Snæbjörn segir að í Flo Ís-GEL - vélalínunni bjóðist vélar af mörgum stærðum og gerðum og þar af leiðandi lína jafnt fyrir smærri báta sem stærri togara. Auk þess segir Snæbjörn að vél- arnar bjóði upp Multi Ice-kerfi, þ.e. þann möguleika að framleiða þykkan og þunnan ís samtímis í sömu vélinni séu vélarnar útbúnar tveimur til fjórum ísframleiðslu- einingum (generatorum). Þetta segir Snæbjörn skapa vélunum sérstöðu á kælivélamarkaðnum. „Afköstin á vél í Arnarborginni eru gríðarleg og ég get þar af leið- andi fullyrt að svona vélar er hægt Gelkenndur ísinn hieðst upp. Þessi ís kælir hraðar og betur en sá hefðbundi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.