Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 48
SKIPASTÓLLINN
sem er ættuð úr kafbátageiranum, er
3650 mm í þvermál, er í föstum skrúfu-
hring og beintengd skrúfumótor.
Stýrisvélin er Tenfjord SR 722BH -
300 með Monovec stýrisblaði frá Shill-
ing. Fyrir stýrisvél eru tvö sjálfstæð raf-
stýrð vökvakerfi frá Ulstein.
Hliðarskrúfurnar eru tvær frá Schottel,
af gerðinni Pump-Jet 82 RD, báðar 400
kW með 360° vinnusviði. Þær geta knú-
ið skipið áfram á allt að 7 sjómílna hraða.
Skrúfurnar virka í raun eins og miðflótta-
aflsdælur. Dæluhjólið sogar sjó undan
skipinu og þrýstir inn í pumpuhúsið. Við
pumpuhúsið er tengdur útgangur sem
hægt er að snúa, (sjá mynd.)
í skipinu eru tvær Sperre loftþjöppur,
hvor 47 m^/klst við 30 bör. Skilvindur
fyrir eldsneytis- og smurolíu eru frá
Westfalia, þrjár OSC 4-02-66 og ein
OTB-3-02-66. Austursskilja fyrir véla-
rúm er frá RWO og skilur 1 nU á sólar-
hring. Fyrir ferskvatnsöflun er Alfa Laval
eimingatæki sem afkastar 10 tonnum á
sólarhring. Vatn fyrir upphitun og böð er
hitað með kælivatnsorku dieselvéla og
221 kW Pyro miðstöðvarkatli. Pyro ket-
illinn er útbúinn með olíubrennara og
rafmagnshi turum.
í vélarúmi eru tveir 440/230 V 60/50
Hz snúnings riðbreytistöðvar, hvor 90
kV. Slökkvikerfi fyrir vélarúm notar CO^
sem er í flöskum í húsi á togþilfari. Kerf-
ið er frá Walter Kidde. Fyrir frystilest eru
tvær skrúfupressur frá Sabroe, SAB-110
FL sem nota kælimiðilinn amóníak. Þær
eru í húsi aftast bakborðsmeginn á tog-
þilfari.
Vindur, dekkbúnaður, kranar
og rannsóknabúnaður
Vindurnar eru frá Ibercisa, flestar raf-
knúnar.
Togvindurnar eru þrjár, allar með jafn-
straums rafmótorum og hafa togkraft 44
tonn við 58 m/mín og hámarkstogkraft
60 tonn. Vinduhraði við köstun er 263
m/mín á miðja tromlu. Aðaltogvindurn-
ar eru fyrir aftan vinnslusal á milliþilfari
en miðtogvindan aftarlega bakborðsmeg-
in á framlengingu bakkaþilfars.
Grandaraspilin eru fjögur fremst á tog-
þilfari, öll 11 tonn við 0-46 m/mín.
Nettromlur eru tvær, önnur 11 tonn
við 0-38 m/mín og hin 9 tonn við 0-35
m/mín. Þær eru á bakkaþilfari fýrir aftan
brú. Kapstan spilin eru tvö, annað fram
á bakka en hitt á togþilfari, bæði 4 tonn
við 0-20 m/mín. Akkerisvindan er 6
tonn við 0-10m/mín. Hún er í húsi með
tveim keðjuhjólum og útkúplanlegum
koppum sem standa út úr húsinu frammi
á bakka.
Vörpupokavindan er 6 tonn við 20
m/mín. Gilsavindurnar eru tvær, hvor
15 tonn við 0-30 m/mín. Aðrar hjálpar-
vindur eru m.a.: tvær skotvindur, 4 tonn
við 0-50 m/mín, fjórar bakstroffúvindur,
2 tonn við 45 m/mín, tvær hjálpavindur
2,5 tonn við 30 m/mín og 6 tonna vinda.
Skipið er mjög vel útbúið tækjum til
flutninga um borð. Um borð í skipinu
eru fimm kranar frá Palfmger:
Fyrir togþilfar eru tveir kranar, báðir
með vírspili. Fremri kraninn er 5 tonn
við 14 metra bómulengd og sá aftari 2,5
tonn við 16 metra bómulengd. Fram á
bakka er krani með vírspili sem er 2 tonn
við 12 metra bómu.
I CT-rými, sýnatökurými á stjórn-
borðsmeginn á togþilfari eru tveir kranar;
0,7 tonn við 7 metra og 1,5 tonn við 3,5
metra. I sama rými eru þrjár Ibercisa
vindur fýrir sýnatökur, 2 tonn, 1 tonn og
tveggja tromla vinda sem er 2/1,3 tonn,
allar með lengdarmælingu. Aðrar vindur
fyrir rannsókninr eru 2 tonn vinda með
lengdarmælingu, 5 tonna hálparvinda og
8 tonna vinda fyrir fellikjöl.
Vinnsluþilfar og lest
Helstu tæki í vinnslusal eru; hausari frá
Baader af gerðinni 429, Marel fisk-
vinnslukerfi, tveir plötufrystar frá Sabroe,
hvor 10 tonn á sólarhring og Sabroe ísvél
sem framleiðir 1,5 tonn á sólarhring.
Lestin er 140 rúmmetra frystilest, -
30°C. að auki er 16 rúmmetra frystiklefi
fýrir rannsóknasýni, -30°C.
Verktakar og birgjar sem komu að
smíði Árna Friðrikssonar RE-200
Skipasýn hf. Hönnun og ráðgjöf
Skipasmíðstöðin Asmar, Talcahuano,
Chile skipasmíði
B.P. skip efh.
Umboðsaðili fýrir Asmar
Naust Marine Rafbúnaður og spil
Skipsteknisk Design Fellikjölur
Skipsteknis Laboratorium Módelprófun
Lloyds Register Fiokkun
Framtak Rafbúnaður
Hekla Dieselvélar
Samey Rafbúnaður
Atlas Þilfarskranar
Marel Vinnslukerfi
Hampiðjan Veiðarfæri
Friðrik A. Jónsson ehf. Simrad mælitæki
ísmar Scanmar litaskjár og trollaugu
Radíómiðun Maxsea tölva
Meðbyr JRC tæki
Brimrún rafeindatæki
R.Sigmundsson siglingatæki og sónar
Afl ehf. Gagnasöfnunarkerfi
Örgjafinn Iskastarar
A.Karlsson hf. Tæki í eld- og þvottahús
Sínus Loftnetskerfi
Slippfélagið Hempels skipamálning