Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 31
segir í nýrri skýrslu Hafró að veiðistofn sé aðeins 756 þúsund tonn að stærð eða 314 þúsund tonnum minni en gera mætti ráð fýrir að hann væri nú með jöfnum vexti milli ára. Niðurstaðan virðist vera sú að stofninn hafi ekki bara minnkað um það sem veitt var, eða um 260 þúsund tonn, heldur um 50 þúsund tonn umfram það. Þorskstofninn hefur því minnkað um 29,3%. Það er því miklu nær að tala um að stofninn hafi minnkað um 30% milli ára en ekki 20% eins og Hafró hefur haldið fram,“ segir Guðjón. Hann segir þessa minnkun milli ára ekki fá staðist, jafnvel þó gert sé ráð fyrir því mikla brottkasti þorsks sem nú á sér stað vegna „kvótabraskkerfisins", sem hann kallar svo - og brottkastið telur Guðjón að geti numið tugum þúsunda tonna árlega. „Skekkjumörk upp á 20-30% milli ára gera tillögur frá Hafró nú ekki trúverð- ugar í ljósi þess að ráðgjöf var fylgt. Ég tel það eigi ekki að skerða þorskaflann frá því sem nú er, en vonandi verður umræða á vitrænum nótum um það að taka hér upp annað og betra veiðikerfi heldur en það kvótabrasks- og brottkastskerfi sem við nú notum og engum árangri skilar til uppbyggingar á botnfiskstofnum. „Niðurstaóan virðist vera sú að stofninn hafi ekki bara minnkað um það sem veitt var, eða um 260 þúsund tonn, heldur um 50 þúsund tonn umfram það. Þorskstofninn hefur því minnkað um 29,3%," segir Guðjón Arnar Kristjánsson. Oskum Hafrannsóknarstofnunni til hamingju með nýjan og glæsilegan Árna Friðriksson RE 200 r I skipinu er rafbúnaður frá Framtaki FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahraunl l-lb Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Netfang: info@framtak.ls Heimasíða: http://www.framtak.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.