Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 32

Ægir - 01.11.2000, Side 32
VELBUNAÐUR SKIPA Olís þjónustar skipin: Olían skiptir miklu um endingu vélbúnaðarins „í gegnum árin hefur byggst upp mjög fjölbreytt og viðamikil þjónusta hjá okk- ur við skipaflotann hvað snertir eldneyti og olíur. Fyrir utan eldneytið sjálft þá snýst verkefnið um alls kyns tæknilega þjónustu, ráðgjöf um olíunotkun, útgáfu smurkorta fyrir hvert og eitt skip og þannig mætti áfram telja. Að mínu mati er það þjónusta á breiðum grundvelli sem útgerðunum er mikilvægast að fá þegar allt kemur til alls. Og rétt notkun olíu er mikilsverður þáttur varðandi endingu vélbúnaðarins um borð,“ segir Kristinn Leifsson hjá Olís. „Utgerðirnar leita til okkar með fyrir- spurnir um olíur, notkun þeirra og eigin- leika og að baki okkar ráðgjöf eru ýmsar rannsóknir sem við byggjum okkar upp- lýsingagjöf á. Við gerum því snöggtum meira fyrir skipaflotann en sinna bara eldsneytisþættinum, en við fáum líka mikið af fyrirspurnum sem snúa að þeim lið,“ segir Kristinn. Svokölluð smurkort fyrir skip eru gerð hjá olíufélögunum fyrir sína viðskipta- menn og fela þá í sér nákvæmar upplýs- ingar fyrir vélstjórana um olíugerðir, allt frá feiti til eldsneytis. Ekki er óvarlegt að ætla að í stærstu skipum geti verið 10-20 mismunandi olíugerðir í notkun á hverj- um tíma, enda margt í starfsemi hvers skips sem byggist á olíu. „Eg átti t.d. von á að glussakerfinu yrðu smám saman að víkja fyrir rafmagnsmótorum en raunin hefur orðið önnur og ekki að sjá annað en vélbúnaður fiskiskipa byggist áfram á ol- íum,“ segir Kristinn. Hann hælir íslenskum vélstjórum fyrir mikinn áhuga á fyrirbyggjandi viðhaldi og telur óhætt að fullyrði að viðhalds- þáttur fiskiskipa fari batnandi með hverju árinu. „Við sjáum t.d. að notkun tölvuforrita til að halda utan um skrán- ingu viðhalds er mjög vaxandi en grund- vallaratriðið er að útgerðarmenn séu til- búnir að verja fjármunum í reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald og það eru þeir í vaxandi rnæli," segir Kristinn. Kristinn Leifsson hjá Olís. Ferskur & fróðlegur Áskrifarsími 5510500

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.