Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 7

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 7
o Allt líf þjóðar vorrar liefur frá öndverðu verið barátta við náttúruöfl, barátta við sjóinn og barátta við moldina. Þjóð vor liefur á undanförnum árum unnið stórsigra í barátt- unni við Ægi. Vér Islendingar erum langmesta fiskiþjóð í lieimi, miðað við íbúatölu. Flestar framfarir síðustu áratuga liafa orðið fyrir gull það, er sótt hefur verið í greipar Ægis, og' undir forystu vísindalegra rannsókna mun lialdið áfram á þessari braut. í baráttu við moldina hefur orðið minna ágengt. Erlendur vísindamaður hefur nýlega sagt, að svo virðist sem í þessari viðureign manns og moldar á Islandi, liafi moldin, fram að þessum tíma, borið sigur af hólmi. I landbúnaði stöndum vér enn langt að baki öðrum þjóðum og ótal verðmæti í jörðu hafa enn ekki verið hagnýtt, þótt nú rofi fyrir nýjum degi. Landið er að mestu ónumið og ný landnámsöld er liafin. Til þessarar baráttu, að gera sér jörð- ina undirgefna, að drottna yfir auðæfum sjávar, að sigrast á andstöðu loftsins, eruð þér kvaddir, ungir stúdentar, er ég í dag býð velkomna. Starfið er margt, og því er það ósk háskólans, að liver og einn geti búið sig undir lífsstarf sitt á því sviði, er liann finnur hæfileika sína mesta. Fjölbreytni báskólanáms er jafn æskilegt og margbreyttar tegundir fæðu til viðhalds líkamanum. A þessum tímum hins nýja land- náms er meiri þörf á mönnum með hagnýtri þekkingu á öll- um verklegum sviðum en á fræðigreinum þeim, sem stundað- ar hafa verið áður, þótt þær séu einnig nauðsynlegar. Vér fögnum því, að hafin hefur verið kennsla í verkfræði, og híðum þess, að reynslan skeri úr um framtíð þessarar fræði- greinar við liáskólann. Kennsla í viðskiptafræði mun hráð- lega verða lögð undir háskólann. Er sú breyting eðlileg og sjálfsögð, enda eindregin ósk allra stúdenta þeirra, er þessi fræði lesa. Tungumálanám mun þroskast við háskólann á næstu árum og er nú í fvrsta skipti veitt kennsla í suður- landamálum, í ítölsku og spænsku. Eftir nokkur ár vonum vér, að kennsla í náttúruvisindum verði tekin upp og gert er ráð fyrir kennaradeild, og er þvi fvrirsjáanlegt, að þessi stofnun mun enn taka miklum breytingum á næstu árum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.