Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Qupperneq 8
6
Ég geri ráð fyrir, að öll þessi mál verði komin í framkvæmd
eftir 10—20 ár og er þá háskólinn fullskipaður. En á þess-
um árum mun hið innra lif einnig taka breytingum. Sam-
timis hinni andlegu þjálfun hinna ungu menntamanna mun
einnig keppt að því að stæla likama þeirra með íþróttaiðk-
unum. Er nú þegar hafinn undirbúningur undir skipulagða
iþróttakennslu, og er keppt að því marki, að liver einasti
stúdent, sem er likamlega heilljrigður, stundi íþróttir og
ljúki prófi í þeim eftir 2 ár, og verði þetta slcilyrði þess, að
hann fái að ganga undir emhættispróf, en að þessum 2 ár-
um liðnum fái liann tækifæri til frjálsra iþróttaiðkana á
meðan hann dvelst við háskólann. íþróttakennsla þessi á
eingöngu að miða að því að þjálfa samtimis líkama og sál
á mikilsverðustu þroskaárum Iiinna ungu nemanda og skapa
nýja kynslóð stúdenta, djarfhuga og þróttmikla með full-
komnu samræmi andlegra og líkamlegra hæfileika. Mun þá
háttprýði og' snyrtimennska verða ráðandi i fari þeirra, og
er þeir gerast embættismenn, munu þeir verða færari að
gegna hinum vandasömu störfum, er þeirra híða.
Er þess vænzt, að tillögur háskólaráðs um íþróttaþjálfun
verði lögfestar á næsta Alþingi, enda hefur rikisstjórn lofað
þeim stuðningi sínum. Svipað fyrirkomulag er nú ráðandi
við ýmsa erlenda háskóla, t. d. í Bandaríkjunum og á Þýzka-
landi og við einn eða fleiri háskóla í Svíþjóð. í þessu sam-
handi er vert að minnast þess, að nákvæm læknisskoðun
allra stúdenta fer nú fram við háskóla vorn tvisvar sinnum
á námstíma hvers, og hefur svo verið um nokkur ár. Mun
háskóli vor að þessu leyti standa framar en flestir aðrir
háskólar. Ýmis önnur mál, er snerta líf og störf háskólans,
munu verða athuguð og levst á næstu árum. Eitl af þeim
er hin mikla aðsókn stúdenta í sumar deildir háskólans, eink-
um læknadeild. Háskólinn hefur bent ríkisstjórn og Alþingi
á þá miklu hættu, er stafað getur af offjölgun lækna í land-
inu. Hefur hann beðið um heimild til þess að takmarka að-
gang i sumar deildir, einkum læknadeild, og er fyrirsjáan-