Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Síða 9
legt, að þessum ráðum verður að beita og verður það auð-
veldast á þann hátt, að opna stúdentum samtímis nýjar
námsleiðir við háskólann. Hlutverk háskóla vors er að skapa
dugandi embættismenn og starfsmenn á öllum þeim svið-
um, er þjóðfélaginu mega að gagni koma, en ekki að skapa
akademiskan öreigalýð og láta tilviljun eina ráða, hvort of
margir kandidatar í ýmsum fræðigreinum taki próf, er
síðan geti aldrei liaft not þeirrar þekkingar, er þeir liafa
öðlazt í harðri baráttu á beztu árum ævinnar. Háskóli vor
hefur frá byrjun starfsemi sinnar, og ekki sizt á þessu ári,
orðið mikilla vinsælda var meðal þjóðarinnar. Hafa þær,
meðal annars, komið í ljós á þann hátt, að margir liafa
stofnað sjóði til þess að hlynna að vísindalegum störfum
við liáskólann. Fvrir nokkrum dögum færði prófessor Guð-
mundur Hannesson mér sjóð, rúmlega 5000 kr., er nefnist
Framfarasjóður stúdenta og er stofnaður af nokkrum
stúdentum, er tóku stúdentspróf 1887 og 1888. Nefndist sjóð-
urinn uppbaflega Menningarsjóður íslands, en markmið
lians er að styðja íslenzka menningar- og framfaraviðleitni,
einkum það, sem vænlegast þætti til þess að efla atvinnu-
vegi vora og bæta efnalega afkomu almennings. Þegar sjóð-
urinn er orðinn 10000 kr. má verja hálfum vöxtum í þessu
augnamiði. En til þess er ætlazt, að sjóðurinn vaxi á þann
hátt, að hver sá, er embættisprófi lýkur, sjái sóma sinn í
því að skuldbinda sig til þess að leggja í liann ákveðna upp-
hæð einu sinni á ævinni, og ekki síðar en 5 árum eftir að
hann er kominn í embætli, eins og til var ætlazt í upphafi.
Sú hugsun, er að baki þessarar sjóðstofnunar liggur, er
fögur, og vænti ég, að hún megi bera ávöxt á komandi árum.
Um leið og ég þakka fyrir þessa gjöf, flyt ég einnig þeim
akademisku félögum og einstökum mönnum þakkir fyrir
gullkeðju þá, er þeir í dag hafa gefið háskólanum og rektor
hans á að bera við hátíðleg tækifæri.
Ég liefi þá í stórum dráttum degið upp mynd af fram-
tíðaráformum háskóla vors. Margt er ógert og margt er ófull-