Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 10
8 komið, en vér lifum í þeirri von, að framtíðin beri full- komnunina i skauti sínu eða eins og letrað er yfir dyrum erlends skóla: præsens imperfectum perfectum futurum. En yður, ungu stúdentar, er nú lcggið út á námsbrautina og njótið margs konar lilunninda og meiri en allir þeir stúdent- ar, er á nndan yður iiafa gengið á voru landi, bið ég að minn- ast þess, á þessum örlagaríku tímum, að á yður hvílir nú meiri ábyrgð en nokkru sinni áður. Þjóð vor getur því að- eins vænzt þess að öðlast sjálfstæði sitt aftur, að vér séum allir samtaka um að gæta sóma landsins og standa saman um að vernda þá menningu, er þúsund ára barátta þjóðar- innar hefur skapað. Vér eigum að minnast þess, að vér erum af göfugu bergi brotnir, eigum eina af fegurstu og' merkileg- ustu tungum í heimi og höfum skapað bókmenntir, er skipa oss sæti meðal öndvegisþjóða heims. Þjóðarmetnaður vor á að kenna oss að bera böfuðið hátt og horfa fránum augum til framtiðarinnar og þola hvergi ranglæti né yfirtroðslur, hvaðan sem þær koma. Orð skálda vorra, er sungið hafa um hugsjónir frelsisins á siðastliðnum 100 árum, eru ekki draum- órar fárra manna: Frelsi, — vor eflandi, yngjandi von, sem ísland skal reisa og skipa því vörð er fjöregg vort og frumskilyrði alls lífs, allra veraldlegra og andlegra gæða. Þjóð vor kallar á yður og á alla æskumenn landsins að skipa yður í fylkingu þeirra manna, sem eru reiðubúnir að berjast fyrir þessa bugsjón og að helga allt sitt líf þeirri baráttu. Ég geri þá kröfu til yðar, að öll fram- koma yðar sé mótuð af hugsuninni um sæmd þjóðarinnar, sóma liáskólans og virðingu sjálfs yðar. Með þessum orðum býð ég yður velkomna til náms og tek af yður þau loforð, að ])ér virðið lög og reglur háskólans. Þá hlutti próf. Ólafur Lárusson erindi: Straumhvörf i fjár- munaréttinum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.