Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 13
11
var Benedikt Jakobsson. Með breytingum þeim á háskólalög-
unum, sem afgreiddar voru á síðasta Alþingi, voru íþróttir
gerðar skyldunámsgrein fyrir alla stúdenta fyrstu 2 náms-
árin. Skýrsla um iþróttaiðkanir stúdenta er prentúð á bls.
74—/5.
1. Tannlækningar. Fyrir forgöngu landlæknis voru á Al-
þingi sett lög um að koma á kennslu í tannlækningum í
læknadeild. Lögin eru prentuð á bls. 76.
5. Almennt háskólapróf. I nefnd til þess að athuga til-
lögur Vilmundar landlæknis Jónssonar og' dr. Símonar Jóh.
Agústssonar um almennt háskólapróf voru kosnir prófessor-
arnir dr. Agúst II. Bjarnason, Ásmundur Guðmundsson og
Niels Dungal.
Fyrirlestrar fyrir almenning. Strax þegar flutt var í hin
nýju húsakynni, var tekin upp sú nýbreytni, að kennarar há-
skólans fluttu fyrirlestra fyrir almenning i hátíðasalnum.
Voru fyrirlestrarnir fluttir á sunnudögum kl. 2, og urðu þeir
mjög vinsælir, svo að oft varð fjöldi manns frá að hverfa.
Þessir fyrirlestrar voru fluttir:
Próf. dr. Ágúst H. Bjarnason: Verðmæti mannlegs lífs
(3. nóvember).
Próf. Níels Dungal: Áhrif skammdegis á heilsu manna
(24. nóvember).
Próf. fíuðmnndur Thoroddsen: Krabbamein (18. des.).
Próf. dr. Magnús Jónsson: Guðmundur biskup góði
(19. janúar).
Próf. dr. Sigurður Nordal: Gunnhildur konungamóðir
(23. febrúar).
Próf. Ólafur Lárusson: Hefndir (16. marz).
Voru þessir fyrirlestrar, ásamt fvrirlestri próf. dr. Ágústs
H. Bjarnasonar á háskólahátíð 1939 og próf. ólafs Lárus-
sonar á háskólahátíð 1940, gefnir út haustið 1941 með titlin-
um Suintíð og saga /. Er fyrirhugað að lialda áfram að gefa
út háskólafvrirlestra með þessum titli.