Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 18
16
Styrktarsjóður handa ísfirzkum stúdentum. Svolátandi til-
kynning harst háskólanum í símskeyti frá ísafirði 29. nóv-
ember 1910:
Levfi mér að tilkynna yður, að svofelld tillaga var sam-
þykkt á félagsfundi Styrktarsjóðs verzlunarmanna á ísafirði
27. f. m. i tilefni af 50 ára starfsemi sjóðsins í dag. Gefa Ilá-
skóla íslands 10000 —- tíu þúsund — krónur, er skulu vera
stofn að sérstökum sjóði til styrktar námsmönnum frá Isa-
firði við væntanlega viðskipta- eða verzlunardeild háskólans.
Stjórn félagsins skal sjá um, að samið verði uppkast að skipu-
lagsskrá fvrir sjóð þenna og ber að leggja það fyrir næst-
komandi aðalfund til samþykktar. A aðalfundi félagsins
næstkomandi janúarmánuði má vænta þess, að tillagan fái
fullnaðarsamþykki og komi þá til framkvæmda.
Fyrir bönd styrktarsjóðsins.
Matthías Ásgeirsson.
Minningarsjóður Páls Bjarnasonar skólastjóra í Vestmanna-
eyjum. Nokkur félög og' einstaklingar liafa stofnað sjóð til
minningar um Pál Bjarnason skólastjóra, og er verkefni lians
að verðlauna ritgerðir um náttúrufræði Veslmaimaeyja. Stofn-
fé sjóðsins cr kr. 1056.21. Gefendur óskuðu þess, að sjóðurinn
væri í vörzlum liáskólans, og afhenti frú Dýrfinna Gunnars-
dóttir, ekkja Páls Bjarnasonar, báskólanum sjóðinn.
Gjafir til háskólans. Frú Anna Friðriksson, eigandi Hljóð-
færahúss Reykjavikur, gaf háskólanum konsertflygil í liátíða-
salinn.
Bjarni Jensson, Hólum við Kleppsveg, gaf háskólanum út-
skorinn ritfangakassa, sem liafði verið í eigu próf. Björns
Ólsens, og skal kassinn vera í vinnulierljergi kennarans i ís-
lenzkri bókmenntasögu i háskólanum.
Dánargjöf. Háskólanum hefur verið tilkynnt, að Thomas
J. Knudsen í Boston liafi í erfðaskrá ánafnað báskólanum
liluta af eigum sínum. Skiptum á dánarbúinu er ekki lokið.