Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 44

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 44
42 II. í II. borgararétti: Hverju máli skiptir lilvist aðalskuld- ar um gildi ábyrgðar? III. I refsirétti: Skýrið 41. gr. heguingarlagaima frá 1869. IV. í stjórnlagafræði: Lýsið reglum stjórnarskrárinnar um bráðabirgðalög. V. I réttarfari: Hverjar eru verkanir kyrrsetningar á fjár- munum? Munnlega prófið fór fram 17., 19., 20. og 21. maí. II. Síðari hluti embættisprófs. Undir prófið gekk Eirikur Pálsson. Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: í II. borgararétti (þ. e. kröfu- og hlutarétti), refsirétti og réttarfari bin sömu sem í skriflegu embættisprófi í maí- mánuði. Raunhæft verkefni: A, starfsmaður i verzlun, fæddur 1. janúar 1915, pantar 1. des. 1935 búsgögn lijá húsgagnasal- anum B, og skulu þau aflient eftir 2 mánuði. Segir B, þegar pöntunin er gerð, að húsgögnin muni kosta ca. 2000 krónur. Húsgögnin eru ekki fullsmíðuð og afhent fvr en 15. febr. 1936, þrátt fyrir kröfu A um að fá þau 1. febr., samkvæmt hinu upphaflega loforði. Við afhending húsgagnanna áskilur B sér i votta viðurvist eignarrétt að þeim, unz verð þeirra sé að fullu greitt. A tekur við þeim atlmgasemdalaust. Um næstu mánaðamót fær A reikning frá B fyrir búsgögnunum að upphæð kr. 2500.00, en neitar að greiða hann. B höfðar þá mál gegn A fyrir bæjarþingi. A krefst frávísunar, þar sem málið hevri undir sjó- og verzlunardóm. Til vara krefst hann sýknu að öllu eða nokkru leyti og ber fyrir sig, að hann hafi verið ófjárráða, þegar pöntunin var gerð, að honum hafi verið lofað húsgögnunum fvrir kr. 2000.00 og að verulegur dráttur hafi orðið á afhendingunni. Aður en dómur gengur i málinu lætur C, sem á 1500 króna dómkröfu á hendur A, gera fjárnám fyrir henni í húsgögn- unum, sem enn eru í vörzlum A. Ilvernig er réttarstaða A, B og C livers gagnvart öðrum?

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.