Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 49

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 49
47 Æviágrip dr. phil. Frank le Sage de Fontenay. Ég Frank le Sage de Fontenay er fæddur 24. september 1880 á Unnerupgaard hjá Helsinge á Sjálandi. Foreldrar mínir voru Frederik Edvard le Sage de Fontenay óðalsbóndi (1847—1911) og kona hans Marie Sophie Jensen (1856—1937). Ég tók stúdentspróf frá lærða skól- anum i Frederiksborg á Sjálandi 1899, og fékk ég þá þegar Garðstyrk og Garðvist, sem ég héit til 1903, og hafði það mikla þýðingu fyrir mig, eins og síðar verður á vikið. Árið 1906 lauk ég prófi sem cand. mag. í sögu við háskólann í Kaupmannahöfn, og var síðan starfsmaður við Konunglega bókasafnið þar 1906—1907. Eftir það stundaði ég kennslu við ýmsa skóla í Kaupmannahöfn, unz ég 1909 var skipaður undir- skjaiavörður í utanríkisráðuneytinu, en þar var ég skipaður skjala- vörður 1914. Arið 1924 var ég skipaður sendiherra Danmerkur á ís- iandi, og i þeirri stöðu er ég enn. Hinn 7. desember 1927 gekk ég að eiga Guðrúnu Sigriði Eiríksdóttur (f. í Reykjavík 6. júlí 1903), dóttur hjónanna Eiríks Bjarnasonar járnsmiðs í Reykjavik (f. 1866) og Guð- rúnar Heigadóttur (f. 1878); er hann ættaður veslan af Fjörðum, en hún er af Þerneyjarætt, sem er kunn hér syðra. Á árunum 1917—1922 var ég-formaður fyrir Historisk Samfund, og 1919—1924 var ég í stjórn í Historisk Forening. Árið 1917 sæmdi konungur mig riddarakrossi Dannebrogsorðunnar, 1923 heiðursmerki Dannebrogsmanna, 1930 stór- krossi Fálkaorðunnar og 1931 stórriddarakrossi Dannebrogsorðunnar af öðrum flokki; auk þess hefi ég verið sæmdur nokkrum eriendum heiðursmerkjum. Loks sæmdi Háskóli íslands mig 24. september 1940 nafnbótinni doctor philosophiae honoris causa. Þegar á stúdentsárum mínum fór ég að fást við sögu og menningu Austurlanda og lagði sérstaklega stund á arabísku, sem ég nam undir iiandleiðslu J. Östrups prófessors. Síðan hefi ég samið allmörg rit um þessa fræðigrein, sem ekki er stunduð neitt að ráði í Danmörku, ásamt mörgum tímaritsgreinum, og visast um rit þessi og greinar í skrá þá um ritverk mín, sem birtist hér á eftir. Ég hefi og ritað nokkuð um þetta efni á íslenzku, meðal annars í „Skírni“, og reynt að gera saman- burð á lundarfari og iífsvenjum liinna fornu islenzku höfðingja og Bedúínahöfðingjanna. Þá flutti ég veturinn 1939—1940 fyrirlestraflokk í Háskóla íslands um uppruna og áhrif Múhameðslrúar, og notaði fyrir- lestrana síðan sem uppistöðu í bók á íslenzku um sama efni, en miklu víðtækari, og birtist iiún 1940 (sbr. skrána um ritverk mín). Meðan ég var skjalavörður utanríkismálaráðuneytisins, hóf ég á vegum þess útgáfu með nútíma sniði á nýrri utanríkissamningum Danmerkur, og nokkrum árum síðar samdi ég, að undirlagi þess, sögu

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.