Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Síða 49

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Síða 49
47 Æviágrip dr. phil. Frank le Sage de Fontenay. Ég Frank le Sage de Fontenay er fæddur 24. september 1880 á Unnerupgaard hjá Helsinge á Sjálandi. Foreldrar mínir voru Frederik Edvard le Sage de Fontenay óðalsbóndi (1847—1911) og kona hans Marie Sophie Jensen (1856—1937). Ég tók stúdentspróf frá lærða skól- anum i Frederiksborg á Sjálandi 1899, og fékk ég þá þegar Garðstyrk og Garðvist, sem ég héit til 1903, og hafði það mikla þýðingu fyrir mig, eins og síðar verður á vikið. Árið 1906 lauk ég prófi sem cand. mag. í sögu við háskólann í Kaupmannahöfn, og var síðan starfsmaður við Konunglega bókasafnið þar 1906—1907. Eftir það stundaði ég kennslu við ýmsa skóla í Kaupmannahöfn, unz ég 1909 var skipaður undir- skjaiavörður í utanríkisráðuneytinu, en þar var ég skipaður skjala- vörður 1914. Arið 1924 var ég skipaður sendiherra Danmerkur á ís- iandi, og i þeirri stöðu er ég enn. Hinn 7. desember 1927 gekk ég að eiga Guðrúnu Sigriði Eiríksdóttur (f. í Reykjavík 6. júlí 1903), dóttur hjónanna Eiríks Bjarnasonar járnsmiðs í Reykjavik (f. 1866) og Guð- rúnar Heigadóttur (f. 1878); er hann ættaður veslan af Fjörðum, en hún er af Þerneyjarætt, sem er kunn hér syðra. Á árunum 1917—1922 var ég-formaður fyrir Historisk Samfund, og 1919—1924 var ég í stjórn í Historisk Forening. Árið 1917 sæmdi konungur mig riddarakrossi Dannebrogsorðunnar, 1923 heiðursmerki Dannebrogsmanna, 1930 stór- krossi Fálkaorðunnar og 1931 stórriddarakrossi Dannebrogsorðunnar af öðrum flokki; auk þess hefi ég verið sæmdur nokkrum eriendum heiðursmerkjum. Loks sæmdi Háskóli íslands mig 24. september 1940 nafnbótinni doctor philosophiae honoris causa. Þegar á stúdentsárum mínum fór ég að fást við sögu og menningu Austurlanda og lagði sérstaklega stund á arabísku, sem ég nam undir iiandleiðslu J. Östrups prófessors. Síðan hefi ég samið allmörg rit um þessa fræðigrein, sem ekki er stunduð neitt að ráði í Danmörku, ásamt mörgum tímaritsgreinum, og visast um rit þessi og greinar í skrá þá um ritverk mín, sem birtist hér á eftir. Ég hefi og ritað nokkuð um þetta efni á íslenzku, meðal annars í „Skírni“, og reynt að gera saman- burð á lundarfari og iífsvenjum liinna fornu islenzku höfðingja og Bedúínahöfðingjanna. Þá flutti ég veturinn 1939—1940 fyrirlestraflokk í Háskóla íslands um uppruna og áhrif Múhameðslrúar, og notaði fyrir- lestrana síðan sem uppistöðu í bók á íslenzku um sama efni, en miklu víðtækari, og birtist iiún 1940 (sbr. skrána um ritverk mín). Meðan ég var skjalavörður utanríkismálaráðuneytisins, hóf ég á vegum þess útgáfu með nútíma sniði á nýrri utanríkissamningum Danmerkur, og nokkrum árum síðar samdi ég, að undirlagi þess, sögu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.