Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 53

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 53
Æviágrip dr. med. Guðmundar Hannessonar. Hann er fæddur 9. sept. 18(iG á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, en ólsl upp á Eiðsstöðum í sömu sveit lijá foreldrum sínum Hannesi Guðmunds- syni og Halldóru Pálsdóttur og vandist þar allri sveitavinnu og smíð- um, þvi að faðir hans var góður smiður á málm og tré. Hann lærði undir skóla hjá séra Páli Sigurðssyni á Hjaltabakka og séra Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli. Stúdentspróf tók liann 1887 með I. einkunn (89 st.) og lærði siðan læknisfræði í háskólanum í Kaupmannahöfn. Læknisprófi lauk iiann í jan. 1894 með I. einkunn (197% st.). Eftir prófið kynnti liann sér augnlækningar lijá Hansen-Grut prófessor og gekk jafnframt á spítala. Þann 13. april 1894 var liann settur héraðslæknir í Norður-Múla- sýslu, en tók aldrei við því starfi, því að 30. júni s. á. var liann settur héraðslæknir í Skagafirði, en þá tók héraðið yfir Sauðárkrókshérað og mestan hluta Hofsósliéraðs. Þar var þá ekkert sjúkraskýli, en eigi að síður varð að gera margar aðgerðir, þar á meðal 13 holskurði fyrsta árið, en þá aðgerð hafði hann ekki séð á námsárunumi A Sauðárkróki starfaði hann aðeins í rúmt ár. Bráðabirgðasjúkra- skýli liafði þá verið sett á fót og nauðsynleg endurbót verið gerð á vatnsbóli hæjarins. Þaðan fór liann til Kaupmannahafnar og starfaði þar á sjúkrahúsum rúmlega iiálft ár. Þann 6. mai 1896 var hann settur héraðslæknir i Eyjafirði og veitt héraðið 14. sept. s. á. Það tók þá yfir Akureyrar- og Svarfdælahérað og nokkurn liluta Grenivíkurhéraðs. Hann starfaði þar i 11 ár. — Auk almennra læknisstarfa kom liann þar upp nýju sjúkrahúsi og læknis- bústað og gerði sjálfur uppdrætti að hyggingum þessum. Þá ritaði hann og greinaflokk í Bjarka (1899) um endurbót á húsakynnum alþýðu og fékk þvi komið til leiðar, að fenginn var sérfróður maður til þess að leiðbeina bændum í húsagerð. Hann kom og á fót nýrri prentsmiðju á Akureyri (nú Odds Björnssonar), lestrarfélagi milli lækna norðan- og austanlands og gaf út fjölritað læknablað i nokkur ár. Eftir aldamótin fór hann, af sérstökum atvikum, að liugsa um lands- mál, sérstaklega afstöðu vora til Danmerkur, og ritaði síðan bækling um það mál (í afturelding. Ak. 1906). Var þar haldið fram fullkominni rikisstefnu og fullveldi landsins. Sú stefna sigraði á fáum árum. Þann 19. apríl 1907 var honum veitt héraðslæknisembættið í Reykja- vik og fylgdi því kennsla við læknaskólann í líffærafræði, heilsufræði og fæðingarfræði.1) — Þann 22. sept. 1911 var hann skipaður prófessor við háskólann og skömmu síðar liætti liann læknisstörfum. Honum var 1) Síðar lífeðlisfræði.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.