Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 78

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 78
76 setningar en samþykkt leyfir, er háskólaráði lieimilt að setja, í samráði við hverja deild, ákvæði um, eftir hverjum reglum hinni tilteknu tölu sé veittur aðgangur að deildinni. Nú er aðgangur að háskóladeild takmarkaður, og gelur liáskólaráð þá mælt svo fyrir, að stúdentum þeim, sem í deildinni eru, skuli skylt að sýna í lok hvers kennslumisseris vottorð kennara deildarinnar um, að þeir hafi stundað nám í deildinni það kennslumisseri. 3. gr. — Aftan við 20. gr. laganna bætist: eða 2 kennslumisseri, sé að- gangur að deild þeirri, sem hann er skrásettur í, takmarkaður samkv. 2. málsgr. 15. greinar. 4. gr. — 22. gr. laganna orðist þannig: í reglugerð háskólans skulu sett ákvæði um próf, bæði undirbúnings- próf og fulinaðarpróf, um námsgreinar þær, er prófa skal í, um ein- kunnagjafir og hversu háa einkunn þurfi til að standast prófið, bæði í einstökum prófgreinum og i aðaleinkunn. Skipta má fullnaðarprófi i fleiri liluta og kveða á um það, livað líða megi lengstur eða skemmstur timi milli þess, að einstakir liluta prófsins eru teknir. Einnig má setja fyrirmæli um það, að stúdent, er ganga vill til prófs, skuli áður liafá lokið undirbúningsprófum eða notið kennslu í tilteknum greinum á námskeiðum, í æfingaflokkum eða við verklegt nám, þar á meðal að hann hafi notið kennslu í iþróttum ekki skemur en 4 kennslumissiri. Lög- um breyting á lögum nr. 44 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir ísland. 1. gr. — Tölurnar „60“ og „6“ i b-iið 1. greinar verða: 80 og 8. 2. gr. — Á undan tölunni „5000“ í c-lið 1. greinar koma orðin: ekki færri en. 3. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög urn tannlæknakennslu við læknadeild háskólans. 1. gr. — Stofna skal til tannlæknakennslu við læknadeild háskólans. 2. gr. — Þeir, stúdentar, sem leggja vilja stund á tannlæknanám og ljúka tannlæknaprófi, skulu hafa lokið miðhlutaprófi í læknisfræði. Að öðru leyti skal kveðið á um tilhögun kennslunnar i reglugerð. 3. gr. — Til þess að annast tannlæknakennsluna skal skipa sérstakan dósent við læknadeildina og tannsmið. Aukakennslu má fela stundakenn- urum. Dósentinn nýtur sömu réttinda og aðrir dósentar háskólans. Ráð- herra ákveður tannsmið og stundakennurum laun, er greiðast úr ríkis- sjóði. 4. gr. — Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.