Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 81
79
IX. Erlend tungumál og bréfaskriftir.
Tvö erlend tungumál (frjúlst val milli ensku, þýzku og frönsku).
4 st. vikul. í 4 miss. og 2 st. vikul. í 2 miss. = 20 st.
X. Forspjallsvísindi.
4 st. vikul. i 2 miss. = 8 st.
Enn fremur verða stúdentarnir að taka þátt í námskeiði í
vélritun.
Stúdentum, sem leggja stund á nám í viðskiptafræði, er ráðlagt að
haga námi sinu svo sem liér segir:
Á 1. ári.
1. Sækja 3 st. vikul. bæði misserin i alm. reksturshagfræði og lesa
annað bindið af Gylfi Þ. Gíslason: Alm. reksturshagfræði.
2. Sækja 2 st. aiíhað misserið í sérgreindri reksturshagfræði (iðnaðar-,
verzlunar- eða bankarekstursfræði) og lesa bók þá, sem lögð er til
grundvallar í greininni.
3. Sækja 4 st. vikul. haustmisserið og 3 st. vormisserið í alm. þjóðhag-
fræði og lesa Ely & Hess: Outlines of economics.
4. Sækja 2 st. vikul. bæði misserin í almennri lögfræði.
5. Sækja, ásamt lögfræðistúdentum, vissa tima í kröfurétti og tíma í
félagarétti, ef yfir liann er farið á því ári.
(i. Sækja 3 st. vikul. bæði misserin í bókfærslu og lesa Gylfi Þ. Gísla-
son: Nokkur undirstöðuatriði tvöfaldrar bókfærslu og Arni Björns-
son: Bókfærsla, og fylgjast að því búnu með, er kennarinn fer yfir
ýms erfiðari bókfærsluatriði.
7. Sækja 2 st. vikul. bæði misserin i viðskiptareikningi og lesa Stein-
þór Sigurðsson: Viðskiptareikningur.
8. Sækja 4 st. vikul. bæði misserin í tveim erlendum tungumálum
(ensku, þýzku, frönsku), 2 st. i hvoru fyrir sig.
9. Sækja 4 st. vikul. bæði misserin í forspjallsvísindum.
10. Taka þátt í námskeiði í vélritun.
Á 2. ári.
1. Sækja 3 st. vikulega bæði misserin í alm. reksturshagfræði og lesa
það bindið af Gylfi Þ. Gíslason: Ahnenn reksturshagfræði, sem ekki
hafði verið farið yfir á 1. ári.
2. Hlýða á fyrirlestra um fjáröflun fyrirtækja eða peninga- og fjar-
magnsviðskipti 2 st. vikul. annað misserið.
3. Sækja 2 st. vikul. annað misserið i sérgreindri rekstursliagfræði og
lesa bók þá, sem lögð er til grundvallar i greininni.
4. Sækja 4 st. vikulega haustmisserið og 3 st. vikulega vormisserið í