Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 85
leyfir. Skal hann gera skrá ura nöfn þeirra manna, sem liann afhendii'
lykla, og að hvaða stofuin þeir gangi.
6. gr. — Umsjónarmaður skal gæta nákvæms sparnaðar i öllum slörf-
um sinum og hafa eftirlit með því, að ekki sé eytt um of kolum, raf-
magni né ræstingarvörum. Ilann skal framkvæma sjálfur sem mest af
rainna liáttar viðgerðum.
7. gr. — Umsjónarmaður skal annast þau störf, sem háskólakennarar
biðja hann 11111 í þarfir háskólans.
8. gr — Umsjónarmaður skal leiðbeina þeim, sem eiga erindi í há-
skólann.
9. gr. — Umsjónarmaður má ekki liafa annað starf á hendi, nema
með samþykki háskólaráðs.
10. gr. — Umsjónarmaður skal ganga eftir þvi, að reglum um afnot
hússins sé fyigt.
11. gr. — Nú sýkist dyravörður, eða er fjarverandi með rektorsleyfi,
og skal hann þá jafnan setja í sinn stað mann, sem rektor háskólans
tekur gildan. Láti dvravörður þetta undir höfuð leggjast, ræður rektor
mann í stað hans á hans kostnað, enda liefur háskólaráðið vald til að
yikja dyraverðinum frá stöðu hans, ef hann þykir ekki rækja ofangreind
störf sín á viðunandi liátt.
Reglur um afnot háskólahússins.
1. gr. — Húsið er að jafnaði opnað kl. 8 að morgni og því lokað kl. 9
að kveldi livern virkan dag, ef þvi verður við komið. Á helgum kl. 10—7,
og lengur ef þarf.
2. gr. — Kennarar, stúdentar og starfsmenn skulu ganga hreinlega
um lnisið. Þess sé vandlega gætt, að láta ekki ljós loga að óþörfu. Fara
skal vel með alla liúsmuni og tæki liáskólans.
3. gr. — Ekki má reykja i kennslustofum, söfnum, hátiðasal né kap-
ellu, og ekki í göngum hússins, nema þar sem steingólf er.
4. gr. — Menn skulu forðast að trufla kennslu eða aðra vinnu með
liáreysti í anddyri og göngum.