Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Side 76

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Side 76
74 Sérstakur luktur geymslustaður, sem bókaverðir kalla Her- dísarvík, var gerður fyrir bækur Einars í háskólasafnskjall- aranum. Safnsauki þessi nam 1225 bindum auk tvítaka nokk- urra (í lögfræði). Þar af eru 16.—18. aldar bækur í arkar- broti svo margar og þykkar, að þær fylla ellefu hillumetra, og mikið er einnig í fjögra blaða broti. Efnið er fjölbreytt. Þó má telja, að helmingur af safni Einars séu latnesk og grísk fræði, en meiri hluti hins sé landfræðilegs og sagnfræðilegs eðlis. Hið mikla Grænlandssafn hans er varðveitt í Lands- bókasafni. Fáeinir kjörgripir íslenzkra fommennta eru í bók- um Einars, sem háskólasafnið á, en fagrar bókmenntir síðari alda eru þar eigi, hérlendar né erlendar. Hin fágætu rit Ein- ars í safninu væru mikið ritgerðarefni, en hér skal aðeins nefnt vögguprent eitt, Gesta Romanorum, Augsburg 1489 (þýzk þýðing sagnasafns, óheilt). Bókaaukning Háskólabókasafns var ekki með minnsta móti: 2475 bd. auk Einars bóka (samtals 3700 bd.), og var það meir að þakka gjöfum en því, að ríflega væri keypt til safns- ins. Um miðsumar 1950 nam því bókasafnið 57 þús. bindum og nál. 15 þús. sérprentum eða smáprenti, sem einhver röðun er á, auk úrklippna og smáprents, sem óraðað er og varla hægt að nota í náinni framtíð. Helztu gjafir nýjar á árinu voru þessar: Sr. Þorsteinn Briem arfleiddi Háskólabókasafn að öllum bók- um sínum um sálmagerð, sálmalög og sálmahöfunda ásamt merkum drögum, sem hann hefur gert að fræðiriti um þau efni. Bækurnar voru um 140 að tölu og eru ágætt starfsbóka- safn í þessari grein. Dr. theol. Alfred Th. Jörgensen í Kaupmannahöfn sendi safninu mikla og verðmæta bókagjöf, rúmlega 520 bd. um ýmis kennimannleg og kirkjusöguleg efni, einnig nokkur heim- spekirit. Frá blindum dönskum manni, ónafnkenndum, bárust 1949 24 bindi góðra bóka til að sýna íslenzku safni vinarhug nafnlausra manna með þeirri þjóð. Frá Svíþjóð barst 1949 merkileg og mikil gjöf bóka um sögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.