Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Side 112

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Side 112
110 í upphafi kjörtímans voru samþykkt fundarsköp fyrir ráðið. Almennir stúdentafundir hafa engir verið haldnir, en Stúdentaráð boðaði til eins slíks fundar um breytingar á lögum ráðsins, en vegna fámennis varð að aflýsa þeim fundi. Hátíðahöld og skemmtanir 1. desember. Eins og venja hefur ver- ið annaðist stúdentaráð undirbúning og stjóm hátíðahaldanna 1. desember. Var í því sambandi mikið rætt um nýja tilhögun á há- tíðahöldunum, meðal annars fyrir viðræður við háskólarektor. Aðal- lega var talað um þá breytingu að flytja hátíðahöldin að öllu leyti upp í háskólann. Urðu nokkuð skiptar skoðanir um þetta í ráðinu, en endirinn varð sá, að messað var í kapellu háskólans í stað mess- unnar, sem venjulega hefur verið í dómkirkjunni, og skrúðgangan var felld niður að þessu sinni. Tilhögun hátíðahaldanna var því sú, að fyrst var flutt messa í kapellu háskólans, sem kristilegt félag stúdenta sá um. Síðan var haldin hátíðasamkoma í hátíðasal há- skólans. Þar fluttu ræður biskupinn herra Sigurgeir Sigurðsson, prófessor Ólafur Bjömsson og Ólafur Halldórsson, stud. mag., en Guðrún Tómasdóttir, stud. med., og Fritz Weisshappel skemmtu með söng og píanóleik. Um kvöldið var haldið hóf að Hótel Borg og sýndi forseti ís- lands, herra Sveinn Bjömsson og forsetafrúin Georgia Bjömsson stúdentaráði þá sæmd að vera þar viðstödd. í hófi þessu fluttu þeir ræður próf. Einar Ól. Sveinsson, forseti íslands Sveinn Bjömsson og séra Sveinn Víkingur. Þórbergur Þórðarson og Brynjólfur Jó- hannesson skemmtu með upplestri og gamanleik. Þennan dag var stúdentablaðið og merki stúdenta selt á götum bæjarins, en seldist hvort tveggja illa. Áramótadansleikur. Strax í upphafi starfstíma síns gerði stúd- entaráð ítrekaðar tilraunir til þess að fá annaðhvort anddyri há- skólans eða hins nýja Þjóðminjasafns til dansleikahalds á gamlaárs- kvöld. Var þessu í fyrstu ekki tekið ólíklega, en að endingu þó neitað. Var þá úr vöndu að ráða, því svo áliðið var orðið vetrar, að flest samkomuhús vom fyrir löngu pöntuð. Að lokum tókst ráð- inu að fá leigðan Listamannaskálann, og var þar haldinn áramóta- dansleikurinn. Aðsókn varð hins vegar ekki sem skyldi, því skemmti- félag garðbúa hélt einnig dansleik á Gamla-Garði, og mun hafa ver- ið fullfátt stúdenta á báðum dansleikjunum. Aðrar skemmtanir. Síðasta vetrardag sá stúdentaráð að venju um dagskrá í ríkisútvarpinu. Voru þar flutt erindi og frásagnir, lesið upp og sungið. Þá efndi stúdentaráð til kvöldvöku að Gamla- Garði nokkru eftir áramót og hélt auk þess nokkra dansleiki í sam- komuhúsum bæjarins til ágóða fyrir starfsemi sína .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.