Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 103
gagna og hefur og séð um tiltektir í Guðnastofu og skráð aðfengin rit.
Eggert Þór Bernharðsson var ráðinn til að sinna nokkrum verkefnum fyrir Sagn-
fræðistofnun, einkum skráningu bóka og skjala og gerð heimasíðu og endurnýjun
hennar. Hann lét af öllum störfum fyrir stofnunina í ágúst sl. Að ráði varð að Már
Jónsson tæki að sér heimasíðuna.
Fulbright-kennari
Á haustmánuðum kenndi Kim Nielsen sem Fulbright-kennari við sagnfræðiskor
og flutti fyrirlestur 30. nóvember í boði Sagnfræðistofnunar og Rannsóknastofu í
kvennafræðum um efnið Anti-Communism and the Post-Suffrage Remaking of
the U.S. Woman Citizen.
Hugvísindastofnun
Á deildarfundi 26. júní var forstöðumaður kjörinn í fyrstu stjórn Hugvísindastofn-
unar Háskóta íslands. til þriggja ára. Stjórn stofnunarinnar kom saman í fyrsta
sinn 13. ágúst
Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga
Á fundi sínum 9. febrúar kaus stjórn Sagnfræðistofnunar forstöðumann og Gísla
Gunnarsson til setu í landsnefnd íslenskra sagnfræðinga. tit tveggja ára. For-
stöðumaður var kosinn formaður landsnefndar og er það hugmyndin að sá háttur
verði hafður á framvegis að forstöðumenn Sagnfræðistofnunar gegni jafnframt
formennsku í landsnefndinni.
Landsnefndin hefur einkum undirbúið tvennt. þátttöku í heimsþingi sagnfræðinga
í Ósló árið 2000 og í norræna sagnfræðingaþinginu sem haldið verður í Árósum
árið 2001.
Þeirsem ráða um heimsþingið samþykktu tillögu fráfarandi landsnefndar á þá
leið að eitt af umræðuefnum á þinginu yrði Voyages and Exploration in the North
Atlantic from the Middle Ages to the XVIIth century og að Anna Agnarsdóttir yrði
skipuleggjandi. Úr varð hringborðsefni og hefur Anna unnið að verkefninu og er
ætlunin að forstöðumaður taki einnig þátt í því.
Forstöðumaður sótti undirbúningsfund norræna sagnfræðingaþingsins 2001 sem
haldinn var í Árósum 22. og 23. maí og lagði fram íslenskar titlögur um umræðu-
efni og þátttakendur.
Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar, koma Wendy Childs
Stofnunin bauð miðaldasagnfræðingnum Wendy Chitds við háskótann í Leeds til
íslands. Hún þá boðið og kom tit landsins 5. nóvember. hétt málstofu á vegum
Sagnfræðistofnunar 6. nóvember. um efnið England's northern trading interests
in the later Middle Ages, og minningarfyrirtestur Jóns Sigurðssonar í Hátíðasal 7.
nóvember um efnið „Unto the costes colde": Engtish reiations with lceland in the
fifteenth century. Jafnframt var Jóns Sigurðssonar minnst. Koma Chitds fékk all-
góða kynningu í fjötmiðlum og fyrirlestur hennar var vet sóttur, þrátt fyrir óhag-
stætt veður.
Ráðstefnur
Sagnfræðistofnun átti aðild að tveimur ráðstefnum sem haldnar voru á árinu.
Önnur var ráðstefnan International Congress on the History of the Artic and Sub-
artic Region (Norðurstóðaráðstefnan) sem haldin var í Háskóla íslands dagana 18.
til 21. júní í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.
Aðalfrumkvöðutl hennar var Ingi Sigurðsson. Forstöðumaður stjórnaði opnunar-
athöfn.
Hin ráðstefnan var The Nordic Countries and the Cotd War. 1945 - 1991: Inter-
national Perspectives and Interpretations (Katdastríðsráðstefnan) sem hatdin var í
Grand Hotel - Reykjavík. dagana 24. til 27. júní. Auk Sagnfræðistofnunar stóðu að
þessari ráðstefnu The Cotd War International History Project at the Woodrow Wil-
son Center í Washington og London School of Economics and Politicat Science.
Vatur Ingimundarson bar einkum hita og þunga af undirbúningi.
Útgáfubækur
Nýjasta rit stofnunarinnar er Mannkynbætur eftir Unni B. Karisdóttur. Það er nr.
14 í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir og kom út 21. desember. Háskólaútgáfan
hafði miliigöngu um útgáfuna (prentun og framleiðslu) og annast kynningu, dreif-
ingu og geymslu. Ritstjóri ritraðarinnar er Gunnar Kartsson.
Þá gaf stofnunin ásamt Sagnfræðingafélaginu út erindi frá ístenska söguþinginu
28. - 31. maí 1997. Þau komu út á árinu í tveimur bindum undir heitinu Ráð-