Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Side 141

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Side 141
Doktorspróf og heiðursaoktorar Á árinu 1998 var tveimur veitt heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla íslands og þrír luku doktorsprófi. Þeir eru sem hér segin Heiðursdoktorskjör Læknadeild Doktor í læknisfræði, doctor medicinae honoris causa 3. september 1998 Þórir Helgason læknir. Doktor í læknisfræði. doctor medicinae honoris causa 3. september 1998 Ólafur Ólafsson landlæknir Formálarað heiðursdoktorskjöri DOCTORES PROMOVENDI HONORIS CAUSA í læknadeild Ólafur Ólafsson Ólafur Ólafsson er fæddur í Reykjavík árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og embættisprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1957. Hann stundaði framhaldsnám í lyflækningum og embættis- lækningum í Danmörku og Svíþjóð. Árið 1967 var Ólafur skipaður fyrsti yfirlæknir nýstofnaðrar rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og hófst þá handa um faralds- fræðitegar rannsóknir á tíðni og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi. Rannsóknarstarf Hjartaverndar hefur skilað merkum árangri og lagt grundvöll að forvörnum og lækkandi dánartíðni vegna hjartasjúkdóma á íslandi. Ólafur var skipaður landlæknir á íslandi 1972 og mun láta af því starfi fyrir aldurs sakir síðar á þessu ári. Sem landlæknir hefur Ólafur átt drjúgan þátt í stefnumörkun íslenskrar heilbrigðisþjónustu og sérstaklega hefur hann beitt sér í skipulagningu forvarna gegn ýmsum sjúkdómum og hafa fslendingar verið í fararbroddi t.d. að því er varðar bólusetningar vegna heilahimnubólgu ungbarna og krabbameinsleit. Ólafur hefur verið mjög virkur í baráttu gegn reykingum og í umferðaröryggis- málum og átti stóran þátt í lögleiðingu bílbelta og áróðri fyrir öryggistækjum svo sem reiðhjólahjálmum. Ólafur hefur komið víða við í íslenskum heilbrigðismálum og lagst á eitt með mörgum gegnum samstarfsmönnum að leggja grundvöll að þeirri ágætu heilbrigðisþjónustu og góða heilsufari sem ístendingar njóta. Sem landlæknir hefur Ólafur verið í senn faglegur leiðtogi og siðferðilegur eftir- litsmaður íslenskra lækna. ( því starfi Ólafs hefur mátt sjá meginatriði lækna- eiðsins í framkvæmd og þá ekki síst fyrstu tvo liðina þar sem hver læknir lofar að beita kunnáttu sinni með fullri alúð og samviskusemi og að láta sér ávallt annt um sjúklinga sína án manngreinarálits. I starfi sínu sem landlæknir hefur Ólafur ætíð beitt sér einarðlega fyrir hönd okkar minnstu bræðra. þeirra sem ekki geta sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Af þessum sökum telur Háskóli Istands sér það sæmdarauka að heiðra Ólaf Ólafsson með titlinum doctor medicinae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað. Þórir Helgason Þórir Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og embættisprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1959. Hann stundaði framhaldsnám í lyflækningum í Bretlandi. Þórir kom til starfa á Landspítalanum árið 1966 og árið 1974 varð hann yfirlæknir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.