Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Blaðsíða 32
Gæðamat kennslu
Á vegum kennslumálanefndar hefur frá lokum haustmisseris 1987 verið leitað
eftir mati stúdenta á gæðum kennslu og námskeiða. Tilgangurinn er að veita
kennurum aðhald í kennstu og upplýsingar um hvað betur má fara. Kennslumið-
stöð Háskólans annast framkvæmd könnunarinnar í samráði við Reiknistofnun
og kennslusvið. Framkvæmd kennslukönnunarinnar og úrvinnsta er með rafræn-
um hætti. Tekið er mið af könnuninni við framgang kennara.
Kennsluhúsnæði
Ör fjölgun stúdenta hefur kallað á aukið kennsluhúsnæði. Tekist hefur með herkj-
um að hýsa kennsluna en tjóst er að húsnæðisskorturinn hefur neikvæð áhrif á
kennslu og nám. svo og vinnutíma kennara og stúdenta. Stundatöflur einstakra
hópa eru tíðum sundurslitnar og kennsla sett í óhentugt húsnæði eða nánast
óviðunandi. Þá er með naumindum unnt að koma skriflegum prófum fyrir á próf-
tímabilum, einkum í desember, og hefur þessi húsnæðisskortur iðulega áhrif á
próftöflur nemenda til hins verra.
í tok ársins hófust flutningar í nýja Náttúrufræðahúsið sunnan Norræna hússins
en kennsla hófst þar í janúar 2004.
Kennslumálanefnd
Haldin var vet heppnuð kennslumálaráðstefna í september 2003 undir heitinu
..Kennsluhættir Háskóla íslands á tímamótum - nýmæti og þróun". Þar var m.a.
fjaltað almennt um þróun kennslu í háskótum. afleiðingar samkeppni háskóla.
sérstöðu Háskólans í þjóðfélaginu og þarfir nemenda. atvinnulifs og þjóðfétags,
ennfremur um utanaðkomandi áhrif sem kalta á breytingar og nýja framtíðarsýn.
kennsluhætti í HÍ, sérstöðu kennara í HÍ. breytingar sem orðið hafa á kennslu.
gildi upplýsingatækni. vefkerfið. gæðakerfið. stjórnunarlega þætti, einkum þá sem
snúa að kennslu og stefnumótun í kennslu í Háskólanum. samþættingu rann-
sókna- og kennsluhlutverksins og gæðastjórn. Á meðat fyrirlesara var David Way.
fræðslustjóri kennslumiðstöðvar Cornetl-háskóla.
Kennslumátanefnd fundaði 15 sinnum á árinu. Á vormisseri var m.a. rætt um
stigamat fyrir kennslu, gæðamál, kennslukönnun og framsetningu niðurstaðna.
um prófdómara og rétt stúdenta tit útskýringa. Að venju var úthlutað úr kennslu-
málasjóði, en 23 umsóknir bárust að þessu sinni og var samþykkt að styrkja 14
verkefni um samtals 6.650.000 kr. Á haustmisseri var rætt um stigamat fyrir
kennslu. styttingu náms til stúdentsprófs. kröfur til deitda vegna framhaldsnáms
og Kennslumálasjóð. Fjaltað var um tengsl Háskólans við framhaldsskóla og
fundað með skólameisturum þeirra.
Kennslumiðstöð
Kennslumiðstöð annast tæknilega og kennslufræðitega aðstoð við kennara og
hefur umsjón með ýmsum tæknilegum verkefnum í tengslum við kennstu. Eitt
helsta hlutverk miðstöðvarinnar er að stuðta að þróun kennsluhátta við Háskóla
íslands og veita deildum. skorum og einstökum kennurum fagtega ráðgjöf og
teiðbeiningar um þróun kennslu og kennsluhátta. Meðal verkefna Kennstumið-
stöðvar er að stuðta að nýmætum í kennslu og könnunum á kennslu og nám-
skeiðum, svo og að halda símenntunarnámskeið og námskeið fyrir nýja kennara
þar sem kynntar eru kennsluaðferðir, kennslutækni og aðferðir við sjálfsmat
kennara. Önnur verkefni eru gæðaeftirtit kennstu (kennslukannanir) og skönnun
og úrvinnsla krossaprófa. Kennslumiðstöðin heyrir undir kennslusvið sem sér-
stök deild. Samstarf er haft við Reiknistofnun Háskóla íslands um tæknileg mál.
m.a. vefkerfi Háskótans.
Kennarar notfæra sér í auknum mæli tölvu- og upptýsingatækni við kennslu í
staðbundnum námskeiðum og stöðugt fleiri nemendur óska eftir að geta stundað
háskólanám í fjarnámi. Uppbygging Kennslumiðstöðvarinnar kemur til móts við
þessar þarfir. Kennslukönnun fór í fyrsta sinn fram rafrænt haustið 2002 og
heppnaðist vel. Svarhlutfatl reyndist betra en í undangengnum könnunum.
Kennslumiðstöð hefur umsjón með fjarkennslu við Háskóla íslands og starfar
með fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um atlt land.
Veffang Kennslumiðstöðvar er: www.kennslumidstod.hi.is.
28