Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Side 50

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Side 50
Ný Nordplus-áætlun norrænu ráðherranefndarinnar Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins gafst á vormánuðum 2003 kostur á að taka þátt í lokuðu útboði á umsjón með nýrri Nordplus-áætlun norrænu ráðherranefndar- innar. Ákveðið var að senda inn tilboð í aðalumsjón og rekstur á Nordplus sprog tungumálaáætluninni og að vera meðstjórnandi í hinum fjórum áætlunum Nord- plus (Nordplus fyrir háskólastigið. Nordplus junior fyrir grunn- og framhaldsskóla og Nordplus nabo fyrir samstarf við Eystrasaltsríkin og NV-Rússland). Utanað- komandi matsfyrirtæki fór yfir öll tilboðin og fékk Alþjóðaskrifstofan hæstu ein- kunn fyrir tilboð sitt í Nordplus sprog en þrír aðilar sóttu um verkefnið. Ákveðið var að fela Alþjóðaskrifstofunni verkið og hófst undirbúningur strax um sumarið. Formleg opnunarráðstefna nýrrar Nordptus-áætlunar var haldinn 4. desember. Áætlunin tók formlega gildi 1. janúar 2004. Starfsmanna- og starfsþróunarmál Almennt Á starfsmannadeild starfa Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri, Lilja Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri. Sigrún Valgarðsdóttir verkefnisstjóri og Sól- veig B. Gunnarsdóttir tögfræðingur. í ágúst fór Sigrún Valgarðsdóttir í níu mánaða launalaust leyfi og í hennarstað var ráðin Þóra Margrét Pálsdóttir sálfræðingur. Mikil samvinna er við Elísabetu Þorsteinsdóttur starfsmatsstjóra sem auk starfs- matsins ber ábyrgð á vinnu við frammistöðumatið - ársmatið. Verkaskipting á sviðinu var endurskoðuð og lögð áhersla á að sameina verksvið verkefnisstjóra þannig að hver hefði breiðara verksvið og gæti tekið að sér fjölbreyttari verkefni. Álagið á deildinni er mikið og mikilvægt að allir starfsmennimir geti tekið að sér verkefni af ýmsum toga. Samstarf við yfirmenn hefur verið aukið og sviðið býður stjórnendum einstak- lingsþjálfun og fræðslu. Þá hefur starfsmannadeild í auknum mæli tekið þátt í skipulagsbreytingum í deildum og einingum innan skólans. Áhugi er á að halda þeirri vinnu áfram enda hefur starfsumhverfi skólans breyst undanfarin ár með fjölgun nemenda og breytingum í stjórnsýslu opinberra stofnana. Átak hefur verið gert í að uppfæra allar starfslýsingar við skólann og áhersla er lögð á að starfsmenn temji sér markmiðasetningu í verkefnum sínum. Mikil þrýstingur hefur verið á starfsmenn að ganga í þessi mál þar sem starfsmat. sem Ijúka á haustið 2004. grundvallast á starfslýsingum. Starfsmannasamtöl fyrir akademíska starfsmenn var nýlunda á árinu, en flestall- ir starfsmenn í stjórnsýslu hafa farið í starfsmannasamtöl síðan 1999. Fræðsla og kynningar á starfsmannasamtölum hafa verið endurskoðuð. Æskilegt er að yfir- menn og aðrir starfsmenn fái fræðslu og þjálfun í þessum mátum. Því var útbú- inn fræðslupakki og geta nú allir fengið fræðslu og/eða upprifjun fyrir samtölin. Á árinu var stofnaður lögfræðihópur innan akademískrar stjórnsýslu vegna sam- starfs ríkisháskólanna og tók lögfræðingur deildarinnar, Sólveig B. Gunnarsdóttir. virkan þátt í vinnu sem þar fór fram. Auglýsingar og umsóknir Miklaraðhaldsaðgerðirvoru á árinu í ráðningarmálum hjá Háskólanum og voru nýjar reglur samþykktar af háskólaráði 12. desember 2002. þar sem ákveðið var að fjármálanefnd þurfi að heimila allar óskir um ráðningar. í því felst að allar nýráðningar, afleysingar og aukning á starfshlutfalli verður að leggja fyrir fjár- málanefnd ráðsins til samþykktar. Markmið með þessum aðgerðum er m.a. að stuðla að því að starfsmannafjöldi háskólans sé í sem bestu samræmi við starfs- mannaþörf hverju sinni og einnig að yfirmenn noti tækifærið þegar starf losnar til að endurmeta starfsmannaþörf og starfssvið viðkomandi starfsmanns. í tengsl- um við þessar nýju reglur hefur starfsmannasvið í auknum mæli aðstoðað yfir- menn við að endurskoða starfslýsingar og starfsskipulag. Árið 2003 voru auglýst laus til umsóknar 29 störf akademískra kennara. sérfræð- inga og fastráðinna stundakennara (aðjúnkta). Umsóknir um þau voru samtals 72. Önnur auglýst störf voru 30 og umsóknir um þau voru samtals 445. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.