Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 62
Framkvæmd kennslusamnings
Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu
og fjárhagsleg samskipti. Markmið Háskóla íslands með samningnum er að tryggja
að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Á árinu
2003 var óskað eftir endurskoðun á samningnum þar sem vikir nemendur eru nú
fleiri en gert var ráð fyrir í samningnum. Endurskoðaður samningur var undirrit-
aður en ekki tókst að tryggja að Háskóli íslands fái greitt fyrir alla nemendur sem
þreyta próf við skólann.
Hinn 3. desember 2003 skilaði Háskóli íslands kennsluuppgjöri vegna ársins 2003
í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2002-2003 voru
8.224 nemendur skráðir við Háskólann. Virkni nemenda var að meðaltali 63.7% og
virkir nemendurtil uppgjörs vegna kennslu 5.256. Menntamálaráðuneytið hafði
hins vegar aðeins lofað að greiða fyrir 4.950 nemendur. Við uppgjör fékkst greitt
fyrir þessa 4.950 nemendur eða 450 umfram fjárlög. Nam viðbótin 214.1 m.kr.
Ekki fékkst greitt fyrir 306 nemendur sem samkvæmt reiknilíkani hefði gefið há-
skólanum 175 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Þá fékk Hl á árinu 2002 aðeins 40 m.kr.
vegna uppgjörs á kennslu og vantaði þar 135 m.kr. Á tveimur árum hefur HÍ því
veitt kennslu sem nemur 310 m.kr. umfram það sem hann hefur fengið greitt fyrir.
Launahækkanir og þá sérstaklega laun kennara hafa hækkað mun meira en
reiknilíkan vegna kennslu á háskólastigi tekur tillit til. Talið er að um 400 m.kr.
vanti upp á fjárveitingu menntamálaráðuneytisins til þess að einingarverð
kennslu taki mið af launþróun á háskólastiginu. Háskótinn hefur farið fram á að
menntamálaráðuneytið greiði kennslu allra nemenda skólans á einingarverði
sem tekur tillit til núgildandi kjarasamninga og úrskurðar kjaranefndar um laun
prófessora.
Rannsóknasamningur og önnur verkefni
I desember 2003 var endurnýjaður samningur við menntamálaráðuneytið um
rannsóknir. Þrátt fyrir ákvæði í fyrri samningi um að árangurstengja fjárveitingar
til rannsókna náðist ekki samkomulag um það. Tímabundið framlag til rannsókna
sem nam 105 m.kr. á árinu 2003 samkvæmt eldri samningi lækkaði í 20 m.kr. á
fjárlögum ársins 2004.
Leitað var sérstaklega tilboða í öll stærri innkaup og má þará meðal nefna 120
tölvur fyrir tölvuver og 20 tölvur og skjávarpa fyrir kennslustofur. Hagstæð tilboð
fengust í öllum tilvikum. Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum
viðskiptum og svokallað rafrænt markaðstorg RM var í notkun við innkaup á
rekstrarvörum.
Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs og deildarstjóri áætlanadeildar unnu með fjár-
málanefnd háskótaráðs eins og áður. Nefndin vann með sviðinu að mörgum þeim
verkefnum sem hér hafa verið upp talin.
Háskólaráð skipaði í júní 2001 sérstaka stjórn Sjóða í vörslu Háskóla Islands.
Stjórnin vann að því að móta fjárfestingarstefnu fyrir sjóðina sem nú eru ávaxtað-
irsameiginlega íeinum regnhlífarsjóði. Heildareignir sjóðanna eru um 1.000
m.kr. Peningaleg eign er að undangengnu útboði í fjárvörslu hjá tveimur bönkum.
Raunávöxtun á peningalegri eign var um 12% á árinu 2003.
Heildartölur um rekstur HÍ 2003 samanborið við 2002
Fjárveiting á fjárlögum nam 3.703,0 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir vegna
kennslu. 214.1 m.kr., til sérstakra verkefna frá menntamálaráðuneytinu. 30.2
m.kr.. vegna launahækkana. 0.3 m.kr.. og úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófess-
ora komu 106,3 m.kr. í hlut prófessora við HÍ. Samtals námu fjárheimildir 4.053,9
m.kr. og hækkuðu um 12.5% frá fyrra ári.
Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 4.155.8 m.kr. og versnaði staða Háskóla ís-
lands við ríkissjóð um 101,9 m.kr. Háskólinn skuldaði ríkissjóði 403.0 m.kr. í árs-
lok. Ef skólinn fær að fullu greitt fyrir kennslu áranna 2001 -2003 verður hægt að
jafna stöðuna við ríkissjóð.
Sértekjur námu alls 2.714,1 m.kr. samanborið við 1.884.3 m.kr. árið áður. Þar með
talið er 700 m.kr. lán HHÍ sem lagt var fram til byggingar Náttúrufræðahúss.
Skiptingin kemurfram í rekstrarreikningi. Erlendar tekjur námu 357,8 m.kr. og
hækkuðu um 13.8% fá fyrra ári. Rekstrartekjur alts uxu um 23.4% og námu 6.768,0
m.kr. samanborið við 5.486.7 m.kr. árið áður. Að frádregnu 700 m.kr. táni HHÍ
námu rekstrartekjurnar 6.068.0 og voru 10.6% hærri en árið áður.
58