Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 162
Rannsóknir
Helstu verkefni sem unnið var að 2003:
• Jafnrétti í íslensku samfélagi - ímyndir og raunveruleiki er yfirgripsmikið
verkefni á vegum RIKK sem hófst formlega árið 2003. Markmið rannsóknar-
innar er að fá heildstætt yfirlit yfir jafnréttisumræðuna og jafnréttisstarfið á
íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknin samanstendur af fjórum sjálf-
stæðum verkefnum með mismunandi áherslur og aðferðafræði en samnefn-
ari þeirra er innihaldsgreining á stöðu og þróun jafnréttismála í íslensku
samfélagi. Verkefnin eru:
• Jafnrétti og kynjaímyndir í íslensku samfélagi - orðræðugreining. Undirbún-
ingur að þessu verkefni hófst árið 2003 en rannsóknarvinna hefst haustið
2004.
• Jafnréttisskilningur hins opinbera síðustu þrjá áratugi. Þórður Kristinsson þá
meistaranemi í mannfræði vann rannsóknina fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna sumarið 2003. Niðurstöður rannsóknar hans liggja fyrir í
skýrstu hjá RIKK.
• Greining á jafnréttisorðræðu í íslenskum fjölmiðtum. Þorgerður Þorvalds-
dóttir, kynja- og sagnfræðingur. vann að verkefninu fyrir styrk úr Rannsókna-
sjóði Háskóla íslands árið 2003. Endanlegar niðurstöður verða birtar í skýrslu
vorið 2004.
• Viðhorfskönnun - drög að jafnréttisvísitölu. Samstarfs- og styrktaraðitar
RIKK við voru félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisstofa. nefnd um efnahagsleg
völd kvenna fyrir forsætisráðuneytið og IMG-Gallup. Jafnframt fékk verkefnið
styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og frá dóms- og kirkjumátaráðuneyt-
inu. Sumarið 2003 var unnið að gerð spurningalista um viðhorf atmennings
til jafnréttis en niðurstöður slíkrar könnunar er unnt að nota sem lið í svo-
kallaðri jafnréttisvísitölu, sem reglulega er mæld í ýmsum nágrannalöndum
okkar. í september var könnunin keyrð hjá IMG-Gallup og í nóvember lágu
niðurstöður fyrir. Hetstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu í janúar 2004.
Menning. umgjörð og umhyggja - möguleikar karla og kvenna til foretdraorlofs er
Evrópuverkefni sem hófst 2002 og er stýrt frá Jafnréttisstofu á Akureyri en RIKK
sér um rannsóknarþáttinn. Þátttakendur eru frá Spáni. Þýskalandi og Noregi auk
íslands. Markmið verkefnisins er að skoða vægi tíma og kynferðis hjá nútímafjöl-
skyldum með ung börn. Verkefninu lýkur árið 2004.
Ungt fólk, kyn og ofbeldi er þverfaglegt rannsóknarverkefni á vegum RIKK en því
er ætlað að varpa tjósi á tengsl kynferðis og ofbetdis og hvernig þessir þættir hafa
áhrif á ungar konur og karla. Verkefnið hefur fengið styrki frá inntendum sjóðum.
Auk þess fékkst netverksstyrkur frá NorFA í samvinnu við rússneska og norska
fræðimenn og var hann nýttur til þess að hatda vinnufund (workshop) á (slandi í
14.-17. ágúst 2003. Þar ræddu íslenskir. norskir og rússneskir fræðimenn um
rannsóknir sínar og lögðu línur að frekara samstarfi.
Auk þessara verkefna má nefna rússneskt-baltneskt-norrænt netverk sem stýrt
er frá RIKK. Markmið verkefnis er að auka þekkingu á jafnréttismálum og kvenna-
og kynjafræðilegu efni og byggja brýr milli fræðimanna, stúdenta og fulltrúa
frjásra félagasamtaka. Þá ber að geta um norrænt rannsóknarverkefni um sam-
kynhneigð. refsilöggjöf og orðræðu á Norðurlöndum 1864-2000. Evrópuverkefni
um endurmenntun og gerð fræðsluefnis á sviði jafnréttismála. Vestur-Evrópskt
rannsóknarverkefni um konur í fiskeldi og sjávarútvegi. evrópskt rannsóknar-
verkefni um heilsu og kynferði á háskólasjúkrahúsum og verkefni um kynjasjón-
arhorn innan íslensku friðargæslunnar.
Jafnframt má nefna innlend verkefni sem hlotið hafa styrk úr Kristnihátíðarsjóði
og eru unnin á vegum eða í tengslum við RIKK. Það eru verkefni Sólveigar Önnu
Bóasdóttur siðfræðings. „Réttlæti og ást", Ingu Huldar Hákonardóttur sagnfræð-
ings, „Um trúarmenningu og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld". og „Saga
klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna í og í tengslum við það". Þá fékkst
við úthlutun 2003 styrkur í nýtt verkefni „Kristin trú og kvennahreyfingar". sem
unnið verður að árið 2004.
Fyrirlestrar. fundir og ráðstefnur
Að vanda stóð RIKK fyrir fjölda fyririestra og rabbfunda á vor- og haustmisseri
2003 þar sem innlendir og ertendir fræðimenn kynntu rannsóknir sínar í kvenna-
og kynjafræðum. Málþingið Stjórnun. fagstéttir og kynferði var haldið á vegum
RIKK 7. febrúar en þar héldu fimm fræðikonur fyrirtestra. Ásamt UNIFEM á (s-
landi stóð RIKK fyrir málþinginu Orðræður um stríð og konur 17. mars. Flutt voru
fimm stutt erindi fræðimanna og nema við Ht.
158