Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Síða 195
Hlnets. Tengingar Stúdentagarða. Lögbergs. Raunvísindastofnunar. Árnagarðs.
Tæknigarður og VR-3 voru uppfærðar í 1 Gbps (úr 100 Mbps). Norræna húsið var
uppfært í 1 Gbps (úr 2 Mbps). Dreginn var Ijósleiðari í nýja iagnaleið frá Aðalbygg-
ingu HÍ um leið og Náttúrufræðahúsið ver tengt. Bændahötl á 1. hæð var tengd á 1
Gbps, en þar er ný aðstaða félagsvísindadeildar þar sem japanska sendiráðið var
áður.
Kerfisþjónusta
Þetta ár var fyrsta heila árið sem nýja póstkerfið var í notkun og er reynsla af því
mjög góð. Kvörtunum vegna póstkerfisins hefur snarfækkað og almenn ánægja
virðist vera með það meðal notenda. Vélin var stækkuð. bætt við hana örgjörvum
og minni og er hún nú með átta 900 MHz UltraSPARC-lll+ örgjörva og 16 GB í
minni. Þá voru síur fyrir ruslpóst og veirur endurbættar og að jafnaði eru 50-60%
af öllum pósti flokkuð sem ruslpóstur og fleygt. Ýmsar aðrar breytingar voru
gerðarsem hafa áhrif á meðhöndlun pósts.
Ný vél var tekin í notkun fyrir Informix-gagnagrunn sem notaður er fyrir Uglu
(vefkerfi HÍ) og nemendaskrá HÍ. Hún er af gerðinni SunFire V880 með fjóra 900
MHz UltraSPARC-lll+ örgjörva, 8 GB í vinnsluminni og 410 GB diskpláss.
Ný vél var tekin í notkun og keyrir hún gagnagrunnskerfin MySQL og Postgres.
Notendur geta sótt um aðgang að þeim. t.d. fyrir tengingar frá vefsíðum. Vélin er
af gerðinni IBM og keyrir Linux-stýrikerfi.
Eftirfarandi kerfi voru uppfærð og/eða sett á nýjar og öflugri vélan Vefþjónn HÍ.
Ugla (vefkerfi HÍ), FTP-þjónusta. Usenet-þjónusta. prentþjónusta. póstlistakerfi
(mailman), skráaþjónusta fyrir tölvuver o.fl. Allar vélarnar eru af gerðinni IBM
með 1-2 örgjörvum og 1-2 GB í minni. Stýrikerfin eru ýmist SuSE eða RedHat Lin-
ux eða FreeBSD.
í tölvuverum íTæknigarði og VR-II er SuSE Linux-stýrikerfi á vinnustöðvum auk
Windows og hægt að keyra hvort stýrikerfið sem er. Það var uppfært í útgáfu 8 á
árinu.
Fjölnotendatölvan Krafla. sem er af gerðinni HP og keyrir HP-UX stýrikerfi. var
tekin úr notkun í árslok enda orðin um átta ára gömul. Nú er eftir ein Unix-vél
(Herðubreið) sem almennir notendur hafa aðgang að. Hún er af gerðinni SunFIRE
V880 með fjóra 750 MHz örgjörva og 8GB í minni. Hún hýsir jafnframt heimasvæði
notenda.
Mikilvægustu þjónustuvélar RHÍ eru allar af gerðinni SunFire V880 með 4-8 ör-
gjörva og 8-16 GB í minni. Mikitvægt er að þessar vélar séu starfhæfar nánast alt-
an sólarhringinn allt árið. Þær eru þannig úr garði gerðar að þó að einn hlutur bili
veldur það ekki því að vélin verði óstarfhæf. Við könnun á uppitima þessara véla
árið 2003 kom í tjós að tvær þeirra fóru aldrei niður nema það væri fyrirfram
ákveðið, t.d. vegna uppfærslna eða annarrar kerfisvinnu. og þá aðeins um helgar.
Póstþjóninn þurfti að endurræsa tvisvar á vinnutíma og tók það um tíu mínútur
samtals. „Fyrirsjáanlegur uppitími" hennar var því 99.998% og hinna vélanna 100%.
Heildaruppitími þessara þriggja véla var frá 99.96-99.99%. Þessar tölur gefa þó
ekki fullkomna mynd af ástandinu þar sem hugsanlegt er að tiltekin þjónusta, t.d.
póstþjónusta, liggi niðri þó að vétin sjálf sé í gangi.
Windows kerfisstjórn
Eftirfarandi Windows þjónustuvélar voru teknar í notkun á árinu 2003 á vegum
RHÍ:
1. streymir.rhi.hi.is. IBM eServer 330, windows 2003 Enterprize server sem
keyrir windows media services 9. Á honum keyrir útsendingarþjónusta eftir
óskum (On Demand). margvarps (multicast) útsendingarþjónusta og útsend-
ingarþjónusta fyrir windows Media Encoder. Hann hýsir fyrirlestra á vegum
kennslusviðs.
2. skerpa.rhi.hi.is, IBM eServer 330. windows 2000 server sem keyrir mynd-
vörsluhugbúnað fyrir skjalasafn HÍ (Fotoware. Fotoweb og Indexmanager) til
tengingarvið FotoStation pro biðlara hugbúnað.
3. stimpill.rhi.hi.is. IBM eServer 330, windows 2000 server, sem keyrir stimpil-
klukku hugbúnað fyrir starfsmannasvið HÍ. Hugbúnaðurinn er frá Hug ehf.
4. tg-simst-info.rhi.hi.is. IBM eServer 330, windows 2000 server sem keyrir Tele-
Info eftirlitshugbúnað og einnig símstöðvar hugbúnað frá Alcatel til sam-
skipta við símstöðvar.