Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Blaðsíða 205
skara eld að eigin köku. Og þar af leiði að besta og eðlilegasta fyrirkomulag
mannfélagsins sé óheft markaðshagkerfi þar sem einstaklingarnir geti keppt um
að bera sem mest úr býtum í hvaða grein og á hvaða sviðum sem vera skal.
Hugmyndafræði þessi hvílir á einum einföldum greinarmun og einni skýrri kenn-
ingu. Greinarmunurinn er þessi: Starfsemi fólks má skipta í tvo flokka - annars
vegar starfsemi sem miðarað framleiðslu og dreifingu efnahagslegra gæða. hins
vegar starfsemi sem hefur ekki slík markmið og þjónar engum efnahagslegum
tilgangi. Kenningin er eftirfarandi: Starfsemi sem snýst um framleiðslu og dreif-
ingu efnahagslegra gæða liggur þjóðfélaginu til grundvallar. öll önnur starfsemi
er háð henni og er að endingu annaðhvort þjónusta við hana eða munaður sem
menn láta eftir sér.
Grundvallargildi
Nú skal ég fúslega viðurkenna. kandídatar góðar, að sú mynd sem ég hef dregið
upp af ríkjandi hugmyndafræði kunni að vera ofureinfölduð. En hún dugar til að
vekja eftirtekt á þeirri hættu sem btasir við, ef við leggjum efnahagsleg gildi til
grundvallar öllu því sem við gerum. Hættan ersú að við horfum framhjá öðrum
gildum sem tiggja lífi okkar tit grundvallar ekki síður en hin efnahagslegu. Hver
skyldu þau gildi vera?
Ég nefni tvenns konar gitdi. Annars vegar gildi af stjórnmálategum toga: lýðræði.
rétttæti. frið. öryggi og velferð. Þetta eru þau gildi sem nútímaþjóðríki snúast um
öðru fremur. Hins vegar eru gildi af menningarlegum toga: vísindi. trú og listir.
menntun og lærdómur. leikir og heilsurækt. Þetta eru þau gildi sem ótal félög og
stofnanir þjóðfélagsins snúast um og vilja efta.
Samkvæmt efnahagshyggjunni. sem ég varað lýsa, eiga hin pólitísku og menn-
ingartegu gildi að þjóna þeirri starfsemi sem snýst um framleiðslu og dreifingu
efnahagslegra gæða: endanleg réttlæting þeirra væri framlag til efnahagslífsins.
Þjóðríkið á samkvæmt þessu að tryggja öryggi og velferð að svo miklu leyti sem
það skapar þegnunum skityrði til að afla sér tekna og taka þátt í atvinnulífinu.
Vísinda- og menntastofnanir eiga að sama skapi að vinna að því að niðurstöður
rannsókna og aukin kunnátta fólks til verka nýtist sem mest og best til að byggja
upp öflugt atvinnulíf.
Þetta virðist allt segja sig sjálft. Ég segi "virðist” vegna þess að mátin eru í reynd
miktu flóknari og erfiðari viðfangs en hér er gefið í skyn. Ástæðan er sú að iðu-
lega geta orðið djúpstæðir árekstrar á milli hinna ólíku gilda sem hér eru í húfi.
Og það er ekki aðeins rangt heldur háskategt að hatda að það hljóti að endingu að
vera efnahagslegu gildin sem mestu skipti og alit velti á. í reynd standa gildi af
menningartegum og stjórnmálategum toga okkur enn nær af því að þau teggja
grunn að sjálfsvitund okkar og samskiptum - einnig hinum efnahagstegu eða
viðskiptalegu. Auðvitað skipta efnahagsgildin miklu máli, en ekki fyrst og fremst
vegna þeirra sjálfra heldur vegna annarra gilda sem þau eiga þátt í að skapa. Það
kostar þjóðfélagið mikið fé að halda uppi góðu réttarkerfi í þjóðfélaginu og það er
raunar ekki víst að slíkt þjóni beintínis efnahagslegum markmiðum þegar ötl kurl
eru komin til grafar. Eitt markmið réttarkerfisins er einmitt að hindra að fyrirtæki
og einstaklingar hafi efnahagstegan ávinning af athæfi sem stangast á við menn-
ingarleg eða stjórnmátaleg verðmæti.
Annað og miklu flóknara mál er þegar efnahagsþróunin. atvinnustarfsemin. vinn-
ur gegn þeim lífsháttum og menningu sem fólk vill umfram altt leggja rækt við.
en borgar sig engan veginn fjárhagslega. Byggðaþróun á ístandi og víðar er stá-
andi dæmi um þetta þar sem fjöldi fólks. sem vill búa í sveitum og sjávarþorpum.
er knúinn til að flytja í þéttbýlið af efnahagslegum ástæðum.
Þriðja dæmið gæti verið öflugt vísinda- og menntastarf. Engum btandast hugur
um að sú starfsemi hefur margvíslega efnahagslega þýðingu. en það er einnig
augljóst að ávinningur hennar er ekki aðeins efnahagstegur. heldur í mörgum til-
fellum framar ötlu menningartegur og einnig af stjórnmálalegum toga. í bæk-
lingnum, sem hér iiggur frammi. um uppbyggingu Háskólans næstu árin. er getið
fjölmargra verkefni sem lúta ölt að því að gera Háskóla íslands að enn kraftmeiri
menningarstofnun. Ég nefni aðeins eitt þeirra, Náttúrufræðahúsið í Vatnsmýrinni
sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Með hinu nýja og glæsilega húsi
gjörbreytist aðstaða til kennslu og rannsókna í jarð- og lífvísindum og um leið
gefst einstakt tækifæri til að efla þessi fræðasvið. Sú efling skiptir ekki aðeins
sköpum fyrir margvístega atvinnustarfsemi í tandinu, heldur fyrir íslenska menn-
ingu. þekkingu okkar á íslandi, lífríki þess og stórkostlegri náttúru. Þekkingin,
vakandi og skapandi vitund um undur og fegurð íslenskrar náttúru. er ásamt
201