Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 12
„Síðan sneri hann sér að yngstu dóttur- Katrín Jakobsdóttir inni, sem honum þótti vænst um, og spurði: Höfundur er yngsta barn „Elsku barn, hve mikið elskar þú mig?“ En Fullkomnunarárátta Þymirósar rekur hana áfram til að vilja kunna enn meir og þess vegna heimtar hún að fá að læra að spinna. jóðsögur og ævintýri eru munn- menntir, þ.e. sögur sem geymst hafa í munnlegri geymd mann fram af manni. I’au eru því síbreytileg og eru oft: tal- in endurspegla sálarlíf mannskepnunnar á hverjum tíma. Á þau má líta sem nokkurs konar sjálfshjálparbækur samféiags síns; með því að hlusta á ævintýri er hægt að læra margt um lífið og tilveruna, fá útrás fyrir bældar hvatir og þvíumlíkt. Með þessa kenningu í huga er ekki úr vegí að hugsa hvað ævintýri og þjóðsögur segja okkur um systkinaröðina og svo hvað sjálfshjálparbæk- ur nútímans segja um hana. Einbirni: Spenna bogann of hátt Ef evrópsk ævintýri eru gaumgæfð er tvennt áberandi varðandi systkinaröðina. Hetjur ævintýranna eru annaðhvort yngstu börn eða einbirni. Þekktustu einbirnin eru líklega Mjallhvít og Þyrnirós. Reyndar mætti kalla Öskubusku einbirni þar systur hennar eru í raun stjúpsystur hennar. Þá er ekki tekið fram hvort Öskubuska er yngri eða eldri en þær og gæti þetta ruglað útreikningana nokkuð. En hvernig eru einbirni? Sam- kvæmt hinni þekktu bók dr. Kevins Lemans, Systkinaröðin mótar manninn, eru einbirni afskaplega áreiðanleg og samviskusöm en ógæfa þeirra skapast af því að þau stefna yf- irleitt hærra en þau komast og fýllast því stórfenglegri vanmetakennd. Samkvæmt Leman sagði dr. Alfred Adler að einbirni ættu í vandræðum með sérhverja sjálfstæða athöfn og yrðu fyrr eða síðar gagnslaus með öllu. Leman telur þetta fúlllangt gengið en kallar einbirni sjálf- ur „vængstýfða full- komleikamenn“. Og hvernig passa nú stöllurnar Mjall- hvít og Þyrnirós inn í þetta? Mjallhvít gerist svo falleg að hún verður fallegri en nýja konan hans pabba, sem samkvæmt ævin- týrinu var eigi að síður ákafiega falleg. Þar með spennir hún bogann of hátt því nýja drottningin tryllist af öfiind (samkvæmt kenningum Lemans hefúr hún verið ein- birni líka). Mynstrið endurtekur sig nokkrum sinnum í sögunni en aldrei cr tek- ið fram að Mjallhvít hafi verið neitt sérlega ánægð nema þegar hún var að annast heim- ilishaldið fyrir dvergana sjö en þá undi hún sér „glöð og ánægð“, samkvæmt ævintýrinu. Enda stefnir hún ekki of hátt þá (umönnun dverga er kannski ekki sérlega vandasamt verkefni) en getur þó ekki stillt sig um að senda töfraspeglinum boð um að hún sé samt fallegust. Þarf að segja meir? Þyrnirós er annað dæmigert einbirni. Hún fær endalausar vöggugjafir og er þar af leiðandi ægilega falleg, góð og hæfileikarík. En fúllkomnunarárátta hennar rekur hana áfram til að vilja kunna enn meir og þess vegna heimtar hún að fá að læra að spinna. Þegar það mistekst fyllist hún þvílíkri biturð að hún sefúr í hundrað ár til að hefna sín á sjálfri sér. Kevin Leman veit greinilega hvað hann syngur. En ætli kenn- ingar hans um yngstu börn smcllpassi á sarna hátt? Geðsveiflur yngstu barnanna Um yngstu börn segir Kevin Lcman eftirfar- andi: „Kæti og áhyggjuleysi liggja í eðli yngstu barna og fyrir bragðið vcrða þau vin- sæl og innundir hjá fólki, þrátt fyrir fíflalæt- in (ncma það sé vegna þeirra).“ En auk þess að vcra opinská, hlýleg og vinaleg eiga yngstu börn það til að vera uppreisnargjörn, óþolinmóð, skapstór, gagnrýnin og hvatvís. Helsta ógæfa yngstu barnanna sem eru bæði létdynd og aðlaðandi, eru geðsveiflurnar sem þau sitja uppi með ævilangt samkvæmt Leman; annan daginn eru þau eldhress en hinn svartsýn og niðurdregin. Eins og mörgum er kunnugt eru vinsælustu sögu- hetjur ævintýra oft yngstu börn og er nærtækast að nefna Helgu í íslenska æv- intýrinu um Ásu, Signýju og Helgu. Sama gildir um evr- ópsk ævintýri þó að þekktustu persón- urnar séu einbirni. Uppreisnargirni yngstu barna sést berlega í ævintýrinu Sefsláin en að sama skapi er sérstaða yngstu dótturinnar undirstrikuð, föðurnum þykir vænst um hana, enda er hún ábyggilega skcmmtilegust, hlýlegust og opinskáust. I sögunni er sagt frá aðalsmanni nokkrum sem spyr dætur sínar hve mikið þær elski hann. Þær tvær eldri smjaðra fyrir honum en ekki sú yngsta: Hér endurspeglast geðsveifl- ur yngsta barnsins sem fríkar út í skyndilegri geðvonsku og sparkar boltanum allt of langt. „Þú færð engin epli, af því að þú ert svo lítill." Og þá upplifir Stubbur sterka geð- sveiflu: „Það þótti honum leiðinlegt." hún vildi ekki smjaðra fyrir honum heldur láta hann heyra sannleikann.“ í ungverska ævintýrinu Dýrin þakklátu er söguhetjan yngsti sonur: „Yngsti sonurinn hét Ferkó. Hann var fallegur ungur maður, hafði blá augu, ljóst hár og bjarta húð. Eldri bræðurnir tveir öf- unduðu hann og reyndu alltaf að gabba hann.“ En það fer illa fyrir eldri bræðrunum tveimur. I kringum Ferkó safnast dýr sem finna hvers konar hlýlegan og vinalegan mann liann hefur að geyma. Á mcðal þessara dýra er úlfa- hjörð sem er ekki til í að láta vondu bræð- urna sleppa, líldega að undirlagi Ferkós, sem er að upplifa slærna geðsveiflu þennan dag- inn ef marka má kenningar Lemans: „Úlfarnir umkringdu kónginn og vondu bræðurna tvo og samviskulausu hirðina, og allir börmuðu sér og kveinuðu meðan úlf- arnir hurfú inn í dimman skóginn með þá. Og frá þeim degi hefúr hvorki heyrst til þeirra né spurst.“ í skoska ævintýrinu Jakob kóngssonur er það Jakob sjálfur, sem einmitt er yngsti son- urinn, sem kentur af stað öllum vandræð- unum. Systir hans týn- ist við að Ieita að bolta sem hann hefúr spark- að allt of langt í burtu. Hér endurspeglast geðsveiflur yngsta barnsins sem fríkar út í skyndilegri geðvonsku og sparkar boltanum allt of langt. Að sama skapi leysir Jakob mál- ið með ráðkænsku og lagni í mannlegum samskiptum. Stubbur: Djúpgerð yngsta barnsins En ekki þarf að leita til ævintýra til að skynja sérstöðu yngsta barnsins. Velflestir háskóla- nernar ólust upp við bókaflokkinn „Skemmtilegu smábarnabækurnar“. í þcim flokki kom út saga þar sem segir frá Stubbi en hann er bara fimm ára gamall. Hann á tvo bræður, Óla og Pétur, sem eru átta ára. Þeir fara illa með litla bróður sinn. Þegar mamma þeirra geflir þeim epli segja Óli og Pétur við Stubb: „Þú færð engin epli, af því að þú ert svo lítil!.“ Og þá upplifir Stubbur sterka geðsveiflu: „Það þótti honum leiðin- legt.“ En að sjálfsögðu hefnist eldri bræðr- unum fyrir mannvonsku sína; þeir fá í mag- ann af öllurn eplunum og þurfa að drekka andstyggilegt rneðal. Stubbur þarf ekki að fá neitt meðal og lendir þá í annarri geðsveiflu: „Og Stubbur varð fjarska glaður.“ Ófúllkomleiki eldri bræðranna sést víðar, t.d líkar hundum illa við þá og þegar þeir fá ný föt hlaupa þau í þvotti (en þeim tekst að sjálfsögðu að óhreinka þau á fyrsta degi)! Bræðurnir sjá að sér að lokum enda ættu þeir sem eldri börn að hafa ábyrga afstöðu til slíkra deilumála, ef miðað er við kenningar dr. Kevins Ixmans. Stubbur er kannski djúp- gerð allra yngstu barna, sem þola má of- sóknir en græðir að lokum — hann fékk ekki í magann afofáti; hundurinn varð besti vin- ur hans og að lokum hlotnuðust honum tvenn ný föt af cldri bræðrunum. Með öðr- um orðum verða þeir síðustu fyrstir og yngri börn þessa heims þurfa því ekki að örvænta. Stubbur í geðsveiflu 12 stúdentablaðið - febrúar ‘01

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.