Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 29
Iþessari grein er ætlunin að vekja athygli
nemenda á þeim möguleikum sem hið
margþætta samstarf Háskólans við þekk-
ingarmiðstöðvar á landsbyggðinni hefiir í
för með sér. Háskóli Islands er háskóli allra
landsmanna og hefiir tekið þátt í uppbygg-
ingu rannsókna- og þekkingarmiðstöðva í
Mývatnssveit, á Selfossi, í Sandgerði, Hvera-
gerði, Vestmannaeyjum og á Höfn í Horna-
nafnið Nýheimar. Byggingin verður tekin í
notkun árið 2002 en þar vcrður auk Aust-
urlandssetursins starfrxktur nýr framhalds-
skóli, útibú I’róunarstofu Austurlands og
héraðsbókasafnið auk þess sem öðrum rann-
sóknastofnunum hefúr verið boðin þar að-
staða. Meginmarkmið Austurlandssetursins
verður að sinna rannsóknum tengdunt jökl-
um og þjóðgörðum en síðastliðið sumar
■
firði. Einnig er Háskólinn í virku samstarfi
við frxðslumiðstöðvar á landsbyggðinni um
fjarkennslu og í vor gerðu Byggðastofnun
og Háskólinn samning um samstarf í atvinn-
u- og byggðaþróun. Nánari upplýsingar um
starfsemi Háskólans á landsbyggðinni má
finna á: www.hi.is/stjorn/sam/landsbyggd-
Þróunarsvið Byggðastofnunar
Eróunarsvið Byggðastofnunar á Sauðárkróki
hefur umsjón með framkvæmd samstarfs-
samnings Byggðastofnunar við Háskólann
en þróunarsvið samræmir samstarf opin-
berra stofnana við atvinnuþróunarfélögin í
heild sinni. Samningnum er ætlað að stuðla
að virku samstarfi Háskólans við öll atvinnu-
þróunarfélög á landsbyggðinni. Samstarf
Háskólans og þróunarsviðs hefúr þegar leitt
til ýmiss konar samvinnu. Þróunarsvið
Byggðastofnunar stóð í vetur fýrir verkefni
um búsetuþætti á landsbyggðinni sem
nefndist „Búum til betri byggð“. Grund-
vallarforsenda verkefnisins var að ekki nægði
að líta á atvinnumálin cin sér sem skilyrði
fýrir búsetu heldur þyrfti að líta til búsetu-
þátta, svo sem menningar og afþreyingar,
sjálfsmyndar og ímyndar, húsnæðismála,
menntunar, umhverfis- og skipulagsmála,
félagslegrar þjónustu, verslunar, samgangna
og fjarskipta. Mikill áhugi er fýrir því að fá
nemendur í rannsóknaverkefni sem tengjast
fýrrnefndum búsetuskilyrðum og er áhuga-
sömum bcnt á að kynna sér niðurstöður
verkefnisins og tillögur að rannsóknaverk-
efnum á vefsíðum Byggðastofnunar
www.bygg.is og/eða hafa samband við Ing-
unni Bjarnadóttur (ingunn@bygg.is, s. 455-
6200).
Nýheimar á Höfn í Homafirði
Verið er að undirbúa starfsemi Austurlands-
seturs Háskóla íslands á Höfn í Hornafirði
en það verður cin af stoðum nýrrar þekking-
armiðstöðvar í héraði sem gefið hefúr verið
setti Háskólinn í samráði við heimamenn
upp jöklasýningu sem fengið hefúr styrk af
fjárlögum. Óskað er eftir nemendum í rann-
sóknaverkefni tengd jarðfræði, jöklarann-
sóknum, landafræði, þjóðfræði og verkcfni
sem tengjast uppbyggingu fræðasetra á
landsbyggðinni. Þá hefur sveitarfélagið
áhuga á að fá nemendur í vcrkefni er tengj-
ast náttúrufræðilegri úttckt (flóra - fjöll -
dalir) á gömlum hreppunt í
sýslunni, verkefni sem
skipta mætti í 5 sjálfstæð
verkefni sent hvert um sig
gæti tekið um 2 mánuði.
Áhugasömum nemendum
er bent á að hafa samband
við Stefaníu Kristinsdóttur
hjá Rannsóknaþjónustu
Háskólans (steffý@hi.is, s.
525-4900) cða Dóru Stef-
ánsdóttur starfsmann Ný-
heima (s. 478 1500). Frek-
ari upplýsingar má finna á
vefnum www.nyheimar.is.
Fræðasetríð í Sandgerði
Fræðasetrið í Sandgerði
býður upp á margvíslega
möguleika, þaðan er rekið
rannsóknaverkefnið Botn-
dýr á íslandsmiðum
(BIOICE) auk þess sem
þar er Sjávarsetrið sem hef-
ur verið skilgreint sem
Large schale facilities und-
ir TMR-áætlun Evrópu-
sambandsins sem fclur í sér
að vísindamenn í ríkjum þess geta sótt um
styrki til að stunda þar rannsóknir. í Fræða-
setrinu er náttúrugripasafn þar sem hægt er
að skoða hluta af náttúru íslands í návígi
auk góðrar vinnu- og gistiaðstöðu. Mcgin-
markmið Fræðasetursins er að tengja mann
og umhverfi, náttúru, sögu og land en að-
standendur þess leggja mikið upp úr greið-
um aðgangi almennings að þekkingu starfs-
manna og vísindamanna með því að bjóða
upp á skoðunarferðir og ráðgjöf um fjöruna,
fiska, fugla, ferskvatnslíf, merka sögu út-
gerðarhverfanna í Miðneshreppi og gróður-
far á svæðinu. Þverfaglegar áherslur seturs-
ins gera nemendum af nánast hvaða fræða-
sviði sem er kleift að nýta sér aðstöðu þess til
áhugaverðra rannsókna. Nánari upplýsingar
má finna á heimasíðunni wu'w.sandgerdi.is
og hjá Reyni Sveinssyni (fset-
ur@ismennt.is, s. 423-7551).
Hverarannsóknir í Hveragerði
Helstu viðfangsefni Fræðaset-
ursins í Hveragerði eru á sviði
hvera- og vatnavistfræði og
hagnýtrar örverufræði. Setrið
er samstarfsvcrkefni Háskóla ís-
lands, Hveragerðisbæjar, Garð-
yrkjuskóla ríkisins, Rannsókna-
stofnunarinnar að Neðra-Ási
og Prokaria ehf. Það er í hús-
næði Rannsóknarstofnunarinn-
ar að Neðra-Ási. Aðstaðan í
setrinu felst í vinnu- og fúndar-
aðstöðu fyrir fræðimenn og
nemendur en þar er m.a. bóka-
safn og rannsóknarstofa auk
þess sem aðstaða Garðyrkju-
skóla ríkisins stendur til boða,
s.s. til stærri funda og ráð-
stefnuhalds. Þeim nemendum
sem hug hafa á að nýta sér þessa
aðstöðu er bent á að hafa sam-
band við framkvæmdastjóra
setursins, Tryggva Þórðarson
(tryggvi@nedrias.is, s. 483-4360). Frekari
upplýsingar má finna á heimasíðu setursins
www.nedrias.is.
Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði
á Selfossi.
Miðstöðin er samstarfsvcrkefni Háskóla ís-
lands og sveitarfélagsins Árborgar. Þar eru
stundaðar tjölfaglegar rannsóknir og starfa
stöðu er bent á að hafa samband við Ragn-
ar Sigbjörnsson (Ragnar.Sigbjornsson@hi.is,
s. 525-4141).
Rannsóknasetur við Mývatn ^
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn heyrir
undir umhverfisráðuneytið en Líffræði-
stofnun Háskólans hefúr gert gagnkvæman
samning við hana um notkun á aðstöðu.
Stöðin sinnir ráðgjöf og rannsóknum er
varða náttúruvernd svæðisins, einkum rann-
sóknum á lífríki og vistkerfi Mývatns cn síð-
astliðin ár hafa þar einnig verið gerðar rann-
sóknir tengdar fornleifafræði. í stöðinni er
góð gisti- og rannsóknaraðstaða, fúllkominn
tækjabúnaður, bátur og bifreið. Þar hafa
nemendur í líffræði stundað rannsóknir til
fjölda ára auk hópa nemenda og vísinda-
manna hvaðanæva úr heiminum. Þeim nem-
endum sem hafa hug á að nýta sér aðstöð-
una í Mývatnssveit til rannsókna er bent að *
hafa samband við Árna Einarsson, forstöðu-
mann hennar og sérfræðing hjá Líffræði-
stofnun (arnie@hi.is, s. 525-4616).
Rannsóknasetrið í Vestmannaeyjum
Starfsemi Rannsóknasetursins í Vestmanna-
eyjum er nú fimm ára en hún tengist hafinu,
útgerð og sjávarútvcgi. í setrinu cr marg-
þætt rannsóknaraðstaða; örvcru- og efna-
herbergi, flokkunarherbergi, smásjárher-
bergi og rannsóknabátur auk skrifstofúhús-
næðis. Rannsóknaraðstaðan og setrið er tr.
samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar,
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Þróun-
arfélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu
Suðurlands. Setrið nýtur jafnframt góðs af
Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja
en í safninu eru yfir 30 tegundir af lifandi
fiskum og sjávarhryggleysingjum auk mynd-
arlegs safns af uppstoppuðum dýrum. Á
safninu er til staðar víðsjá og útbúnaður til
ljómyndunar og kvikmyndunar sem nýtist til
rannsókna tengdum atferlisfræði, þroskun-
arfræði og flokkunarfræði. Þar er einnig
þar um tíu manns auk tveggja prófcssora frá
Háskólanum. Starfsemi miðstöðvarinnar
skiptist í þrjá meginþætti, undirstöðurann-
sóknir, þjónusturannsóknir og þjálfún nem-
enda við rannsóknastörf úr öllum deildum
Háskólans. í miðstöðinni er boðið upp á
skrifstofú- og fúndaraðstöðu auk þess sem
aðstaða er fyrir smærri ráðstefnur. Þeim sem
eru áhugasamir um að nýta sér þessa að-
bókasafn sem heldur utan um heimildir um
rannsóknarverkefni sem unnin hafa á svæð-
inu. Þeim nemendum sein hafa áhuga á að
stunda rannsóknir í tengslum við Vest-
mannacyjar er bent á að hafa samband við “
forstöðumann setursins, Pál Marvin Jónsson
(palmar@eyjar.is, s. 481-2696).
Stefanía Kristinsdóttir, Rannsóknaþjónustu HÍ
Tækifæri fyrir nemendur
á landsbyggðinni
Háskóli Islands
stúdentablaðið - febrúar ‘01 29