Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 18
Háskóli fyrir suma?
Um tækifærí fatlaðra fíl menntunar eftir Söru Hlín Hálfdanardóttur
Hugarfarsbreyting verður að koma til
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er áhrifamikil
manneskja innan Sjálfsbjargar og hefúr látið
mikið til sín taka undanfarin ár. Hún stund-
ar nám á félagsþjónustubraut í Borgarholts-
skóla.
' Hvernig hefur baráttan í málefnum fatl-
aðra almenntgengið síðustu ár og misseri '<
Baráttan gengur ágætlega en það er svo
margt sem þarf að breytast í samfélaginu til
þess að hún nái tilætluðum árangri. Akveð-
in hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað.
I’að er svo stutt síðan fatlaðir voru ekki virk-
ir samfélagsþegnar, þeir voru varla sýnilegir
og hálfþartinn útskúfaðir. Fatlaðir væru ekki
svona úr leik í þjóðfélaginu ef aðgengis- og
aðstöðumál væru í betra horfi. En vonandi
er þetta að breytast en til þess þarf víðtæka
hugarfarsbreytingu.
Hvað með möguleika á menntun, erufatlað-
ir út undan hvað hana varðar?
Fatlaðir hafa ekki sömu möguleika og aðrir
á að mcnnta sig. I Háskóla Islands verða
fatlaðir til dæmis að velja sér nám eftir bygg-
ingum en ekki eftir áhugasviði. Okkur finnst
þetta auðvitað sárt og óréttlátt. Við viljum
hafa sömu möguleika og aðrir á menntun.
I’cgar byggingar Háskólans voru teiknaðar
var ekkert tillit tekið til fatlaðra en nú er það
hins vegar almenn krafa okkar á grundvelli
mannréttinda að allir þegnar hafi jafnan að-
gang að menntun. Einnig viljum við
mennta okkur til að geta fengið gott og vel
launað starf til að þurfa ekki að lifa af ör-
orkubótunum.
Hvaða sýn finnstpérfatlaðir hafa á háskóla-
menntun, eru þeir bjartsýnir?
Eg sé sjálf ekki fram á að komast í nám
núna, ég þyrfti að vclja mér nám eftir bygg-
ingum cn ekki eftir áhugasviði. Almennt tel
ég ungt, fatlað fólk vcra frekar svartsýnt því
það treystir sér ekki til að klífa allar hindran-
irnar sem felast í því að mennta sig. I’að hafa
ekki allir bein í nefinu né orku og vilja til að
standa í sífelldum barningi. Við viljum geta
farið í skóla á eigin vegum en ekki að þurfa
að treysta á að okkur verði hjálpað með allt.
Við viljum vera sjálfstæð. En vissulega eru
einstaklingar sem cru tilbúnir að þiggja að-
stoð ffá öðrum til að mennta sig, eins og
einn sem ég þekki og stundaði lögfræðinám;
hann fékk alltaf stráka til að bera sig upp
stigana í Lögbergi. Þeir komast í nám sem
eru frekastir en hvað með þá sem eru hóg-
værir?
Hvaða umbtetur eru brýnastar í málefnum
fatlaðra á nœstu misserum?
Eg greini vel hugarfarsbreytingu í samfélag-
inu; fólk er að v'akna til vitundar um að fatl-
aðir séu líka til. En ef við berum okkur sam-
an við önnur norræn lönd er augljóst að þau
eru komin mun lengra í aðstöðu- og sam-
göngumálum fátlaðra. Við erum aftarlega á
merinni þar. Ég vil að það sé tekið tillit til
allra samfélagsþegna við áætlanagerð, hvort
sem það er í verslunum, á skemmtistöðum
eða í menntakerfinu. Fatlaðir eru stór hluti
af samfélaginu og ckki gengur að dæma þá
úr leik með þeim rökum einum að það sé
útgjaldaminna. Fötluðum finnst þeir oft
vera dýrt vandamál, að allar sérþarfir þeirra
séu aukakostnaður fyrir samfélagið. Er það
réttlátt viðhorf að við séum byrði á samfé-
laginu? Það á að taka tillit til allra samfélags-
þegna. Mér var töluvert brugðið þcgar ég
komst að því um daginn að verið var að gera
endurbætur á hátíðarsalnum í Aðalbyggingu
Háskólans, sem kostuðu tugi milljóna. Við
þær endurbætur var ekki gert ráð fyrir því að
fatlaður einstaklingur héldi ræðu uppi á pall-
inum því hjólastóll kemst ekki þangað. Af
hverju gleymdumst við þarna? Þrátt fyrir að
hugarfarsbreyting sé að fara af stað skortir
hana víða. Ég vil sjá Háskóla íslands að-
gengilegan öllum samfélagsþegnum árið
2010.
Hallgrímur Eymundsson er að ljúka námi í
tölvunarfræði við Háskóla Islands. Hann er
ákveðin fýrirmynd fyrir aðra fatlaða nem-
endur til að stunda nám við Háskólann. Því
var afar forvitnilegt að taka hann tali.
Var það alltaf möguleiki í þtnum huga að
stunda nám við Háskólann?
Ég velti því svo sem aldrei fyrir mér, ég ætl-
aði bara alltaf í Háskólann. Það hefur geng-
ið ágætlega þrátt fyrir að ýmislegt í aðstöðu-
málum hafi stundum gert mér erfitt fyrir.
Hins vegar var það þannig með mig að strax
í upphafi námsins kynnist ég strák sem heit-
ir Freyr Ólafsson og stundaði sama nám og
ég. Hann varð aðstoðarmaður minn og
sannur vinur þannig að ég fann síður fyrir
erfiðleikum í náminu vegna fötlunar minn-
ar. Hann bjó hérna rétt hjá mér, hjólaði
alltaf til mín á morgnana og við keyrðum
saman í skólann. Þetta auðveldaði mér allt
námið í upphafi og veitti mér vissulega ör-
yggi. Freyr reyndist mér cinstaklega vel og
ég á honum mikið að þakka. Svo má ekki
gleyma Halldóri H. Halldórssyni sem tók
við af Frey þegar hann kláraði tölvunarfræð-
ina í haust. Hann er líka góður aðstoðar-
maður og stendur sig vel.
Var eitthvað sérstakt við aðstöðumálin sem
kom þér á óvart?
Já, það var vissulega margt sem kom mér á
óvart. Mér finnst einkennilegt að í nýrri
byggingu eins og Endurmenntunarstofnun
sc ekki hugsað til fullnustu um aðgengismál
'f fatlaðra. I Endurmcnntunarstofnun, þar
sem tölvuver okkar tölvunarfræðinema er og
félagsaðstaða, er bráðabirgðalyfta, einhvers
konar vörulyfta sem ákvcðið hcfur vcrið að
væri nægjanlega góð fyrir fatlaða. Hún er
Aðgengi
samt ekki venjuleg fólkslyfta því það þarf að
halda inni takka til að hún komi og má ekki
sleppa takkanum því þá stoppar hún þar sem
hún er. Hún opnast ekki sjálf heldur þarf
alltaf að fá einhvern til að opna. Síðan þarf
að halda inni takkanum þegar inn er komið
til að komast á þá hæð sem óskað cr eftir.
Þetta er ekki beint hcntugasta lyftuformið
er slæmt
sem til er! Mér finnst líka töluvert skrýtið að
úr því að menn hafa fyrir því að setja upp
lyftu, af hverju er það þá ekki bara að gert
almennilega, í stað þess að vera með hálf-
kák? Það er líka annað í þessu, ég er í raf-
magnshjólastól og kemst því að mestu leið-
ar minnar, en þeir sem eru í venjulegum
hjólastól komast alls ekkcrt þangað scm þeir
ætla sér því víða eru erfiðir þröskuldar og
grófar mottur sem hjólastólar stranda á.
Telur þú að fatlaðirgeti stundað hvaða nám
sem þeir óska í Háskólanum ?
Ég held ekki því aðgengi að mörgum bygg-
ingum er svo slæmt. Það eru hclst þessar
nýrri sem geta tekið á móti fötluðum nem-
endum en þær eru samt langt frá því að vera
gallalausar. Ég vona samt að hugarfarsbreyt-
ingar sé að vænta og það verði betur tekið á
mótifotluðum í Háskólanum. Hins vegar
finnst mér mikilvægt að það komi fram að
ég hef verið mjög heppinn ineð alla aðstoð
sem ég hef þurft á að halda. Námsráðgjafar,
kennarar og nemendur hafa reynst mér vel
og komið til móts við þarfir rnínar. En þrátt
fyrir það þarf að gera ýmislegt betur.
Myndir þú hvetja fatlaða til að stunda nám
við Háskóla íslands?
Já, háskólamenntun er vissulega af hinu
góða og því ættu allir að rcyna að fá hana en
fólk þarf að treysta sér í baráttuna, vera til-
búið til að sýna þolinmæði og umburðar-
lyndi. Fólk þarf að hafa bein í nefinu til að
takast á við það að geta ekki valið sér nám
eftir áhuga heldur eftir aðgengi bygging-
anna. Þetta er svolítið hart. Ég gæti til að
mynda ekki stundað nám í tölvunarfræði
nema vegna þeirra aðstoðar sem ég fæ og
námsráðgjöf greiðir fyrir.
Ásdís Úlfarsdóttir var ncmandi í stjórnmála-
fræði við Háskóla íslands. Hún lagði stund
á nám við skólann árið 1991 en datt út
skömmu seinna. Þegar ég hitti hana að máli
tjáði hún mér að sökum lélegs aðgengis
hefði hún þurft að hætta námi.
Þetta var allt of erfitt fyrir mig á þessum
tíma og þá sérstaklega flutningur á milli
bygginga. Ég hafði hreinlega ekki sama þrek
og aðrir til að stunda námið. En hins vegar
var Námsráðgjöfin öll af vilja gerð til að að-
stoða mig en leiðirnar í boði voru bara ekki
nógu sveigjanlegar. Ég væri örugglega í
námi núna ef ég sæi fram á að geta það,
áhugi minn liggur í mannfræðinni og von-
andi skýtur hugarfarsbreytingin sem þarf í
þessum málum fljótt rótum til að ekki þurfi
að líða á löngu þar til ég get haflð nám aft-
ur.
18 stúdentablaöið - febrúar ‘01