Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 15
Leggjum sterk stefnumál undir dóm stúdenta Arlegar kosningar tíl Stúdentaráðs fara fram dagana 27. og 28. febrúar. Guðfinnur Sigurvinsson skipar 1. sætið á lista Vöku til Stúdentaráðs. Undirrit- uð tók Guðfinn tali í því skyni að kynnast manninum og þeirri stefnu sem Vaka leggur frani í kosningunum í ár. En hver er maðurinn ? „Eg er 22 ára garnall stjórnmálafræðinemi úr Keflavík, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem ég tók virkan þátt í félags- lífi. I MA var ég meðal annars inspector scholae sem er formaður nemendafélags- ins,“ segir Guðfinnur. Hver eru þau mál sem Vaka setur á oddinn í ár? „Vaka er 66 ára félag sem er mjög sam- gróið Háskólanum. I’að er einkum tvennt sem einkennt hefúr starfsemi félagsins þann tíma en það er áherslan á bætta kennslu og á kennslumál almennt og andstaðan við skólagjöld,“ segir Guðfinnur og bætir við að hann lítí svo á að kennslumálin séu sú stoð sem öll önnur hagsmunabarátta hvílir á. „Við komum í Háskólann til að mennta okkur og því hljóta kennslumálin að vera brýnasta hagsmunamál okkar. Þau varða okkur öll með beinurn hætti.“ Guðfinnur segist telja stefnu Vöku óvenju sterka í ár. „Þrátt fyrir að grundvallarstefna Vöku sé alltaf sú sama koma upp ný mál og í ár er mikið af góðum og frumlegum hug- myndum. Við leggjum áherslu á kennslu- málin, húsnæðismál Háskólans og stúdenta, við viljum aukin tengsl við atvinnulífið, við höfúm mótað okkur sterka og raunhæfa stefnu í málefnum lánasjóðsins og við leggjum frarn full- búna dagskrá fyrir Stúdentaráð allt næsta ár - það er verkefni sem við köll- um 4 í mánuði,“ seg- ir Guðfinnur. Þverfaglegt nám er eitt stærsta hags- munamál stúdenta samtímans Um menntamálin segir Guðfinnur að mikil áhersla sé lögð á þverfaglegt nám: þannig að þverfaglcgt nám cr svar Háskól- ans við kröfúm stúdenta og um leið svar við kröfúm atvinnulífsins. Menntun hcfur aldrci verið jafnmikilvæg og hún er nú. Menntun er beinlínis spurning um lífsgæði framtíðar- innar. Umræða um þverfaglegt nám skiptir ncmendur Háskólans miklu máli, þar sem allt sem varðar uppbyggingu og þróun menntunar er stúdentum mikilvægt. Þver- faglegt nám er eitt stærsta hagsmunamál stúdenta samtímans því það snertir sjálfan grundvöll menntunarinnar. Þverfaglegt nám gerir stúdentum kleift að víkka sjóndeildar- hringinn og öðlast vitneskju á breiðari grunni en áður. Það býður einnig upp á fjöl- breytni í nárni og starfi. Þvcrfaglegt nám „Vaka er 66 ára gamalt fé- lag sem er mjög samgróið Háskólanum. Það er einkum tvennt sem einkennt hefur starfsemi félagsins þann tíma en það er áherslan á bætta kennslu og á kennslu- mál almennt og andstaðan við skólagjöld.“ þýðir meiri möguleika,“ segir Guðfinn- ur. Hann segir að Vaka ætli enn- frcmur að ná fram ýmsurn at- riðum sem auð- velda nemend- um að stunda þverfaglegt nám. „Við vilj- um að stunda- skrár og próftöflur liggi fyrir þegar nem- endur skrá sig í fög þannig að það sé auðveld- ara fyrir fólk að skipuleggja sig. Þetta kernur vitaskuld öllum nemendum til góða en er sérstakt hagsmunamál þeirra sem stunda nám í fleiri en einni deild auk þess sem þetta snertir foreldra mjög mikið.“ Lesaðstaða allan sólarhringinn „Nemendur HÍ hafa fyrir löngu sprengt af sér húsnæði skólans. Við viljum nýta hús- næði Háskólans til íúlls, á meðan úrbóta er beðið. Við viljum sjá það gerast að bygging- ar HÍ verði opnar allan sólarhringinn þannig að lesaðstaða sé alltaf til staðar. Ég held líka að það sé margt til í því að það sé ekki hægt að finna betri þjófavörn á nóttunni en nem- endur. Við viljum lengja opnunartíma Þjóð- arbókhlöðunnar, þannig að hún sé einnig opin til klukkan 22 um helgar. Þá viljum við flýta fyrir bygg- ingu Stúdentagarða, enda er það sérstak- lega brýnt þegar leigumarkaðurinn er jafnóhagstæður og hann er núna. Svo viljurn við auka úrval- ið og fjölbreytnina á kaffistofiim FS. Það er engin nýbreytni í gangi og úrvalið það sama á öllum kaffi- stofúnum. Við viljum að stúdentum sé boðið upp á meira úrval.“ sjóðsins. Ljóst er að námslánin duga ekki til framfærslu og af því leiðir að rnargir nem- endur HÍ vinna með námi. Það eru alröng skilaboð að refsa okkur með því að skerða námslánin fyrir það eitt að vinna. Það liggur í augum uppi að það eru einmitt efnaminni stúdentar sem þurfa mest að vinna. Frítekju- markið er alltof lágt og skerðing námslána eftir að farið er yfir rnarkið er of mikil. Við viljurn auk þess bæta þjónusta LÍN og vilj- um að LÍN hefji sam- ,Það er einfaldlega Stórsókn í atvinnulífið „Það þarf að gera mun betur en gert hefiir verið til að rækta tengslin við atvinnulífið. Fjármagn það sem HÍ hefur til umráða er ekki nægilegt og þá þarf að leita allra leiða til að bæta úr því. Við viljum fara þá leið að styrkja hollvinafélög Háskólans og láta nem- endur hafa nteira um það að scgja hvað holl- vinafélög deildanna gera. Með því að virkja nemendur í fjáröflun næst betri árangur, enda þekkjum við af eigin raun hvað það er sem vantar. Skipulagt átak stúdenta er það sem þarf.“ Stúdentum á ekki að refsa fyrir að vinna „Við höfum farið ýtarlega yfir málefni lána- starf við bankana um þjálfún þjónustufúll- trúa þannig að þeir geti smátt og smátt tekið við þjónustu- þættí LÍN. Það verð- ur líka að hafa það í huga að það eru fleiri en nemendur HI sem taka námslán. Fyrir þá sem eru búsettir úti á landi yrði mjög til bóta að geta leitað til þjónustufulltrúa síns eftir þjónustu í stað þess að tala við LÍN sem er bara í Reykjavík.“ Fjölskyldufólk hefur verið vanrækt „Ég er mjög ánægður með þá stórsókn sem Vaka ætlar að stýra í málefnum fjölskyldunn- ar. Það eru margir foreldrar við nám í HÍ en mjög lítið hefur verið gert á undanförnum árum til að sinna hagsmunum þeirra,“ segir Guðfinnur og bætir við að jafnrétti ti! náms snúist ekki bara um efnahag. Það þarf að fjölga dagvistunarplássum, það þarf að birta próftöflur og stundaskrár þegar nemendur skrá sig í fög og það þarf að rniða kennslu- tímann við eðlilegan vinnudag. Við ætlum að koma á barnfóstruvef þar sem fbreldrar gcta nálgast barnfóstrur sem lokið hafa námskeiði hjá Rauða krossinum, við ætlum að koma á mömmu- og pabbamorgnum og ætlum að bjóða mæðrum upp á lcikfimi í íþróttahúsinu,“ segir Guðfmnur. Aðgengi fatlaðra þarf að bæta Hann segir Vöku einnig ætla að sinna mál- efnum fatlaðra í HI. „Vaka vill bæta hús- næðismál Háskólans með tilliti til hagsmuna hreyfihamlaðs fólks. Vaka ætlar að setja á laggirnar samráðshóp þar sem fúlltrúar fatl- „Ég held auk þess að það sé iýðræðínu til góða að skipta meirihlutanum út. Röskva hefur nú verið við völd í heil- an áratug. Þetta er mjög langur tími og lengri en fólk grunar.“ aðra nemenda geta komið sarnan með fúll- trúum Súdentaráðs, rætt hagsmunamál fatl- aðra og unnið að úrbótum í málefnum þeirra. Við viljum jafnrétti til náms fyrir alla.“ 4 í mánuði Guðfinnur segir að Vaka leggi nú fram fúllunna dagskrá fyrir næsta starfsár. „Við viljum setja meiri kraft í starfsemi Stúdenta- ráðs. Það segir sig líka sjálft að það gengur betur að sinna hagsmunabar- áttunni ef Stúdenta- ráð er í tengslum við nemendur skólans. Við leggjum nú fram dagskrá með að minnsta kosti 4 at- burðum í hverjum mánuði. Við viljum setja meira líf í Há- skólann og ná fram stemmningu. Nú cr það þannig að nemendur eru nánast bara í tengslum við fblk innan sinnar deildar. Við ætlum að gefa stúdentum tækifæri til að breyta þessu, með ótal atburðum eins og þemadögum, skemmtikvöldum, fyrirlestr- urn og ráðstefnum," segir Guðfinnur. Rétt er að hvetja alla stúdenta til að kynna sér dagskrána og sjá þannig af eigin raun hvað það er sem Vaka leggur fram. Gríptu tækifærið, vertu með Vöku Vitaskuld er aldrei hægt að koma öllum stefnumálum á framfæri í ekki lengra spjalli en þessu. Það er hins vegar ljóst að Vaka býður fram sterkan lista, sem endurspeglar vel Háskólann og leggur stcfnumál sín und- ir dóm kjósenda. „Ég held auk þess að það sé lýðræðinu til góða að skipta meirihlutanum út. Röskva hefúr nú verið við völd í heilan áratug. Þctta er ntjög langur tími og lengri en fólk grun- ar. Það er kominn tími til að hleypa nýju fólki að, fólki með nýjar áherslur og starfs- aðferðir. Vaka leggur sterka stefnuskrá sína undir dóm stúdenta. X-A.“ Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.