Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 8

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 8
8 stúdentablaðið SAMFÉLAGIÐ -Nýtt nemendafélag við Ht VIÐSKIPTAFRÆÐI VIÐ HÍ -Guðmundur Rúnar Svansson ræðir við Ástu Dís Óladóttur, samskipta- og kynningarfulltrúa viðskipta- og hagfræðideildar HÍ Nýlega var stofnað nýtt nemendafélag viö Háskóla íslands sem ber nafnið Samfélagiö og er félag framhaldsnema í fé- lagsvísindadeild. Hlutverk félagsins verður að berjast fyrir hagsmunum nema í meistara- og doktorsnámi í deildinni, koma á fót kraftmikilli útgáfu og kynna nám og rannsóknir félagsmanna jafnt innan Háskólans sem utan hans. Fyrsti formaður Samfélagsins er Gunnar Þór Jóhannesson og sagði hann þörfina fyrir slíkt félag hafa farið vaxandi síðustu ár. Fólk hafi hingað til verið að vinna í sínum málum hvert í sínu horni og skort allt samhengi. Nýr vettvangur fræðilegrar umræðu „Framhaldsnemar hafa ekki átt fulltrúa í rann- sóknarnámsneffid, á deildarfundi eða deildarráðs- fundum sem er mjög bagalegt í ljósi þeirrar stefnu að það á að styrkja rannsóknarnám við HI. Fiitt af því fyrsta sent við gerðum var að kjósa okkur full- trúa í rannsóknarnámsnefnd sem er beintengd inn í rannsóknarnámið og við erum að vinna að því að fá fulltrúa á deildarfundi og í deildarráð. Þetta eru vitaskuld málefni sem varða hagsmuni framhalds- nema við félagsvísindadeild ntikið en ætlun Samfé- lagsins er einnig að efla fræðilega umræðu og fræðastarfið því þessi þættir eru afar mikilvægir hlutar framhaldsnámsins. Það hefur ekki verið neinn sameiginlegur vettvangur fyrir masters- og doktorsnema til að koma sínum málum á framfæri og vera í gefandi „díalóg“ við fræðin og annað fræðifölk, kennara og fólk út í bæ. Það hefur því vantað þetta félag sent nú getur haldið utan um hópinn og skapað virkt og skemmtilegt samfélag.“ Félagsvísindi sem ein heild Nafn félagsins hefur sterka skírskotun til fortíð- ar, þ.e. til félags þjóðfélagsfræðinema sem bar heit- ið Samfélagið. Þjóðfélagsfræðin var þverfagleg námsbraut, forveri félagsvísindadeildar. „Þetta félag lognaðist út af en okkur þótti við hæfi að tengja okkur við það, sérstaklega núna þegar æ meiri áhersla er lögð á þverfáglega sant- vinnu. Það er verið að brjóta niður múra milli greina og nafnið undirstrikar þann anda. Fram- haldsnemar innan félagsvísindadeildar eru nú milli 120 og 130 talsins og sú tala fer hækkandi með hverju árinu sem líður. Það á samt ekki að vera erfitt að henda reiður á þessum tjölda því félagið hefur mjög almenn markmið og það má allt eins líta á félagsvísindi sem eina heild og er það einmitt sú nálgun sem við leggjum áherslu á. Við viljum kynna framhaldsnám við HÍ sem áhuga- verðan valkost, vinna að útgáfumálum og almennum hagsmunamáium sem koma öllum framhaldsnemum til góða. Fólk hefur margvíslegan bakgrunn og nálgan- ir að viðfangsefnum sínum en ég held að samræður á grunni þessa margbreytileika geti orðið einn helsti styrkleiki Samfé- lagsins og framhaldsnámsins hér við skól- ann. Leitast verður við að fulltrúi úr hverri þeirra fimm skora sem hafa skipu- lagt framhaldsnám sé í stjórn og því ætti engin skor að verða út undan.“ Sýnilegt og kröftugt félag „Framhaldsnám við HI er kostur sem er tiltölu- lega nýr og það þarf að kynna hann vel, ekki síst fyrir fólkið í skólanum en að sjálfsögðu líka út fyr- ir háskólalóðina. Við ætlum okkur að halda mál- þing, gefa út tímarit, starfrækja virka netsíðu og vera í góðu samstarfi við aðrar deildir um ýrnis mál svo fjölbreytileiki fræða innan HI verði Ijós. Við höfum hugsað tímann frant að næsta skólaári sent ákveðinn undirbúningstíma og svo verður allt sett á fullt næsta haust. Félagið á ekki að vera eitt djammfélagið til heldur er því ætlað að blása lífi í hið tfæðilega starf. Það þarf að skapa jákvæða stemmningu í kringum fræðin, það eru margir að vinna verulega metnaðarfull MA- og doktorsverk- efni og það er algjör synd að sjá þessi verkefni ryk- falla uppi í hillu á Bókhlöðunni meðan þau geta þjónað virku hlutverki í háskólasamfélaginu og þjóðtélaginu almennt. Við viljum líka vekja athygli á þeirri aðstöðu sent rnargir frámhaldsnemar við HI þurfa að búa við. Þar má nefna að vinnuaðstaða nemenda er í engu samræmi við fjölda framhalds- nerna og bókakostur mætti vera mun betri. Það er ekki nóg að tala um eflingu rannsóknarnáms, mað- ur verður líka að sjá eitthvað á borði og ég held að nemendafélag eins og okkar geti reynst vel í því. Kerfið í þjóðfélaginu er allt að því fjandsamlegt rannsóknarnámi, fólk er oft í fullu starfi með meistaranántinu og þótt tengslin við atvinnulífið séu nauðsynleg, þá bitnar of mikið vinnuálag ein- faldlega á gæðum námsins. Félagslífið verður fyrst fýrir barðinu á slíku en það er einmitt þar sem þú kemst í hvetjandi samræður við samnemendur þína og hefur möguleika á að ntynda mikilvæg tengsl við annað fræðifólk. Það er vitaskuld nám út af fýr- ir sig sem mér finnst skorta við HI vegna þess um- hverfis sem nemendur upplifa sig í og ætlar Samté- lagið að gera sitt til að vekja athygli á vandamálinu og vonandi að konta með einhverjar lausnir.“ bv Vidskiptafrœöin er í dajj fjölmennasta deildin. Er einhver þörf fyrir kynninjjar- fulltrúa? Með þessari auknu samkeppni er það ekki spurning. Við erum að byggja upp þá ímynd af viðskipta-og hagfræðideiid að við séurn þessi akademíski háskóli sem byggir á rannsóknum en er sarnt í miklum tengsl- um við atvinnulífið. Það er það sem við leggjum áherslu á. Við leggjum líka mikið upp úr því að vera virkir þátttakendur í þjóðfélagslegri umræðu. Bæði kennarar deildarinnar sem og erlendir fræðimenn hafa verið að miðla etni á þessum sviðum til almennings á vegum deildarinnar. Markmið viðskipta- og hagfræðideildar er einnig að ná í fleiri góða nemendur, nemendur sem skara fram úr. Nú mœta 500 manns i fyrstu tímana aö hausti. Kemur þetta ekki niður á kennslunni? Er þetta boðlejjtfyrir viöskiptafrnöina ? Já og nei. Þó svo að það sé einn kúrs sem kenndur er í sal 1 í Háskólabíói höfum við kom- ið til móts við fýrsta árs nema með því að bjóða upp á minni hópa. Kúrsinn Stjórnun 1 var færð- ur fram á haustmisseri fýrsta árs. Þar eru nem- endur í 25 manna hópum. Kennarinn úthlutar verkefnum í upphafi tímans og nemendur leysa verkefnið og ræða það sín á milli. Þar gegnir kennari hlutverki umræðustjóra. Fyrir vikið myndast stundum þcssi „bekkjarkjarni“ meðal nemenda. Nemendur hafa einnig aðgang að öllu kennsluefni og aðgang að kennurum sínum. Þetta eru einungis tveir kúrsar á fý’rstu önninni og þegar þeirn sleppir taka við fámennari kúrsar. Eyrir utan viðskiptafrnöina hér er líka viöskipta- frxðikennsla eöa skylt nám í Háskólanum í Reykjavík, Rifröst, Háskólanum á Akureyri ojj T&kniskólanum. Eru störf fyrir alla þessa viö- skipta- ojj hajjfrxöinjja i þjóðfélajjinn ? Tvímælalaust. Það má segja að viðskipta- og hagfræðingar séu starfandi á öllum sviðurn at- vinnulífsins auk þess að stunda rannsóknir og fræðistörf. Það er ákveðinn samdráttur í efna- hagslífinu og hann endurspeglast í atvinnuá- standi viðskiptafræðinga og hagfræðinga eins og annarra. Margir af mínum nemendum hafá rætt við mig um hvernig sé að fá vinnu í dag og segja það frábrugðið því sem var fýrir rúmu ári síðan. Flest hafa þau þó fengið vinnu á sínu sviði. Einnig hafá launakröfúr fólks minnkað frá því sem var. Eru fordómar innan háskólasamfclajjsins jjajjn- vart viðskiptafrœði ojj viðskiptafreiðincmum? Alls ekki, að minnsta kosti hef ég ekki fundið fýrir því. Kannski má segja að það séu mjög skiptar skoðanir að líta á Háskólann sem týrir- tæki, en það er það eina sent ég hef fundið að greini að viðskiptafræðina frá öðrum greinunt, en ég vil ekki flokka það undir neina fordóma, langt því frá. Hvernijj séröu stöðu námsins eftir fimm ár? Ég tel að eftir fimm ár verði aftur kominn meiri stöðugleiki í viðskiptafræðinám á Islandi. Það eru margir að tára af stað með nýtt nánt og samkeppnin hefur aukist til muna, sent að rnínu niati er af hinu góða. Ég tel einnig að nemend- um í framhaldsnámi eigi eftir að tjölga rnjög mikið, bæði í meistaranámi og doktorsnámi. I dag bjóðum við upp á MS- og MA-nám á fimrn sviðum, stjórnun og stefnumótun, mannauðs- stjórnun, fjármálum, markaðsfræði- og alþjóða- viðskiptum og rekstrarstjórnun. Einnig bjóðum við upp á tveggja ára MBA-nám. Aðsókn í meist- aranám og doktorsnám við deildina hefur aukist mikið á milli ára. Má þar kannski sérstaklega nefna mikinn áhuga á MA-náminu í mannauðs- stjórnun sent við törum at'stað með næsta haust. Fyrir næsta misseri hafa uni 170 manns sótt um MA- og MS-nánt í viðskipta- og hagfræði. Þar að auki verða urn 45-55 manns teknir inn í MBA- námið sem notið hefur mikilla vinsælda og þeir nemendur sem nú eru að ljúka því námi hafa lát- ið rnjög vel af því. Eitthvaö sem þú vilt sejjja aö lokum ? Já, mig langar tii þess að netna að það er mjög ntikið af góðunt og metnaðarfullum nemendum í viðskipta- og hagfræðinámi. Það glevmist svo oft að hrósa nemendum og því vil ég nota þetta tækifæri til þess að gera það. Ég fór t.d at stað með nýjan kúrs á síðasta misseri sem heitir við- skiptahugmyndir. Unt 60 nemendur vorú skráðir í kúrsinn og fór hann fram úr mínum björtustu vonum. Nemendur skiluðu inn við- skiptaáætlunum um fýrirtæki og mátti sjá að þau höfðu rnörg hver lagt gríðarlega rnikið á sig, svo góðar voru áætlanirnar. Ég held að það rnegi gera meira af því að hrósa nemendum fj'rir vel unnin störf. Endurgjöf frá kennurum til nem- enda er nauðsynlegur þáttur sem ég tel að há- skólasamfélagið allt mætti leggja meira upp úr. grs TITLAR SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA Að horfa á myndbönd ku vera góð skemmt- un. Þegar líða fer að prófum dvelja margir daglangt á Þjóðarbókhlöðunni. Þar eru ekki einungis bækur, heldur má þar einnig finna ágætis myndbandasafn. Þó ekki basar-, glens- eliegar rómantískar myndir í líkingu við þær sem nálgast má á vídeóleigunni á horninu. Fremur er um að ræða vandaðar fræðslu- og heimildamyndir. Blaðamaður Stúdentablaðsins fletti i gegnum mynd- bandasafnið og valdi úr 13 titla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 1. Mígreni. Meira en höfuðverkur 616.8570208 Míg Fólk með mígreni lýsir einkennum sínum og hvaða áhrif mígreniö hefur á daglegt líf þess. Afar fræðandi, sérstaklega ef þig vantar vottorð. 2. Vertu á verði 613.850208 Ver Fræðslumynd um kynsjúkdóma. Fjallað á op- inskáan hátt um smitleiöir og helstu einkenni og einnig mögulegar forvarnir. Á sömuleiðis aö geta komið þeim að góöum notum sem vantar vottorð 3. Sannleikurinn um kommúnismann 320.5320208 Tru (The Truth about Communism) Rakin er þró- un kommúnismans frá fæðingu til Leníns og Stalíns. Upphaflega gefið út í Bandaríkjunum í upphafi 7. áratugarins og er einn af bauta- steinum Þjóðarmenntunarverkefnisins þar vestra (National Education project). Myndin er því „Made in USA" svo ekki sé meira sagt. 4. Öryggi viö landbúnaðarstörf 363.119630208 Öry Fræðslumynd um þær margvíslegu hættur sem fylgt geta því að búa í sveit. (Landbún- aður er sem kunnugt er dauðans alvara). Einkum er um aö ræða hagnýta fræðslu um samneyti við dráttarvélar, heyvinnuvélar og drifsköft. 5. Gegningar og mjólkurvinnsla 949.18 Geg Hulunni er flett ofan af löngu horfnum lifnað- arháttum í Skaftafellssýslum (þarna fyrir austan). Gegningar voru aðalstörf karl- manna að haustverkum loknum. (Skepnun- um var gefið á garðann, heyið var borió fram á kláfum.) Einnig voru sýnd þau handbrögð sem viðhöfð voru við aö sía og skilja mjólk, aó búa til smjör úr rjómanum og hleypa ost og skyri úr undanrennunni. Mjög gofr efn; fyrir upprennandi húsmæður 6. Bjarni Benediktsson. Forsætisráð- herra 923.20208 Bja Einstæð heimildamynd um hina viðburðaríku ævi Bjarna sem m.a. varð prófessor vió Há- skólann aðeins 24 ára að aldri, borgarstjóri í Reykjavík á hernámsárunum og forsætisráð- herra í 7 ár. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son samdi handrit. 7. Assorted Nazi Political Films: 1932-1943 943.0860208 Ass Þarna er einnig um að ræða vel heppnaða áróöurskvikmyndageró. Nokkrum af helstu kvikmyndaperlum úr safni tiltekins ráðuneyt- is safnað saman á eitt myndband. 8. Bændur og býli í Vestur-Húna- vatnssýslu 914.915100208 Bæn Tekin á árunum 1953-1964. Frábær heimild um áhugaveröa ábúendur, mannvirki jarða, búskaparhætti og mannlíf í sveitum landsins um miðja 20. öld. Einnig eru sýnd brot úr mannlífinu í kauptúninu Hvammstanga þar sem þjónustu- og afurðafyrirtæki héraðsins voru og eru sennilega enn staðsett. 9. Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 949.10500208 Vil Úr hinu merka kvikmyndasafni Vilhjálms og Ósvalds Knúdsen. Fyrir þá sem misstu af stemmningunni á Kristnihátíð. 10. The BBC Television Shakespeare 822.330208 Sha Á Hlöðunni má finna heildarsafn sjónvarps- leikgerða þeirra er breska ríkisútvarpiö hef- ur gert af ævistarfi Shakespeare heitins. Ómissandi fyrir áhugamenn um skáldið sem og þá sem vilja temja sér málfar sem hæfir hraða nútímasamfélagsins. 11. Söngvastund 782.420208 Sön Sígríður Beinteinsdóttir syngur með börnun- um (jibbí). Einnig er farió í leiki og svo er hlustaó á söguna um Fóu og Fóu feykirófu. 12. íslenska ullin 746.094910208 Frí Kennslumyndband um íslensku ullina, eigin- leika hennar, meöferð, vinnslu, sem og fjöl- breytt notagildi hennar í nútið og fortíð. Myndinni fylgja kennsluleiðbeiningar. 13. Veður 551.6549100208 Mar Skýrðir eru frumþættir vinda og veðurs, fjall- að um vinda- og veóurkerfi og rætt um hitafar og úrkomu. Einnig er sérstaklega fjallað um starfsemi veðurstofunnar og hlut- r/erk hennar fvrii.ís'pnskt samfélag. Að lokum er þó rétt að taka fram aó ekki er heimilt aö horfa á myndbönd í Bókhlöðunni meöan að próftíð stendur yfir.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.