Stúdentablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 14
VISINDAKONA?
14 stMdewtablaOia
Nýlega kom út skýrsla á vegum menntamálaráðu-
neytisins sem fjallar um stöðu kvenna í vísindum
og rannsóknum á íslandi. Niðurstöður skýrslunn-
ar eru afar fróðlegar og þar er að finna mikið magn af
gagnlegum og áhugaverðum upplýsingum sem gefa okk-
ur skýra mynd af íslensku samfélagi og stöðu jafnréttis-
mála í dag.
Upplýsingar sem skýrslan byggir á var tekin
sanran at' nefnd um konur og vísindi er skipuð
var af menntamálaráðherra vorið 2000. Upphaf
rannsóknarinnar má rckja til áætlunar Evrópu-
sambandsins sem miðar að því að auka hlut
kvenna í vísindum því talið er að ftill nýting
mannauðs auki hagvöxt og velferð. hetta er í
samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda sem
hafa sett sér það marknrið að tryggja jafna stöðu
karla og kvenna í íslensku samfélagi, efla mennt-
un og rannsóknir og stuðla að áframhaldandi
hagsæld á íslandi. Ljóst er að verulega heftir hall-
að á hlut kvenna í vísindum og síféllt tleiri tálla
frá þeirri skoðun að vísindin séu hlutlaus og kvn-
laus. Vísindin endurspegla í raun líf og samfé-
lagslegan veruleika þeirra sem ástunda þau. Af
þessu leiðir að ef t.d. karlar eru í meirihluta
þeirra senr sinna vísindastörfum er hætta á að vís-
indin birti skekkta mynd. Ahrifáleysi kvenna í
vísindunr hefur jafntramt í för með sé að samfé-
lagið fer á mis við hugmyndir þeirra og að fjár-
festing skattgreiðenda í menntun kvenna skilar
e.t.v. ekki sambxrilegum arði og menntun karla.
I skýrslunni var að finna tölfræðilega sarnan-
tekt á stöðu íslenskra kvenna á vinnumarkaðnum
sem og á menntun kvenna. Þar eru birtar tölur
um nemendur á framhaldsskólastigi og á sér-
skóla- og háskólastigi auk þess sem ffam koma
tölur urn fjölda brautskráðra nemenda á þessum
skólastigum. I ljós kom að konur eru nú um
helmingur þeirra sem stunda nám eða útskrifast
úr ffamhaldsskólum eða um 61%. Konur eru
einnig í meirihluta þeirra sem stunda nánt og út-
skrifast af sérskóla- og háskólastigi á Islandi eða
um 60 %. Samkvæmt upplýsingum ffá nenrenda-
skrá HÍ árið 2000 voru konur meirihluti nem-
enda í öllum deildum skólans nema í verkfræð-
dcild. Konur voru einnig í minnihluta í hag-
fræðiskor senr er hluti af viðskipta- og hagfræði-
deild en í raunvísindadeild voru t.d. yfir 60%
nemenda konur. Meðal brautskráðra nemenda
þá er hlutfall kvenna svipað eða um 67%, hæst í
uppeldisgreinum, heilbrigðisvísindum og í hug-
og félagsvísindum en hlutfáll karla er hæst í
tæknigreinum, náttúrufræði og stærðffæði. Af
þessu má leiða að þrátt iýrir að sú goðsögn að
karlar fari frekar í nánr tengt tækni og raungrein-
um sé á undanhaldi þá á hún enn við rök að
styðjast. I framhaldsnámi við íslenska háskóla þá
eru konur jafnffamt í meirihluta eða um 59%.
Ekki liggja ft'rir sambærilegar upplýsingar um
lokapróf Islendinga frá erlendum háskólum en
haustið 2000 voru heldur fleiri karlar en konur
við nám erlendis. Þegar litið er á tölur um þá
sem útskrifast með æðri menntagráður þá vekur
athygli að brottfall kvenna er nokkuð. Þannig
voru konur einungis fjórðungur þeirra sem út-
skrifast hefur með doktorspróf síðasta áratug
sem er mjög lágt hlutfall ef tekið er tillit til þess
að konur eru meirihluti þeirra sem útskrífast
með ft'rstu háskólagráðu. Þetta verður að teljast
alvarleg þróun en hún er sú sama víðast hvar
annars staðar.
Einnig voru dregnar saman tölffæðilegar upp-
lýsingar um konur sem stunda störf við rann-
sóknir og þróun en þar var að fmna fjölda þeirra
samanborið við karla, starfssvið þeirra og upplýs-
ingar um úthlutanir úr íslensku styrkjakerfi til
rannsókna. Starf í rannsóknum krefst umtals-
verðrar menntunar og þjálfunar og er doktors-
próf oft og tíðum nauðsynleg brú til starfa á sviði
rannsókna. Ef hafðar cru til hliðsjónar tölur um
menntun kvenna á æðri menntastigum kemur
ekki á óvart að konur eru í minnihluta þeirra sem
starfa á sviði rannsókna og þróunar eða um 37 %.
Karlar eru í meirihluta nreðal háskólakennara þó
svo að konunr hafi fjölgað meðal þeirra á undan-
törnum árum. I tébrúar voru konur 9% próféss-
ora, 29% dósenta og 52% lektora hér á landi.
Konur eru tæpur helmingur (48%) annarra
kennara á háskólastigi. Almennt gildir að tleiri
karlar en konur sóttu um og fengu styrki til
rannsókna á tímabilinu 1996-2000 en vægi
kvenna hefúr þó aukist lítillcga nreðal umsækj-
enda og styrkþega og er hlutfall styrkþega af um-
sækjendum nokkuð svipað hjá báðum kynjun-
um. Er það í samræmi við vísbendingar sem gefa
til kynna að rannsóknarvirkni kvenna sé svipuð
og rannsóknarvirkni karla. Að síðustu voru
dregnar saman tölur unt hlut kvenna í stjórnkerfi
rannsókna og leiddu þær í ljós að fleiri karlar en
konur sitja í stjórnum og ráðum á sviði rann-
sókna og vísinda.
Af niðurstöðum skýrslunnar að dæma er
óhætt að fúllyrða að hlutur kvenna í vísindum á
íslandi er rýrari en karla. Kyn hefirr augljóslega
mikil áhrif á tækifæri fólks í vísindasamfélaginu
sem og annars staðar og með óbreyttu ástandi
fer mikill mannauður til spillis. Það liggur jafh-
framt í hlutarins eðli að það getur ekki \'erið
hollt ft'rir vísindin sjálf ef þau stunda nær ein-
ungis karlar. Sem leið til að etla vísindi og ný-
sköpun hér á laridi er nauðsynlegt að jafna hlut
kynjánna og vinna að því að koma í veg fyrirkyn-
bundið náms- og starfsval. Brottfall kvenna úr
námi eftir ft'rstu háskólagráðu má vissulega rekja
að einhverju leyti til barneigna en eitthvað fleira
liggur þar að baki. Því er ekki að neita að staðal-
mynd vísindamannsins er oftar en ekki karl og
nauðsynlegt er að breyta því. Kvennemendur
hefiir skort týrirmyndir á sviði rannsókna og vís-
inda og er því vert að huga að því að gera vísind-
in nreira aðlaðandi týrir stúlkur. Marka þarf skýra
og markvissa stefriu í þessum efnum og þörf er á
að allir; stjórnvöld, fjölmiðlar, foreldrar og
kennarar taki höndum saman og etli konur til
aukinnar þátttöku í vísindum.
jks
. .saga mannlegrar sálar, hversu ómerkileg
sem hún kann að vera, er ekki síður forvitni-
leg og holl lesning en saga heillar þjóðar."
-Mihaíl Lermontov-
r
netinu er hægt aö
finna heimasíður fólks
þar sem þaó rekur úr
sér garnirnar. Inni á þessum
síðum fjalla þessir einstakling-
ar um hvað drífur á daga þeirra.
Nýjar færslur næstum hvern
einasta dag meó upplýsingum
um hvernig það eyddi deginum,
skoðanir þeirra og allt sem þau
kæra sig um að láta flakka:
„HEY!! Eitt enn.. ef einhver sér mig með
sobba á hálsinum.. þá er ég SAKLAUS! Ég var
bara að bíða eftir því að kornast að tá mér að
pissa í partíinu í gær og var eitthvað að tuða í
honum Geira... og hann sagði: „A ég að setja á
þig sogblett?“ og svo réðst hann á hálsinn á mér.
Hefði ég ekki klipið hann rosa fast væri sobbinn
stærri *hágrát* Núna er ég dæmd til að haga
mér eins og ég sé 14 ára. Fela með rneiki og
ganga með trebba og geyma hárið alltaf þarna
ft'rir.. Það er svo erfitt að vera ég :oP“
Endalausar, persónulegar ffásagnir af hvers-
dagslegustu uppákomum sem enginn ætti
kannski að kæra sig um að heyra:
„ehemm betarokk, sigurjón og þráinn voru að
segja að tölvunarfræði væri óspennandi... eða
beta (ok og hún er á leiðinni í bókmenntafræði
eða vottever, hvernig getur það mögulega verið
spennandi hehe) sagði það og hinir tóku undir,
ég meina er ekkva óspennandi að mæta kl 8 í
skólann, taka einn fifa \ playstation, mæta svo
kannski í tíma, spila wolfénstein við félaga sína í
einhverja klukkutíma, mæta kannski í einhvern
dæmatíma, læra, spila meira wolf, spila meira fifa,
borða pizzu, læra smá, fara heirn um svona 19-
22 og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera um
kvöldið effir að hafa hangið með vinum sínum
allan daginn.“
Hvernig getur nokkur maður haft áhuga á
skoðunum þessarar stelpu hlýtur að vera það
fýrsta sem kernur upp í kollinn. Með allan þann
fróðleik og upplýsingar sem hægt er að komast
yfir með því að fara á næsta bókasafn, ná sér í
bók og byrja að lesa eitthvað sem mögulega gæti
komið sér vel að vita og verið skemmtilegt. Það
er ekki fræðilegur möguleiki að einhver annar en
sá sem skrifár textann og kannski nánustu vinir
viðkomandi lesi þennan þvætting sem er svo til-
gangslaus og ömurlegur. En svo er þó ekki.
111.000 sinnum hefiir verið farið inn á síðuna
hjá stelpunni sem stendur ft'rir síðari textanum
hér að ofan. Er það ekki magnað? Hvað veldur
þessum áhuga fólks að lesa um einföldustu dag-
raunir fólks sem það þekkir ekki neitt og er ekk-
ert merkilegra en það sjálft? Dagar lesendanna
eru mjög líklega alveg eins og dagar þeirra sem
það skemmtir sér við að lesa um.
Er ekki alltaf skemmtilegast að skoða ljós-
myndir af sjálfum sér? Ætli fólk sé ekki orðið
þreytt á öllu upplýsingaflæðinu, að þurfa síféllt
að vera í erfiðri þekkingarleit til að bæta hagnýt-
um upplýsingum í heilabúið hjá sér? Að lesa há-
fleyga, ldassíska texta unt stórmenni gærdagsins,
að troða ofan í sig dramatíkinni og ógeðinu sem
stendur skrifað á öllum blaðsíðunum í bókun-
um, þurri upptalningu á breytingum í stjórnsýslu
þjóðríkjanna? Ætli deyfingin sem þessar síður
gefa frá sér séu ekki það sem er svo þægilegt, að
þurfa ekki að hugsa og fmna fýrir áhrifum text-
ans, geta bara skoðað eigin spegilmynd?
Einu sinrii for stelpa til Húsavíkur til að taka
þátt í samsýningu einhverra listamanna. Það sem
hún gerði var að fara með myndbandsupptöku-
vél á rúntinn á Húsavík. Hún keyrði í endalausa
hringi og tók upp mannlífið og húsin. Á sýning-
unni kom hún lýrir bílstól, útvarpi, vídeói og
sjónvarpi. Sýningargestir áttu að setjast í stólinn,
hlusta á útvarpið og horfa á myndbandsupptöku
at' rúnthringnum í sínum eigin heimabæ, eitt-
hvað sem er cins fástur punktur í líti ungs fólks á
litlum stöðum úti á landi og að förmæla Reykja-
víkurpakkinu. Stelpan sagði mér að verkinu
hennar hefði verið tekið mjög vel. í staðinn ft'r-
ir að fróa sér í eigin ælu, kúki og pissi til að sýna
fram á kynferðisbælingu og sálarkvalir nútíma-
mannsins í afskiptalausu samfélagi kapítalismans
sýndi hún fólkinu það sent það hefur fýrir aug-
unum á sér alla daga og hlaut lof ft’rir.
Æitli það sé ekki einmitt málið með þetta
blogg, friðþæging frá háfleygu, hyldjúpu, t\'í-
ræðu, fréttatengdu, afstæðu, óþægilegu kjaftæð-
inu sem kæfir mann, kvelur og drepúr úr leiðind-
um? Við búum í íslensku veltérðarsamfélagi og
þurfum ekki að þjást með skáldunum og stríðs-
hrjáða tölkinu, það er miklu þægilegra að dansa
í gegnum lífið í bleikum sokkum. Til hvers að
vera meðvitaður, nudda sér upp úr drullunni og
væla í einhverri tilvistarkreppu ef maður getur
komist hjá því og bara hallað sér aftur, andvarp-
að og brosað í átt að skjánunt og þakkað fýrir
það hvað maður hefur það helvíti fint. Ætii það
sé ekki bara heillavænlegast að vera fitlið sem veit
ekki neitt.
“Happiness is thc rclicffrom pain.”
-Martin Amis-