Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 16
16 stúdentablattitt wiðtalia
myndir: billi
UM FYNDNI HVERSDAGSINS
-Guðrún Eva Mínervudóttir ræðir um heimspeki og háskóla, ritstörf og önnur störf
Guðrún Eva Mínervudóttir er rithöfundur og heim-
spekinemi við Háskóla íslands. Hún gaf út smá-
sagnasafnið Á meðan hann horfirá þig ertu Mar-
ía meyá rið 1998 og í kjölfarið fylgdu skáldsögurnar Ljúlí,
Ijúliárið 1999 og Fyrirlestur um hamingjuna árið 2000 en
fyrir þá síðarnefndu var Guðrún tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Guðrún Eva hefur einnig gefið út
eitt smásagnasafn til sem ber nafnið Valur: heimspeki-
legar smásögur og Ijóðabók sem hún skrifaði ásamt
manni sínum, Hrafni Jökulssyni. Nýverið kom svo út nýtt
rit úr hennar fórum sem heitir Albúm og er sú bók kveikj-
an að því spjalli sem í hönd fer auk þess sem gæði náms
við Háskóla íslands ber á góma.
Hvers vegna skrifar þú sögur?
Það má eiginlega scgja að ég hafi plat-
að sjálfa mig inn í bransann. Það var ekki
fyrr en ég var búin að skrifa fyrstu skáld-
söguna sem ég hugleiddi að ég gæti
mögulega lagt þetta fyrir mig. Sagan kom
aldrei út en ég var komin með nasaþefinn
af skáldskapnum og því var erfitt að
hætta. Mér fannst lengi sem þetta væri
hálfómerkileg iðja og hafði samviskubit
yfir þ\ í að vera ekki að gera eitthvað raun-
verulega gagnlcgt, eins og að búa uppi í
sveit og framleiða mat eða gæta eyðni-
sjúkra barna í Afríku. Svo rakst ég á ágæta
kenningu um að öll sagnalist þroski sam-
úð með öðrum mönnum á þann veg að
því fleiri sögur sem maður les, heyrir cða
sér, því auðveldara verði að ímynda sér
sögu þeirra sem verða á vegi manns, og
þannig minnkar hættan á því að maður
upplifi fólk eins og dauða hluti. Ef það er
rétt að ég geti aukið samúðina í heimin-
um með sagnaskrifum þá hlýtur að heita
svo að ég verði að gagni.
Hvers vegna valdir þú heimspeki?
Satt best að segja var það grein Sartre,
„Existensíalismi er húmanismi" sem tældi
mig inn í heimspekina. Ég lofaði mér því
reyndar þegar ég byrjaði að ég myndi
hætta cf mér færi að leiðast, en það hefur
ekki gerst, eiginlega þvert á móti, því ég
er farin að treina mér námið, tek eitt nám-
skeið í cinu svo cg geti sökkt mér al-
mennilega í efnið og kreist úr því safann
eins og mögulegt er.
Er gott jafnvægi milli rithöfundarins
og heimspekinemans?
Það var ágætt jafnvægi þarna á milli en
nú hefúr myndast ákveðin togstreita út af
tímaskorti, rithöfundurinn verður smám
saman frekari, et' ég má orða það svo. Ég
hcf samt ekki hugsað mér að hætta nám-
inu. Heimspekin gerir öllum gott vegna
þess að hún vekur upp í okkur svo margt
mikilvægt, eins og forvitni og sjálfstæði,
uppreisn og jafnvel löngun til að verða
heilsteyptari. Eins fylgir með í pakkanum
dálítil hugmyndasaga sem sviptir mann
sakleysinu í ákveðnum skilningi. Ég held
ekki lengur að allt sem mér dettur í hug sé
að fæðast í fyrsta sinn og lendi þannig síð-
ur í því að vera alltaf að finna upp hjólið.
í grein sem þú sendir Stúdentablað-
inu á haustmánuðum síðasta árs um
fræðikonuna Helen Keller, kemur í
Ijós ákveðin skoðun þín á skólakerf-
inu. Fá íslenskir háskólanemar ekki
nægan tíma til að hugsa?
Svo það fari örugglega ekki milli mála
skrifaði ég ekki grein um Helcn Keller í
því skvni að smygla mínum skoðunum á
framfæri í skjóli þcirrar mcrku konu, held-
ur fánnst mér að reynsla hennar af því að
þurfa að berjast fyrir því að fá að læra og
viðhorf hennar til menntunar væru vel til
þess fallin að vckja okkur til umhugsunar
um það livers virði menntunin raunveru-
lega er. Greinin um Hclen Keller var því
fremur vangavelta um hugarfar okkar,
sem höfum vanist því síðan við vorum sex
ára að líta á námið sem skyldu eða jafnvel
kvöð, heldur en bcin gagnrýni á skóla-
kerfið, enda er ég kannski ekki rétta
manneskjan til að gagnrýna Háskólann úr