Stúdentablaðið - 01.04.2002, Qupperneq 20
20
UPPLIFUN HLÁTURS
Stúdentaleikhúsið efndi í annað sinn
til leikritasamkeppni í janúar sl. og
gat dómnefnd ekki gert upp hug
sinn milli tveggja frambærilegustu leik-
ritanna sem skrifuð voru af Hildi Þórðar-
dóttur og Aðalsteini Smárasyni. Var þá
brugðið á það ráð að blanda þessum
tveimur Ieikritum saman og er Upprisa
holdsins útkoma samvinnu rithöfund-
anna, Sigurðar Eybergs leikstjóra og leik-
aranna sem þátt tóku í uppfærslunni.
Sýningin var haldin í Stúdentakjallaran-
um og er óhætt að fullyrða að rými hans
hafi verið nýtt til fullnustu. Þegar ljósin
dofnuðu fór í hönd atburðarás sem erfitt
og í raun óþarft: er að skilgreina náið.
Verkið er bundið saman af baráttu
tveggja systra sem báðar reyna að komast
yfir duiarfullan vinnumann sem er nýráð-
inn á býlið. Það sem virtist vera enn einn
þjóðsagnakenndi gjallandinn til um hið
einfalda líf horfinnar moldarmenningar
breyttist fljótt í ærslafullan leik þar sem
skautað var um ýmis svið hugmyndasög-
unnar og persónur á borð við Guð,
Hitler, Castro, Þórberg Þórðarson, Dav-
íð og Hannes Hólmstein skutu upp koll-
inum þar sem þeirra var síst von með
mjög fyndnum afleiðingum. Skuggaleg-
um sögumanni brá einnig reglulega fyrir og var
hlutverk hans að vekja áhorfendur til vitundar á
ný og létta á krampaköstum hlátursins. Hann var
þó afhjúpaður undir lok verksins; alvaran vék og
hláturinn tók öll völd.
Leikarar voru öruggir og flestir með skýra
ffamsögn, búningar voru skemmtilegir, útfærsla
hljóðs góð og leikmyndin vel unnin og var sér-
staklega vel til fundið að láta áhorfendur sitja
gegnt hver öðrum svo upplifun hlátursins verði
meiri og smitaði örugglega hvern einasta einstak-
ling í salnum.
Það má vera ljóst af ofansögðu að hér er
ýmislegt gott í gangi sem vert er að athuga
nánar og féngum við Karl Óttar Geirsson,
formann Stúdentaleikhússins, tál áð fræða
okkur nánar um stofnunina Stúdentaleikhús-
ið.
Hvað er Stúdentaleikhúsið, hvenær var
það stofnað og hver eru helstu afrek
þess?
Ég þekki. ekki sögu Stúdentaleikhússins
nógu vel en ég veit að það var nokkuð virkt
hér á árurn áður. Aðdragandi endurreisnar
þess var hins vegar á þá leið að við vorum
nokkur í kúrs innan bókmenntafræðinnar
sem heitir Leiklistarfræði og var kenndur af
Terry Gunnell. Hlynur Páll, sem síðar varð
fyrsti formaður Stúdentaleikhússins eftir end-
urreisn þess, fékk þá hugmýnd að sækja um
styrk til rektors til að setja upp eitt leikritanna
sem við vorum að lesa í kúrsinum. Við feng-
um smáaur og upp frá því ákváðum við að
setja upp Tartuffc eftir Moliére undir for-
merkjum Stt'identaleikhússins og endurreisa
starfsemi þess £ leiðinni. Ólafur Egilsson leik-
listarnemi leikstýrði verkinu og gekk það
mjög vel. Við fengum frábæra aðsókn og
góða dóma og upp frá því fundum við mik-
inn áhuga allt í kringum okkur, auglýstum
fund og opnuðum Stúdentaleikhúsið fyrir
alla.
Næsta verkefni sem við réðumst í var Strœti
og tóku um 30 manns þátt í þeirri uppfærslu,
bæði úr Háskólanum og Listaháskólanum.
Þetta var mjög stórt verkefhi og fengum við
sty.rk ffá rektor og Bandalagi íslenskra leikfé-
laga, Þessi sýning var eiginlega of stór fyrir
okkar mælikvarða en samt rnjög skemmtileg.
Helsta afrek Stúdentaleikhússins var tví-
mælalaust þriðja sýningin sem við settum upp
og hét Ungir tncnn á tippleið. Leikritið var af-
rakstur fýrstu leikritasamkeppni Stúdentaleik-
hússins sem er öllum opin til þátttöku og tók
snillingurinn Bergur Þór Ingólfsson að sér
leikstjórn. Verkið gékk fyrir fullu húsi í lengri
tímá,’ yið 'unnum áhugaverðustu áhugaleik-
sýningu ársins og sýndunt í Þjóðleikhúsinu.
Það férli var alveg ótrúlega skemmtilegt og í
raun einhvet besti dagur sem við, sem stóð-
um að sýningunni, höfum upplifað. Það var
farið með mann eins og atvinnuleikara allan
daginn og syoleiðis stjanað við mann. Að
sýna svo á Stóra sviðinu fýrir framan troðfull-
um sal var náttúrlega bara draumur. Áður en
við unnum okkur leið inn í Þjóðleikhúsið fór-
um við til Litháén á leiklistarráðstefnu. Þar
setturn við upp leikritið og unnuin verðlaun
fýrir besta erlenda leikritið og svo féngum við
verðlaun fýrir eitthvað sem hét „Best Pro-
fessional Spirit“ sem við vissum ekki alveg
hvað var en var samt alveg gaman að fá. Stef-
án Hallur fékk einnig verðlaun sem besti leik-
arinn, svo þetta stykki för nú bara sigurtör um
Evrópu!
Síðan settum við upp Púóurtunnuna sem
aldrei hefur verið sett upp á íslandi áður og
var mjög áhugaverð sýning. Það var ekki sami
grallarabragurinn yfir henni en mjög
skemmtilega uppsett en gekk ekki alveg eins
vel í miðasölunni. Nú, svo er það Upprisa
holdsins sem gekk mjög vel og var uppselt á
allar sýningar.
Hvernig fá menn inngöngu í leikhópinn?
Það fá allir inngöngu sem vilja og það eru
engin inntökupróf. Við auglýsum fýrsta fimd
hverrar annar og þá kynnum við starfsemina
og það leikrit og leikstjóra sem við erum bú-
in að velja. Það er auðvitað leikstjórans að
velja hverjir fá að leika en það er alltaf nóg að
gera fýrir meðlimi sé áhuginn fýrir hendi óg
það er mikilvægt að koma því á framfæri að
þetta er ekki bara einhver klíka irinan bók-
menntafræðinnar og það mega allir vera í
Stúdentaleikhúsinu sem yfir höfuð eru með
stúdentspróf. Við gerum heldur engar for-
kröfur um einhverja ákveðna hæfni eða
reynslu, það var t.d. nýr strákur að koma inn
í þetta núna sem þekkti engan og hafði aldrei
leikið neitt áður. Hann mætti á fund og lék í
sýningunni og komst í kjölfarið inn í Leiklist-
arskólann. Reyndar voru þrír úr Stúdentaleik-
húsflokknum að komast inn í Lcik-
listarskólann núna svó þetta er góð-
ur æfingahlúti týrir verðandi leikara,
byggir upp sjálfstraust og kemur
þeim af stað.
Hvernig fjármagnið þið batt-
eríið?
Rektor hefur verið okkar aðal-
styrktaraðili frá því við reistum þetta
við og án hans værum við ekki að
gera neitt. Einu sinni á ári fáum við
líka einhvern pening frá Bandalagi
íslenskra leikfélaga en ,það myndi
aldrei standa undir tveimur sýning-
urn -á ári. Svó fáum við einhverjar
auglýsingatekjur. Allar fjárhagspæl-
ingar miða að því að kóma út á
sléttu, það er auðvitað engin gróða-
pæling í félagsskap sem þessurn og
bara spurning um að skrapa saman
aur til að geta sett upp tvær sýningar
á ári.
Hvernig veljið þið leikstjóra
til liðs við ykkur?
Það er, eitthyáð sém stjórnin ræðir
og svb fáufn við „feedback'1 'ffá
krökkunum og hefjum leitina. Við
höfum haldið þeirri reglu að reyna að fá til
liðs við okkur tiltölulega unga leikstjóra sem
hafa nýjar hugmyndir. Þetta er náttúrlega
áhugaleikhús og þarna eigurn við að taka
áhættur og prófa nýja hluti. Þetta er því bara
spurning um hversu vel okkur líst á fólkið og
eina skilyrðið er að það sé orkumikið og hug-
myndaríkt.
Nú eru þrjú ár liðin frá því að Stúdenta-
leikhúsið var endurreist, fer ekki að
fækka í þeim hópi?
Jú, það er þegar búið að fækka töluvert og
við sem erum eftir útskrifumst flest á þessu
ári. Það er því algjör endurnýjun í gangi núna
og þannig á það líka að vera. Nýtt fölk kem-
ur inn og tekur við af reynsluboltunum. Ég
held samt að Stúdentaleikhúsið sé komið til
að vera. Áhuginn er mjög mikill, mikið af
fólki sem vill vera með svo ég hef engar
áhyggjur af framtíðinni svó framarlega sem
fólk haldi rétt á spilunum.
Þið fenguð Unga menn á uppleið í Þjóð-
leikhúsið, fer Upprísa holdsins sömu
leið?
Það er aldrei að vita. Það er kannski dálítið
mikill sprelligangur í verkinu en ég veit að
fólkið frá Þjóðleikhúsinu skemmti sér ágæt-
lega og ég vona innilega að það verði fýrir
valinu. Það á svo sannarlega heima þar.
ORSOGUSAMKEPPNI
MÍMIS
Á haustdögum stóð ritnefnd Mímis, félags stúdenta
í íslenskum fræðum, fyrir örsögusamkeppni. Að
sögn ritnefndar hefur nokkrum sinnum verið Ijóða-
samkeppni á vegum þeirra en þetta árið var ákveð-
ið að fareyta til. Ströng skilyrði voru lögð fyrir þátt-
töku I örsögusamkeppninni. Sögurnar skyldu vera
nákvæmlega fimmtíu orð, hvorki fleiri né færri.
Nemendur í íslenskum fræðum eru greinilega mikil
skáld og tóku þessari keppni fagnandi. Alls bárust
34 sögur I keppnina undir hinum ýmsu dulnefnum.
Dómnefnd var skipuð þeim Sveini Yngva Egilssyni,
stundakennara við íslenskuskor, Sigþrúði Gunnars-
dóttur, ritstjóra barnabóka hjá Máli og menningu og
Ernu Erlingsdóttur, fulltrúa ritnefndar. Niðurstöður
urðu þær að sagan Meðvirka konan eftir Katrínu
Jakobsdóttur hafnaði í fyrsta sæti. Sagan Pústið
farið einnig eftir Katrínu lenti í öðru sæti, en þriðju
verðlaun hlaut Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir
sögu sína Rif úrsiðu minni.
gs
2. sæti
Pústið farið
Katrín Jakobsdóttir
Þau höfðu þagað alla leiðina frá
Borgarnesi og nú voru þau að klífa
Bröttubrekku. Það lét hátt í bílnum,
eins og hann væri í of lágum gír og
puðaði þess vegna óvenju mikið.
Skyndilega heyrðist skerandi hávaði
og allir mælar hringsnérust. „Jæja,"
sagði hann. „Nú er pústið farið und-
an honum."
1. sæti
Meðvirka konan
Katrín Jakobsdóttir
Vegna þrýstings lét meðvirka kon-
an sem hún byggi enn í húsinu sem
hún hafði flutt úr hálfu ári fyrr. Fólk-
ið í húsinu óttaðist að ef búferla-
flutningar hennar kæmust í hámæli
myndi hún hætta öllum trúnaðar-
störfum fyrir húsfélagið. Þess vegna
ríkti þegjandi samkomulag um að
mínnast ekki á þetta einu orði.
3. sæti
Rif úr síðu minni
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Mig vantar rjóðan mann sem seg-
ir kinnroðalaust sögur úr fornum
bókum. Spilar á harmoníku fyrir
hrútana og dansar af mér skóna
undir hlöðuveggnum. Grætur yfir
dauðu flugunum á mykjuhaugnum
og óförum Helgu fögru. Ég tek rif úr
síðu minni, sveifla því eins og
slöngu og hrópa: „Guð, gefðu mér
mann!"